Sagnir - 01.04.1984, Side 139
EFNISFLOKKUN SAGNA 1.-5. ÁRGANGS
Broddi Broddason, Vígorðið var:
„Verndum Sovétríkin “, Afstaða
Verklýðsblaðsins og Þjóðviljans
til stórveldanna 1933-1939, 1. árg.
1980, bls. 57-68. í þessari grein
kemst Broddi m.a. að þeirri
niðurstöðu að afstaða íslenskra
sósíalista til utanríkismála á 4.
áratugnum hafi tekið mið af
Sovétríkjunum og hagsmunum
þeirra.
Eggert Þór Bernharðsson, Gull-
œðið í Reykjavík, 5. árg. 1984, bls.
108-16. Um gullfundinn í höfuð-
staðnum árið 1905, viðbrögð
Reykvíkinga við honum, námu-
félagið Málm og framvindu gull-
leitarinnar til ársins 1910.
skrifum þeirra er sagt í þessari
grein.
Gunnar Þór Bjarnason, „ Við-
reisn“ í 12 ár. Hvaða skýringar má
finna á óvenju löngum setutíma
„Viðreisnarstjórnarinnar"?2. árg.
1981, bls. 88-99. í þessari grein
kemst Gunnar Þór ma. að þeirri
niðurstöðu að mikilvægustu
skýringuna á löngum setutíma
Viðreisnarstjórnarinnar sé að
finna í þeirri velmegun, sem fyrst
og fremst hafi átt rætur að rekja til
aukins aflamagns, einkum síldar,
og mjög hagstæðs verðlags á
erlendum mörkuðum fyrir út-
flutningsafurðir íslendinga fram
til 1967.
1981, bls. 44—52. Valdimar Unnar
reynir að varpa nokkru ljósi á
hvernig lausamönnum og búð-
setumönnum farnaðist í íslensku
þjóðfélagi frá þjóðveldistímanum
til siðaskipta. Reynir hann ma. að
svara þeirri spurningu hvort stétt-
irnar tvær hefðu getað lagt grunn-
inn að þorpum eða bæjum á ís-
landi ef skikkanlega hefði verið að
þeim búið.
Vilmundur Gylfason, Goðsagnir
ráða ríkjum (viðtal), 1. árg. 1980,
bls. 38-41. í þessu viðtali er Vil-
mundur ma. spurður að því hvers
vegna hann hafi farið út í sagn-
fræðinám, hvernig sagnfræðin
hafi nýst honum sem stjórnmála-
manni, hvort hægt sé að nota
söguna í pólitískum tilgangi og
hver hafi orðið reynsla hans af
menntaskólakennslu í sögu.
Þorgeir Kjartansson, Stóridómur.
Nokkur orð um siðferðishug-
sjónir Páls Stígssonar, 3. árg.
1982, bls. 2-12. Stóridómur um
brot í siðferðismálum, var sam-
þykktur á Alþingi árið 1564. í
grein sinni lýsir Þorgeir því
hvernig löggjöf þessari var fram-
fylgt og kemst ma. að þeirri
niðurstöðu að Stóridómur hafi
„reynst kúgurunum notadrjúgt
tæki til að ná kverkataki á almenn-
ingi og svínbeygja hann undir
járnhæl rétttrúnaðarins.“
Þorleifur Óskarsson, Varalög-
reglan - til varnar ríku fólki eða svipa
á verkalýðinn?, 3. árg. 1982, bls.
58-65. Þorleifur fjallar í grein
sinni um þær viðtökur sem frum-
varp um stofnun varalögreglu
hlaut á árunum 1924—1925. Þá
leitar hann svara við því hver
tilefni frumvarpsins voru, hvaða
hlutverk varalögreglu var ætlað
og hverjar voru ástæður þess að
frumvarpið dagaði uppi í þinginu.
Gamlar Reykjavíkurmyndir, 1. árg.
1980, bls. 72-73. Birtar sex
gamlar myndir úr Reykjavík.
Gísli Kristjánsson, Áform um
íslandskaup. Áhugi Bandaríkjanna
á að kaupa ísland og Grænland, 2.
árg. 1981, bls. 4-10. Gísli segir
ma. að allt bendi til að ráðamenn í
Bandaríkjunum hafi um 1867-
1868 haft hug á að Bandaríkin
eignuðust ísland og Grænland.
Gísli Kristjánsson, Frjálshyggju-
menn eða rugludallar, 3. árg. 1982,
bls. 13-15. í grein sinni reynir
Gísli að sýna fram á að þrátt fyrir
útgáfu bóka í anda frjálshyggj-
unnar hafi þeir Arnljótur Ólafs-
son og Jón Ólafsson ekki aðhyllst
þá skoðun nema endrum og
sinnum.
Gísli Kristjánsson, Stríðsbrölt og
stjórnfrelsi, 5. árg. 1984, bls. 102-
107. Á árunum um 1860 loguðu
ófriðarbál á Ítalíu og í Bandaríkj-
unum. Fréttirnar um ógæfu þess-
ara þjóða urðu víða um heim
tilefni hugleiðinga um orsakir sty-
rjalda, lýðræði og stjórnfrelsi.
Þótt tíðindin bærust úr framandi
heimshlutum vöktu þau áhuga
íslenskra blaðamanna og frá
Ólafur Friðriksson, Smáflokka-
framboð á Íslandil942-1974, 1. árg.
1980, bls. 42-52. Ólafur fjallarhér
um framboð ýmissa samtaka sem
staðið hafa utan við hið hefð-
bundna fjórflokkakerfi á íslandi á
árunum 1942-1974. Leitast hann
við að lýsa nokkrum meginatrið-
um þessara framboða og leggur
þar áherslu á hugmyndafræði og
stefnu þeirra, viðbrögð þing-
flokkanna og hvernig til hafi
orðið forsendur fyrir framboðun-
um.
Valdimar Unnar Valdimarsson,
Flafði verslunin áhrif á afstöðuna til
Sovétríkjanna? Um afstöðu íslands
og annarra Norðurlanda á Alls-
herjarþingum S.Þ. 1946—1963, 3.
árg. 1982, bls. 102-111. Valdimar
leitar ma. svara við því hver geti
verið skýringin á þeim umskipt-
um sem urðu í afstöðu íslendinga
gagnvart Sovétríkjunum hjá S.Þ.
árið 1953 og kemst að þeirri
niðurstöðu að líklegt sé að þar hafi
verslunarviðskipti ríkjanna kom-
ið við sögu.
Valdimar Unnar Valdimarsson,
Utangarðsmenn í einhæfu samfélagi.
Lausamenn og búðsetumenn
fram til miðrar 16. aldar, 2. árg.
SAGNIR 137