Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 45

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 45
BÓKMENNTIR 139 LjóSræn andakt Þorsteinn Valdimarsson: Heim- hvörf. Ljóð. Heimskringla. 1 957. Mér virðist dálítið erfitt að festa hugann við ljóð Þorsteins Valdimarssonar. Höfuðkostur þeirra er ljóðrænn þýðleiki í framburði og leikni og hugvitssemi í formi, þó að fjölbreytni þeirra sé í raun og veru lítil. Stíll kvæð- anna er eins konar bergmálsstíll, sem fer að vísu einkar vel stundum, þegar Þorsteinn yrkir af eftirsjá um bemsku og sumardag og sveit. Og fallegum samstillingum bregður víða fyrir. Tilfinningin að baki kvæðunum er geðfelld og mjög augljós, en full auðsveip og stundum hversdagsleg. Ljóðræna andakt mætti kalla þessa tilfinningu.. Hún er merking kvæðanna, því að hugsun þeirra er oft dálítið ruglingsleg og myndir og líkingar óljósar. Þó að Þorsteinn Valdi- marsson hafi næmt eyra og smekk á lag- ræna hrynjandi hátta og klið málsins, þá er eins og lítið beri á afltaug lifandi máls í kvæðunum og eftir því er smekkur Þorsteins á merkingarlegri notkun orða talsvert á reiki og myndir hans stundum hvorki málsannar né af reynslu sprottnar. Sumar virðast mér óskiljanlegar: himindraumur sólarlogans í skærum augum barnanna Og dæmi um lin tök á máli og myndum: I geislaljómann, sem gömul sögn úr gleymd og tómi þar væri hrifin, eg starði úr fjarska, unz fram var svifin hin hvíta draumsýn í hvarf og þögn. Ósanngjarnt væri vitaskuld að tína til dæmi eins og þessi, ef flest hin lengri kvæði Þor- steins, a. m. k., bæri ekki einhver merki um tilslakanir eða vanburði af þessu tagi. Hins vegar eiga ýmis kvæðin ótvírætt seiðmagn (Hvörf, Dalvísa, Lauffok, I morg- unblæ). Ég birti hér erindið Andvari sem dæmi, af því að það er nógu stutt til þess: Hlustar húm. Hvað ber í dvala — vængblak vorflugu, veikt á glugga, eða hinnar ungu unnustu þinnar dúnlétt skóhljóð fyrir dyrum vakið? K. K. Eins og grískur harmleikur Nikos Kazantzakis: Frelsið eða dauðann. Almenna bókafélagið. 195 7. Þessi fræga saga Kazantzakis úr sjálf- stæðisbaráttu Krítverja við Tyrkji (frá upp- reisn 1889) er mikil skáldsaga, af því að hún er full af lifandi fólki. I fljótu bragði kunna persónur sögunnar að virðast nokkuð ein- faldar og óklofnar; lesandinn þarf að verjast þeirri grunsemd, að það sé verið að þóknast honum, og það er ekki fjarri því að persón- umar, viðskipti þeirra og atburðatengsl sög- unnar minni á rímur. En í hvert skipti og á reynir er sögufólkið eðlilegt cg ófalsað og laust við allan rímna og óperublæ. Sögufólk Kazantzakis er lifandi af því að það anh 4ífinu og öllum gæðum þess af ástríðu. Gömul kona segir við ungan frænda sinn: „Þjáningin krefst söngs og drykkju, annars yfirbugar hún okkur. Eri hún skal ekki verða ofan á. . .." Ungur maður spyr tíræðan öldung, föður söguhetjunnar, Mikal- esar kafteins: „Hvernig hefur þér þótt lífið á þessum hundrað árum?" „Eins og glas af svölu vatni, barnið mitt", svarar öldungur- inn. I þessari sögu berjast kristnir menn við Múhameðstrúarmenn, Grikkir við Tyrki, en aflið, sem knýr menn til víga er hvorki þjóð- ernisást eða trúarofsi, heldur einstaklings- stolt öllu fremur. Sagan fer eins og grískur harmleikur: Mikales höfuðsmanni er búið fall og dauði fyrir óhóflegt stolt hans.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.