Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 34

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 34
HELGÁFELL Í28 þessu liúsi hafði einhverntíma búið fínt fólk. Baðkerið var úr marmara og kranar allir úr fínasta málmi. Við veggina voru stoðir úr marmara líka. Lakara að ekkert var til að setjast á. Ekkert að hafa nema röndina á baðkerinu. Tómur marmari, gler- háll fjandi og hálfgerður lífsháski. Maður gat hæglega runnið á rassinn ofan í bað- kerið og blotnað óþægilega þegar sízt skyldi. Eg negldi saman nokkrar fjalir; lét þær á baðkersröndina — og hugsaði svo ekki meira um það. Mánuði seinna lienti það mig, að ég gift- ist. Svona eins og gengur og gerist. Stúlkan var snotur, þægileg — og sér- lega skapgóð. Og það kalla ég nú heppni, maður! En lierbergislaus var hún. Eg var að vísu hálfsmeykur við að sýna henni baðherbergið mitt. Það gat hæglega orðið endir allrar sælu hjónabandsins. Ónei; hún harkaði það af sér, telpan. Hún setti upp svip í fyrstu, en svo sagði hún bara: „Því skyldi ekki almennilegt fólk geta búið í baðherbergi einsog hvar annarsstað- ar. Og svo má setja upp skilrúm. Hér mætti vel hafa svefnherbergi, og hérna borðstofu, og . . .“ „Já, setja upp skilrúm,“ sagði ég. „Hinir leigjendurnir, helvítin þau arna, verða vit- lausir. Utilokað. 1 leigusamningnum stend- ur: Allar breytingar á íbúðinni eru bann- aðar meðan á leigutímanum stendur, nema samþykki ráðsins komi til.“ Svo byrjuðum við búskapinn í baðlier- berginu, og lífið gekk sinn gang. Tæpu ári síðar átti svo konan mín krakka. Við kölluðum hann Jón. Önnur breyting varð ekki á högum okkar. Nú kom baðkerið sér vel. Við böðuðum krógann í því. Það reyndist meira að segja bezta búsílag. Ivrakkinn var baðaður sýknt og heilagt og fékk ekki svo mikið sem kvef í nös. Ein óþægindi leiddi þó af því að búa í baðherberginu, sem ég liei' ekki minnzt á. Allir hinir leigjendurnir heimtuðu nefni- lega að fá að baða sig í baðkerinu okkar. Fjölskylda mín varð að liíma fram á gangi á meðan. Eg margtalaði við þá og reyndi að fá þá til að hætta við þessi böð nema á laugar- dögum. „Félagar,“ sagði ég við þá. „Hvað á aílt þetta baðstand að þýða. Setjið ykkur í mín spor. Hugsið ykkur öll þau óþægindi sem þetta stanzlausa hreinlæti veldur mér og mínu fólki.“ Allt til einskis. Þeir voru þrjátíu og tveir á móti mér einum. Þeir skömmuðust bara og rifu kjaft einsog fiskkerlingar og hótuðu að berja mig í plokkfisk ef ég hefði ekki vit á að halda mér saman. Hvað gat ég svo sem gert? Einn á móti þessum skríl. Auðvitað gafst ég upp og sætti mig við allt saman. Svo gekk lífið sinn vana gang. Skönnnu seinna kom svo tengdamóðir mín úr sveitinni til okkar. Hún settist upp hjá einni marmarasúlunni við vegginn. „Alla mína ævi hefi ég þráð að eignast barnabarn,“ sagði hún við mig. „Hugsaðu þér aðra eins guðsblessun og þá að eiga barnabarn. Að mega vera hjá því; styðja það og leiða á lífsleiðinni. Þú ætlar þó ekki að meina mér að njóta lífsins æðsta hnoss?“ „Ég að meina þér að njóta lífsins æðsta hnoss! Kona góð; blindfylltu baðkerið, ef þér sýnist svo, og syntu svo á stað með lífs- ins æðsta hnoss,“ sagði ég. Við konuna mína sagði ég: „Þú átt kann- ski von á fleiri ættingjum, félagi. Sé svo þá lióstaðu því upp. Ut með það. Haltu mér ekki í þessuin spenningi.“ Hún svaraði: „Eg veit ekki með vissu, en hann bróðir minn var kannski að hugsa um að koma hingað í jólafríinu, og . . .“ Eg beið ekki eftir meiru. Eg yfirgaí Moskvu, sem maður segir, svona nokkuð skyndilega. Héðan sendi ég fjölskyldunni það sem hún þarf, í pósti. S. G. þýddi.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.