Sagnir - 01.04.1984, Qupperneq 138
EFNISFLOKKUN SAGNA 1.-5. ÁRGANGS
Sagnfræði og félagsvísindi, 4. árg.
1983, bls. 26. Sveinbjörn Rafns-
son og Gísli Gunnarsson svara
þeirri spurningu hvort sagnfræðin
hafi einhverja sérstöðu meðal fél-
agsvísindagreina.
Staða íslenskrar sagnfrœði. Hring-
borðsumræður, 1. árg. 1980, bls.
30-37. í þessum umræðum spjalla
þeir Helgi Þorláksson, Ingólfur
Á. Jóhannesson og Sigurður
Ragnarsson vítt og breitt um
stöðu íslenskrar sagnfræði. Ma.
ræða þeir tengsl sagnfræðinnar
við aðrar greinar, störf sagnfræð-
inga, alþýðlega söguiðkun, hag-
nýtan tilgang sagnfræði, stöðu
sögunnar í skólakerfi landsins og
framtíðarhorfur sagnfræðinnar.
3. Sagnfræðinám
Bjarni Kjartansson, Að nema fyrir
„westan“, 2. árg. 1981, bls. 53-54.
Bjarni segir frá fyrirkomulagi
sagnfræðináms í Bandaríkjunum.
Björn Th. Björnsson (viðtal), Inn-
virki sögunnar, 1. árg. 1980, bls. 7-
9. í viðtali þessu ræðir Björn ma.
hugmyndir um skiptingu sögu-
kennslu í tvær brautir: almenna
sögu annars vegar, þe. atburða-
stjórnmála- og hagsögu, og
menningarsögu hins vegar. Þá
svarar hann spurningum um lista-
sögukennslu í Háskóla íslands og
ráðagerðir um að auka hana.
Gunnar Karlsson, Draumórar um
sambættingu inngatigsfræði og sögu,
2. árg. 1981, bls. 55-57. Gunnar
segir ma. að reynsla sín sé sú, að
aðferðafræðikennsluna í sagn-
fræði við HÍ skorti efni og efnis-
kennsluna skorti aðferðir. Gerir
hann síðan grein fyrir hug-
myndum sínum um það hvernig
mætti samþætta aðferðafræði-
kennsluna og kjarnaþættina í
sögu.
Ingi Sigurðsson (viðtal), Skap-
endur en ekki þiggjendur, 1. árg.
1980, bls. 53-56. Ingi svarar ma.
spurningum um fyrirkomulag
sagnfræðináms í Edinborgarhá-
skóla og að hvaða leyti það gæti
orðið til fyrirmyndar sagnfræði-
námi við Háskóla íslands.
Sigurgeir Þorgrímsson, Sagn-
fræðinám við Árósaháskóla, 2. árg.
1981, bls. 100-104. Lýst er skipan
og nýjungum í sagnfræðinámi við
Háskólann í Árósum.
Sigurgeir Þorgrímsson, Sagn-
fræðinám við Oslóarháskóla, 1. árg.
1980, bls. 74-79. í þessari grein
dregur Sigurgeir saman ýmsar
upplýsingar sem hann aflaði sér
hjá Knut Kjeldstadli, kennara við
sagnfræðistofnun Oslóarháskóla,
um námið þar.
Trausti Einarsson, Punktar um
sögunám á la frangaise, 2. árg. 1981,
bls. 58-59. Trausti segir frá námi í
Frakklandi.
4. Sögukennsla í grunn-
skólum og framhalds-
skólum (ýmislegt)
Bragi Guðmundsson, Kæru kol-
legar, 3. árg. 1982, bls. 115-117.
Bragi veltir fyrir sér hvernig
kennslu og kennslubókum í
íslandssögu er háttað í framhalds-
skólum landsins og bendir á að í
þeirn efnum sé ýmsu ábótavant.
Bragi Guðmundsson og Ingólfur
Á. Jóhannesson, Sagan og grunn-
skólinti, 2. árg. 1981, bls. 11-14.
Höfundar taka til meðferðar
stöðu sögukennslu í grunn-
skólum og varpa ma. fram þeirri
fullyrðingu, í ljósi könnunar sem
gerð hefur verið, að þeir nem-
endur 9. bekkjar sem velji samfé-
lagsfræði hafi að jafnaði lægri ein-
kunnir upp úr 8. bekk en þeir sem
velji raungreinar.
Bragi Guðmundsson, íslandssagan
umrituð, 5. árg. 1984, bls. 117-20.
í þessari grein ritar Bragi um til-
gang sögukennslu og hvernig góð
kennslubók eigi að vera. Það séu
ákveðin forréttindi að vera sögu-
kennari vegna þess að sagan sé
ekki aðeins efni til fróðleiks
heldur einnig aðferð til náms og
þroska.
Ingólfur Á. Jóhannesson, Til-
gangur sögukennslu í grunnskólum,
3. árg. 1982, bls. "112—114. í grein
sinni segir Ingólfur ma. að hann
telji eitt af mikilvægustu mark-
miðum náms í hvers konar sam-
félagsfræðum vera að auðvelda
nemendum að hafa áhrif í samfé-
laginu, nemandinn verði að fá
skilning á því hver séu hreyfiöfl
þjóðfélagsins og hvernig hann
geti haft áhrif á þau.
Vilfred Friborg Hansen, Saga í
dönskum skólum, 1. árg. 1980, bls.
9-11 og bls. 56. Höfundur fjallar
ma. um þær breytingar sem orðið
hafa í danskri sögukennslu frá því
um 1970, breytta kennsluháttu og
tilraunir með nýjungar.
Spurningar úr íslatidssögu, 3. árg.
1982, bls. 118-120. Hér eru birtar
niðurstöður könnunnar sem nem-
endur í Menntaskólanum við
Hamrahlíð gerðu snemma árs
1982 á þekkingu fólks á ákveðn-
um þáttum í íslandssögu.
5. Ymsar greinar og við-
töl
Árni Björnsson, Um útleiðslu Ing-
vars úr Tjarnarbúð, svipmynd úr
stjórnmálasögu 7. áratugarins, 3.
árg. 1982, bls. 66-68. Hér er á
ferðinni ljóðabálkur sem til varð
vegna framboðsmála Alþýðu-
bandalagsmanna í Reykjavík fyrir
Alþingiskosningar 1967.
Björn Þorsteinsson, Aumastir
allra, 5. árg. 1984, bls. 121-25.
Fyrirlestur haldinn á árshátíð
Sagnfræðingafélagsins 1983. Um
vandamál sagnfræði og sagn-
fræðinga í nútíð og fortíð.
136 SAGNIR