Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 50

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 50
144 HELGAFELL þeim. Þjóðfélagsádeila Orwells var skýr og óvægileg. Hann skrifaði mikið um áhrif kommúnismans á hugsunarhátt Vestur- landamanna einmitt á þeim árum, þegar þau voru helzt iátin liggja í þagnargildi. Hér fer á eftir smákafli úr grein eftir Or- well sem nefnist Að stemma stigu fyrir bókmenntum. Grein þessi var síðast endur- prentuð í Selected Essays eftir Orwell, Penguin Books, 1957. . . . Hvað sem öðru líður er hin rússneska goð- sögn til vor komin og veldur slíkri spillingu, að það leggur óþefjan af henni. Þegar maður sér hámenntaða menn horfa með tómlæti á kúgun og ofsóknir, veit maður varla, hvort er auðvirði- legra, mannfyrirlitning þeirra eða skammsýni. Til dæmis eru margir vísindamenn einsýnir að- dáendur Ráðstjórnarríkjanna. Þeir virðast álíta, að það megi einu gilda þótt frelsið sé afmáð, úr því að þeirra eigin grein sætir ekki þröngv- unum í bili. Ráðstjómarrikin eru víðáttumikið land, sem er verið að nytja sem örast, þeim er sár þörf á vísindamönnum og þess vegna njóta þeir góðrar aðbúðar. Ef vísindamennirnir sneiða hjá hættulegum greinum svo sem sálfræði, njóta þeir hverskonar sérréttinda. Á hinn bóginn eru rithöfundar beittir hörkubrögðum. Bókmennta- legum skækjum eins og Ilya Ehrenburg eða Alexei Tolstoy er að vísu borgað stórfé, en hins vegar er hið eina, sem nokkurt gildi hefir fyrir rithöfundinn, málfrelsið, frá honum tekið. Að minnsta kosti sumum þeim ensku vísindamönn- um, sem tala af mestri hrifningu um tækifæri þau sem rússneskum vísindamönnum bjóðist, er ekki fyrirmunað að skilja þetta. En þeir virð- ast hugsa sem svo: „Rithöfundar eru ofsóttir í Ráðstjómarríkjunum. Hvað um það? Ég er ekki rithöfundur." Þeim er ekki ljóst, að hvers konar árás á andlegt frelsi og hugtakið hlutlæg sann- indi, stofnar þegar frá líður allri andlegri starf- semi í voða. Eins og stendur umbera alræðisríkin vísinda- manninn, af því að þau þurfa hans með. Vísinda- menn aðrir en Gyðingar voru auk heldur allvel haldnir í Þýzkalandi á valdatíð nazista, og stétt þýzkra vísindamanna veitti Hitler yfirleitt enga mótspyrnu. Enn sem komið er, verður jafnvel hinn einráðasti valdhafi að taka efnisveruleik- enn til greina, sumpart vegna frjálslyndrar hugs- unarvenju, sem enn vill loða við og sumpart af því að hann þarf að búa sig í stríð. Meðan ekki er hægt með öllu að sniðganga efnisveruleik- ann, meðan tveir og tveir verða að vera sama og fjórir, svo sem eins og þegar gera skal upp- drátt að flugvél, þá hefir vísindamaðurinn hlut- verki að gegna, og getur auk heldur fengið að njóta nokkurs frelsis. Hann á eftir að ranka við sér, þegar alræðisríkið er komið á fastan grunn. En vilji hann varðveita vísindin óspillt, ber honum að rækja bræðralag við félaga sína bók- menntamennina, í stað þess að láta sig einu gilda, að þaggað sé niður í rithöfundum eða þeim sé hrundið í dauðann, og dagblöð séu fölsuð eftir áætlun........ Hugsanafrelsi og prentfrelsi er oftast gagn- rýnt með rökum, sem ekki tekur að anza. Allir. sem hafi einhverja reynslu af því að flytja fyrir- lestra eða eiga kappræður, geta farið með þau utanbókar aftur á bak sem áfram. Hér á ég ekki við þá alþekktu þrætukenningu, að frelsið sé blekking, né hina, að það sé meira frelsi í al- ræðisríkjunum heldur en lýðræðisríkjunum, ég á við þá kenningu, sem er bæði haldbetri og hæt’tulegri, sem sé að frelsið sé óæskilegt og andlegur heiðarleiki sé nokkurs konar ólýðholl sjálfselska. Leiðréttingar í grein Þorsteins Hannessonar um leiklist í síðasta hefti Helgafells, hefur slæðzt prentvilla. Á bls, 91, 2. dálki stendur .... því að mikið af þeim hlutverkum, sem syngja þurfti voru skipuð söngvurum, sem ekkert kunnu til söngs. . . . Hér átti að standa: .... leikurum, sem ekkert kunnu til söngs. . . . í grein Páls S. Árdals, Siðgæði og eilíft líf hef- ir misprentazt titill á bók eftir Bertrand Russell í neðanmálsgr. bls. 73. Réttur titill er Human Knowledge. Its Seope and Limits. í sömu grein, bls. 78, stendur: Ef einhver segði við mig, „hvers vegna skyldi ég ekki kvelja og myrða, þar eð ég mun deyja og vitund mín slokkna?“, myndi mér ekki finnast hann mæla óskynsemlega. Á að standa: skynsamlega. Ritstj.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.