Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 26

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 26
120 HELGAFELL Teikning Jónasar af Skjaldbrcifl, sétfum jrá Neðri-Brunnum, hér minnkuð. skapað daginn áður, er liann mun hafa ort Fjallið Skjaldbreið að mestu eða öllu leyti, þótt ekki sé víst, að hann hafi skrif- að kvæðið, fyrr en hann var kominn í næsta áfangastað, að Húsafelli í Borgar- firði, þar sem hann var 2 daga um kyrrt (16. og 17. júlí). Fremur bendir þó til, að það sé skrifað umræddan ferðadag, að það er til í eiginhandarriti Jónasar á lausu blaði, sem er auðsjáanlega rifið úr dagbók hans frá þessu ferðalagi, og hann hefur skrifað innan sviga undir kvæðisheitið: „ferðakvæði frá 1841“ og síðan „ferðavísa frá sumrinu 1841“. Það lýsir einnig í e. k. umgerð um aðalefnið ferðalagi og geðslagi Jónasar daginn, sem hann fór umhverfis Skjaldbreið. Er fjallinu hefur verið lýst í rismiklu upphafserindi, segir skáldið: Ríð eg háan Skjaldbreið skoða, — skín á tinda morgunsól, glöðum fágar röðul-roða reiðar-slóðir, dal og hól. Beint er í norður fjallið fríða, fákur eykur hófa-skell, sér á leiti Lambahlíða og litlu sunnar Hlöðufell. „Reiðar-slóðir“ merkja hér sennilega götu- troðninga, reiðgötur. Og kva^ðið heldur áfram: „Vel á götu ber mig Baldur,“ sem var hestur Jónasar. Og því lýkur svona: Heiðarbúar! glöðum gesti greiðið för um eyðifjöll. Einn eg treð með hundi og hesti hraun — og týnd er lestin öll. Mjög þarf nú að mörgu hyggja, mikið er um dýrðir hér! Enda skal eg úti liggja, engin vættur grandar mér. I þessu innblásna kvæði er líka sú hreyf- ing, sem vantar t. a. m. í Gunnarshólma. Og það er sérstætt meðal náttúrukvæða Jónasar, þar sem það rekur þátt úr sköp- unarsögu landsins, er skiljanlegra verður, þegar haft er í huga, hvernig það er til komið (í rannsóknarferð).1 Og þar sem Jón- as hrífst yfirleitt dýpst af hinu blíða, milda og unaðslega í náttúrunni og tjáir það af innilegustum alhug og fullkomnastri list, þá lýsir hann í þessu kvæði af meiri kynngi en nokkurs staðar annars hamförum og hrikaleik. Af slíku hugarróti er það sprott- 1) Það er að vísu misskilningur hjá Jónasi, að hraunið milli Hrafnagjár og Almannagjár sé runnið úr Skjald- breið, það á upptök sín í mikilli gossprungu austan Hrafnagjár. En }>etta rýrir ekki skáldskapargildi kvjeðis- ins.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.