Sagnir - 01.04.1984, Page 135

Sagnir - 01.04.1984, Page 135
EFNISFLOKKUN SAGNA 1.-5. ÁRGANGS thy Thompson fjallar um áhrif kvenna og pólitíska baráttu í þess- ari hreyfingu. Hallgerður Gísladóttir, Kvetma- söguhópur íHáskóla íslands, bls. 27. Hallgerður gerir stuttlega grein fyrir starfi áhugahóps kvenna um kvennasögu en hópurinn beitti sér ma. fyrir því að boðið yrði upp á sérstakt námskeið í kvennasögu í Háskóla íslands. Hallgerður Gísladóttir, Ráðstefna í Skálholti um miðaldakonur, bls. 34-36. Hallgerður segir frá ráð- stefnu sem haldin var í Skálholti sumarið 1981 og bar heitið „Breytingar á kjörum kvenna á miðöldum“. Á ráðstefnunni báru saman bækur sínar ýmsir fræði- menn frá Norðurlöndum. Kristín Ástgeirsdóttir, „Sú póli- tíska synd“. Um kvennaframboð fyrr og nú, bls. 37-46. Kristín fjallar ma. um kvennalistann í Reykjavík 1908 og orsakir kvennaframboðsins 1982. Reynir hún að leiða rök að því að þetta séu mjög ólík fyrirbæri þótt formið sé hið sama. Sigríður Th. Erlendsdóttir (viðtal), Mikið verk óunnið. Sig- ríður svarar spurningum Sagna, bls. 56-57. Þar segir hún ma. frá reynslu sinni af norrænu samstarfi um kvennasögu og skýrir í stuttu máli frá því helsta sem hún hefur orðið áskynja í kvennasögurann- sóknum sínum. Sigríður Sigurðardóttir, Höfðu konur hörn á brjósti 1700-1900? bls. 28-33. Frá 17. öld að minnsta kosti og fram á þá tuttugustu tíðk- aðist það á íslandi að konur hefðu ekki börn sín á brjósti nema í uauð. í grein sinni fjallar Sigríður um þennan aflagða sið og leitar rua. svara við því hvers vegna börn voru ekki höfð á brjósti og hvað þau hafi fengið í stað móður- mjólkurinnar. Listfræði - listasaga (þema), 2. árg. 1981 Eggert Þór Bernharðsson, Kjarval 1918-1923. Viðtökur fólks og viðbrögð meistarans, bls. 72- 87. Meginviðfangsefni þessarar greinar er að reyna að varpa örlitlu ljósi á þær viðtökur sem Jóhannes Kjarval hlaut meðal almennings og listagagnrýnenda á árunum 1918-1923. Auk þess er drepið á viðbrögð Kjarvals við þeim við- tökum. Frá hinum minnstu teskeiðum, bls. 60-62. í greininni er ma. haldið fram þeirri skoðun að þörf á list- fræðslu handa almenningi hafi aukist, almenn listfræðsla yrði til að efla mjög og þroska skynjun einstaklingsins og afstöðu til umhverfis síns. Listasafn Háskóla íslands, bls. 66- 68. í þessari grein er ma. skýrt frá tilganginum með stofnun Lista- safns Háskólans árið 1980 en safnið er að stofni til vegleg lista- verkagjöf hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sig- urðssonar. Um listfrœðslu í Háskóla íslands, bls. 63-65. Hér eru ræddar hug- myndir sem fram hafa komið um að auka hlut listasögukennslu í Háskóla íslands, jafnvel á þann hátt að listfræði yrði gerð að sjálf- stæðri aukagrein til BA-náms innan heimspekideildar. Þórunn Valdimarsdóttir, Nokkur orð um sjón og sögu, bls. 69-71. Þórunn veltir fyrir sér spurning- unni um það, að hve miklu leyti söguleg innlifun sé sjónræn og segir ma. að myndefni auðgi vitn- eskju okkar um fortíðina og sé beinlínis nauðsynlegt til að gefa veruleik fyrri alda raunverulegan svip í huga mannsins. Reykjavík og Itafið (þema), 5. árg. 1984. Inngangur bls. 4-6. Hér er Reykja- vík lýst sem útgerðarbæ, sagt er frá þróun útgerðar og vexti bæjar- ins samfara aukinni tækni. Þá er og lýst mikilvægi fiskverkunar í atvinnulífi Reykjavíkinga. Ein- stök rtigerðarefni þemans eru tengd þeim meginlínum sem hér eru dregnar. Agnes Siggerður Arnórsdóttir, Var hyskið í þurrabúðunum bjargar- laust með öllu? Viðhorf til tómt- húsmanna í Reykjavík á fyrri hluta 19. aldar. bls. 7-13 Megn andstaða var gegn tómthús- mönnum á 19. öld, samt fjölgaði þeim í Reykjavík. Agnes lýsir þeim viðhorfum sem fram komu gegn stéttinni og reynir jafnframt að skýra af hverju tómthús- mönnum fjölgaði. Árni Zophoníasson og Sumarliði ísleifsson, Síld er svikultfé bls. 76- 87. Síld hefur löngum verið mikilvæg fyrir efnahag íslend- inga, en lítt hefur verið á hana treystandi. Sagt er frá tveimur greinum af meiði síldarævintýra, bræðsluskipinu Hæringi og síld- arverksmiðjunni Faxa sem starf- rækt voru í Reykjavík í lok fimmta áratugarins. Auður G. Magnúsdóttir, Fjöru- lallar í Vesturbœ, um líf og leiki í ljöru, bls. 55-59. Lífog starfbarna í Vesturbæ á fyrsta fjórðungi aldarinnar gert að rannsóknarefni. Bjarni Guðmarsson, Tómthús- menn í bæjarpólitíkinni, bls. 15-20. Greint er frá baráttu reykvískra tómthúsmanna fyrir auknum rétti í bæjarmálum frá miðri 19. öld og fram um 1880, er þeir náðu meiri hluta í bæjarstjórn Reykjavíkur. Eiríkur K. Björnsson og Helgi Kristjánsson, Halaveðrið og heimili SAGNIR 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.