Sagnir - 01.04.1984, Page 137

Sagnir - 01.04.1984, Page 137
EFNISFLOKKUN SAGNA 1.-5. ÁRGANGS Þekkingaröjlun og gagnrýnin vinnu- brögð, bls. 17-18. Viðmælendur Sagna eru inntir álits á því að hve miklu leyti sögukennsla eigi að felast í að miðla þekkingu og hversu mikla áherslu eigi að leggja á að kenna nemendum að meta sögulegar staðreyndir, setja þær í orsakasamhengi, túlka þær og skýra. Þjóðemishyggja í sögu og sagna- ritun (þema), 3. árg. Í982 Inngangur, bls. 69-71. í þessum inngangi er ma. sagt að ætlunin með þemanu sé að birta nokkur dæmi um það hvernig þjóðernis- hyggja hefur komið fram í íslenskri sögu og sagnaritun og að reynt verði að varpa nokkru ljósi á það hvernig þjóðernishyggja hafi mótað unrfjöllun manna á sagnfræðilegum viðfangsefnum. Andrés Eiríksson, íslendingar eða norrænir menti? Urn upphaf íslenskrar þjóðvitundar? bls. 77- 80. Andrés leitar svara við þeirri spurningu hvenær íbúar íslands hafi hætt að líta á sig sem Norð- menn og tekið að líta á sig sem sérstaka þjóð. Kemst hann ma. að þeirri niðurstöðu að íslendingar hafi amk. frá því í byrjun 13. aldar litið á Norðmenn sem útlendinga og þannig haft vitund um sjálfa sig sem sérstaka þjóð. Arnór Hannibalsson, Um þjóðir, bls. 72-76. í grein sinni veltir Arnór fyrir sér ýmsu varðandi myndun þjóðríkja, eðli þeirra og sögu svo og þjóðerni og grunn þess. Segir hann að án skýrrar þjóðarvitundar, skýrra þjóðar- markmiða, verði sköpun þjóðar- sögunnar samsafn tilviljunar- verka. Bergsteinn Jónsson, Föðurlandsást — þjóðernisstefna - þjóðrembingur. Páttur þjóðernisstefnu 19. aldar í lífi og starfi þriggja stjórnmála- manna, bls. 81-84. f grein sinni íjallar Bergsteinn um áhrif þjóð- ernishyggju á stjórnmálastörf og stefnu þeirra Jóns Sigurðssonar, Benedikts Sveinssonar eldri og Hannesar Hafstein. Gunnar Karlsson, Af þjóðhollum dugnaðarmönnum. Um þjóðernis- stefnu í sögukennslubókum, bls. 93-96. Gunnar hefur gert athugun á þjóðernisstefnu þeirra íslands- sögubóka sem mest hafa verið notaðar í barnaskólum og birtir hann hér nokkur atriði úr niður- stöðum þeirrar könnunar. Þjóðernishyggja og sagnaritun (viðtal), bls. 85-86. Ingi Sigurðs- son er spurður álits á því að hvaða marki þjóðernishyggja hafi mótað sagnaritun íslendinga og hjá Þór Whitehead er leitað svara við þeirri spurningu hvort þjóð- ernishyggjan hafi „skekkt“ mynd okkar af íslandssögunni. Þórunn Valdimarsdóttir, Þjóðern- ishyggja Gísla Brynjólfssonar, bls. 87—92. Þórunn segir ma. í grein sinni að svo virðist sem óréttlátur dómur hafi verið felldur yfir þeim mönnum sem ekki voru í einu og öllu sammála stefnu jóns Sigurðs- sonar í sjálfstæðismálinu. Gísli Brynjólfsson var einn þessara manna og reynir Þórunn að sýna franr á að þáttur hans í þjóðern- isvakningu íslendinga hafi verið mikilvægur að því leyti sérstak- lega að hann opnaði augu landa sinna fyrir þróun mála í Evrópu. 2. Sagnfræði Halldór Bjarnason, Er sagnfrœði nytsamleg?, 4. árg. 1983, bls. 27-34. í grein sinni drepur Halldór ma. á nokkur atriði sem menn telja gjarnan sagnfræði til gildis. Hann segir ma. að framtíð sagnfræðinnar sé mikið undir því komin hvort unnt sé að fmna henni eitthvert hlutverk í sam- félaginu, þótt sjáfstætt menningarlegt gildi sagnfræðinnar standi jafnframt í fullu gildi. Helgi Skúli Kjartansson, Sagnfræði, afhverju og til hvers? 1. árg. 1980, bls. 3-6. Helgi segir ma. í þessari grein að sagnfræði sem sjálfstæð rannsóknargrein sé meðal þess menningarlega munaðar sem tíðkist meðal okkar, að nokkru leyti af hefð eða vana og mörgum til nokkurs yndisauka, en varla til neinna áþreifanlegra nytsemda eða bóta fyrir fólk eða þjóðfélag. Loftur Guttormsson, Fólksfjölda- saga og söguleg lýðfræði. Fátt eitt um rannsóknarhefðir og nýmæli. 1. árg. 1980, bls. 15-29. Loftur segir að á vettvangi félagssögu sé söguleg lýðfræði (historisk demo- grafi) sú grein sem einna mestur vöxtur hafi hlaupið í á síðustu árum. VíkurLofturma. nokkrum orðum að þroskaskilyrðum greinarinnar, aðferðafræði hennar og þeim ávinningum sem hún geti státað af, bæði varðandi spurn- ingar og svör sem sagnfræðingar reyni að sækja í greipar fortíðar. Sagan sem pólitískt vopn, 1. árg. 1980, bls. 12-14. GunnarKarlsson og Þór Whitehead segja álit sitt á því hvort hægt sé að nota söguna í pólitískum tilgangi og hvernig það hafi helst verið gert á íslandi. Sagnfræði-félagsfræði, 1. árg. 1980, bls. 69-71. Ingólfur Á. Jóhannes- son, Már Jónsson og Sveinbjörn Rsf: sson svara þeirri spurningu hvort tengsl sagnfræði og félags- fræði séu það mikil að réttara væri að .kenna ságnfræði við háskóla í félagsvísindadeild. SAGNIR 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.