Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 10

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 10
104 HELGAFELL Hverfur dul't í mold en til himna sál? eða skal rotnun öllu glata? Ekki veit ég; en einhver dul veldur mér óhug og angri sáru, þegar dauðum er búin döpur einvera. Garcia Lorca. Heim fór grafari með haka um öxl, tautaði stef tanna á inilli. Iíneig nótt niður og náköld þögn; en er húm dimmdi, í hug mér kom: Drottinn! hve döpur er dauðra vist! TATARALJÓÐ Dauðinn kemur og fer á kránni. Það líða svartir hestar og skuggalegt fólk um djúpa vegu gítarsins. Hljómaði klukka hátt úr turni, kaldri járntungu kvaddi að lokum. Frændur og vinir framhjá gengu síðasta sinn í sorgarklæðum. Djúpt í afkima í dimmri þró hinzta athvarf hakar opnuðu; lögð var hún niður, en luktist múr; kvöddu grátendur og gengu á braut. Fedenco Þegar grúfir nótt á gráum vetri og í rokbyljum rjáfur stynja, eða regnflog á rúðúm gnauðar, man ég í einrúmi þá ungu mey. Það angar af seltu og af kvennablóði úr æstum ilmföngum sjávarsíðunnar. Þar ymur regnið eilífum söng og kalt næðir norðangjóstur. Þar er rakur steinn rekkja hennar; kennir hún ekki kulda í beinum? Dauðinn kemur og fer, hann fer og kemur, dauðinn á kránni.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.