Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 6

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 6
100 NÝTT HELGAFELL augu af þeim ljóma, sem stafað hef- ur af þessum sigri vísindanna, en öðrum hefur þótt sem við þennan atburð lengdist enn sá skuggi, sem sívaxandi vald og tækni í höndum fávísra manna varpar yfir líf mann- kynsins. ÞAÐ ER táknrænt um vandamál vorra tíma, að vísindamenn hins kommúnistiska einræðis skuli hafa orðið fyrstir til að ná þessum hjalla. Hvergi eru skýrari en í ríki Rússa andstæður mikillar tækni og verald- legs valds annars vegar og ófrelsis, fátæktar og kúgunar hins vegar. Blóðug undirokun Ungverja fyrir ári síðan, gervihnettir á lofti í ár eru ekki óskyld fyrirbæri, heldur tvær rökrétt- ar afleiðingar sama kerfis. í hinni merkilegu bók sinni hefur Milovan Djilas lýst því, hvernig al- ræði hinnar kommúnistisku yfirstétt- ar geri Rússum kleift að einbeita öll- um mætti ríkisins að þeim markmið- um, sem valdhöfunum þykir mestu máli skipta til að efla vald sitt og veg- semd. Allt annað verður að víkja, og kjör almennings eru aðeins bætt að því marki, sem nauðsynlegt er til að forðast uppreisnir eins og í Ung- verjalandi og til þess að tryggja valdhöfunum þægt og starfhæft vinnuafl. Þannig hefur arðránið, sjálf erfðasyndin í trúarkerfi Marxismans, þróazt í skjóli hins kommúnistiska skipulags. Enda þótt flestar greinar andlegs lífs í Rússlandi séu í fjötrum einræðis og kennisetninga, er augljóst, að tæknivísindum eru gefin þar hin ákjósanlegustu vaxtarskilyrði vegna mikilvægis þeirra í valdabaráttunni. Engan skyldi undra, þótt framfarir Rússa í þessum greinum verði svo örar, að vestrænar þjóðir þurfi að hafa sig allar við til að dragast ekki aftur úr. YFIR ÞEIRRI kynslóð, sem nú byggir þennan fagra heim, vofir ógn hinna nýju vopna, sem hugvit og vísindi hafa lagt mönnum í hendur. Um allar álfur veraldar bíða flug- vélaflotar stórveldanna búnir að varpa banvænum birgðum sínum af vetnissprengjum yfir blómlegustu byggðir heimsins, og brátt má bú- ast við, að eldflaugarnar, enn þá ægilegri vopn, leysi flugvélarnar af hólmi. Ein ákvörðun fárra manna getur orðið til þess, að milljónaborg- ir verði lagðar í rústir á nokkrum klukkustundum. Þannig heldur kapphlaupið áfram linnulaust, þrátt fyrir sívaxandi áhættu. Ekkert er til sparað að beizla reginöfl náttúrunnar í þágu hernað- ar og eyðileggingar. Þau öfl, sem stjórna gerðum mannanna, eru þó enn óbeizluð og torráðin, en að lok- um verða það þau, sem úrslitum ráða. Er nokkur von til þess, að fram- farir mannkynsins í andlegum og félagslegum efnum, í réttlæti og um- burðarlyndi, hafi við þeirri öru þró- un, sem á sér stað í tækni og hern- aði? Tekst mönnum að læra að búa saman sáttir að kalla, áður en jörðin springur í hendi þeirra, eða eins og

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.