Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 13

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 13
KRISTJÁN ALBERTSSON: Jón Sigurösson frá Kaldaðarnesi Endurreisn íslenzkrar sagnagerðar, sem hefst með Grasaferð Jónasar Hallgríms- sonar og lýkur sínum fyrsta áfanga með sögum Einars Kvarans, Jóns Trausta, Þorgils gjallanda og Guðmundar Friðjóns- sonar, var að stíl og málfari göfgað tungu- tak hins almælta daglega máls, með alinn- lendum blæ, stoð i fornu sögumáli, en að langmestu leyti hefðbundið samtímamál, bæði Reykjavíkur og sveitanna. En á öðr- um áratug þessarar aldar hefst málþróun, sem fjarlægist óbrotinn stíl, meir en nokk- uð sem á undan var ritað, og verður fyrir margvíslegum áhrifum af erlendum bók- menntum. Einar Benediktsson hafði gerbreytt ís- lenzkum ljóðastíl í nýrænna horf, og í þátt- um hans og sögum var nýr máltónn, og listræn tilþrif, sem stungu í stúf við allt annað, sem þá var ritað. En að öðru leyti marka þrjú íát tímamótin í íslenzkri stíl- þróun, með litmeira málfari og blæbrigða- ríkara, en áður hafði tíðkast, strangari stíl og hárfínni, djarfari og auðugri að hug- kvæmd og nýbreytni, en nokkuð sem á undan var skrifað. Þessi þrjú rit eru, í réttri tímaröð, þýð- ing Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi á Viktoríu, skáldsögu Knut Hamsuns, leik- urinn Hcidda Padda eftir Kamban, og Ilel, ijóðaþættir Nordals í óbundnu máli. Tungur allra þjóða hafa liðkazt og magn- azt á að endursegja hugsun, orðaða á öðru máli, og bókmenntir, jafnt stærri þjóða sem ininni, sótt örvun og endurnýjun í það sem nýstárlegast var þýtt á tungu þeirra. Hinar merkustu þýðingar hafa jafn- vel stundum haft meira gildi en flest sem frumsamið var samtímis — leyst úr læð- ingi krafta, sem urðu upphaf nýs tíma. Þannig hófst íslenzk ritöld fyrir sjö hundruð árum með þýðingum á helgra manna sögum og latneskri sagnfræði. Eftir þær tóku Islendingar að átta sig á því, að þeirra eigin munnlega frásagnarlist kynni að vera merkari en þeir höfðu gert sér Ijóst, og að nær væri að verja kröftum og kálfsskinni til að bjarga norrænum sagna- auði frá gleymsku, en til þess að snúa suð- rænum ræðum á íslenzku. Þýðing Jóns Sigurðssonar á VUctoríu hafði vafalaust um langt skeið meiri áhrif, en hægt er að gera sér fulla grein fyrir. Eftir þá'bók gátu hinir gömlu einir leyft sér að halda áfram að skrifa, eins og ekkert hefði gerzt. Jón Sigurðsson las norrænu og iðkaði skáldskap á stúdentsárum sínum í Kaup- mannahöfn. Hann skrifaði eina af beztu smásögum þeirra tíma, Anglang, sem m. a. er prentuð í úrvali af íslenzkum smá- sögum, og orti sérkennileg og falleg kvæði, sem allir Ijóðavinir rnuna, enda eiga þau fastan sess í úrvalssöfnum af kvæðum þess- arar aldar. En einhverntíma hefur hann fundið sterkari köllun til að þýða en til að

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.