Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 11. september 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Ríkissaksóknari hefur kært Katr-
ínu Stefaníu Klemenzardóttur, Óskar
Hjartarson og Sólveigu Sigurðardótt-
ur fyrir fíkniefnasmygl. Þremenning-
arnir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkni-
efnalagabrot með því að hafa staðið
að innflutningi á tæpum sjö hundr-
uð grömmum af kókaíni frá Hollandi
til Íslands þriðjudaginn 13. febrúar
á þessu ári. Í ákærunni segir að inn-
flutningur efnisins hafi að verulegu
leyti verið ætlaður til söludreifingar
í ágóðaskyni. Óskar er ákærður fyr-
ir að hafa afhent Sólveigu fíkniefnin
í Amsterdam í því skyni að þau yrðu
síðar flutt til Íslands.
Konurnar tvær fluttu síðan fíkni-
efnin til landsins með flugi Icelandair
frá Amsterdam til Keflavíkurflugvallar.
Við tollskoðun kom í ljós að konurn-
ar höfðu hvor um sig tæplega þrjú
hundruð og fimmtíu grömm af kóka-
íni í fórum sínum. Efnið földu kon-
urnar bæði innan klæða og innvortis,
eftir því sem fram kemur í ákæru rík-
issaksóknara. Konurnar voru hand-
teknar við komuna í Leifsstöð.
Ein hinna ákærðu, Katrín Stefan-
ía Klemenzardóttir, skipaði annað
sæti á framboðslista Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs í Suður-
landskjördæmi fyrir Alþingiskosn-
ingarnar árið 1999.
Þrír ákærðir
sakborningarnir reyndu að flytja sjö
hundruð grömm af kókaíni til landsins.
Klóraði konu
í leigubíl
Karlmaður hefur verið ákærð-
ur fyrir líkamsárás með því að
hafa veist að konu í leigubifreið á
Bústaðavegi þann 2. september í
fyrra.
Maðurinn er ákærður fyrir að
hafa tekið um háls konunnar með
þeim afleiðingum að hún hlaut
klórfar hægra megin á hálsi og
eymsli yfir hálsvöðum að aftan-
verðu. Konan krefst 350 þúsund
króna í skaðabætur vegna árásar-
innar. Þá gerir hún kröfu um að
maðurinn greiði 197 þúsund krón-
ur vegna útlagðs málskostnaðar.
Gæslukjötið enn
í frystinum
„Kjötið er ennþá í okkar
vörslu,“ segir Lárus Bjarnason,
sýslumaður á Seyðisfirði.
Þann 25. júní í sumar birti DV
frétt um að Landhelgisgæslan
hefði komið með 600 kíló af kjöti
til landsins í varðskipi. Tollgæslu-
menn á Seyðisfirði gerðu kjötið
upptækt og settu það í frysti þar
sem ekki var leyfilegt að koma
með svo mikið magn af kjöti til
landsins. Lárus segir að fátt bendi
til þess að málið leysist á næstu
vikum. Hann segir að ekki sé ólík-
legt að kjötinu verði fargað þar
sem reglur kveða á um að ótoll-
afgreiddur varningur verði gerð-
ur upptækur í ríkissjóð. Þar sem
ekki má selja kjötið verður því
líklega fargað. Lárus segir að auk
þess sé það kostnaðarsamt fyrir
bæinn að geyma kjötið þar sem
um 600 kíló er að ræða.
Frambjóðandi til Alþingis ákærður fyrir fíkniefnasmygl:
Handtekin með 700 grömm af kókaíni
Þórarinn rit-
stýrir Mannlífi
Mikael Torfason, ritstjóri
á Séð og heyrt og aðalritstjóri
Birtíngs, lét af störfum að eigin
ósk í gær. Marteinn Jónasson
auglýsingastjóri lét einnig af
störfum. Loftur Atli Eiríksson
tekur við ritstjórn Séð og heyrt
og Þórarinn Þórarinsson verð-
ur ritstjóri Mannlífs. Ekki verð-
ur ráðið í stöðu aðalritstjóra
hjá Birtíngi en ritstjórar félags-
ins munu bera ábyrgð sínum
blöðum.
Birtíngur gefur út átta tíma-
rit en félagið er einnig í náinni
samvinnu um útgáfu DV. Elín
Ragnarsdóttir er framkvæmda-
stjóri beggja félaganna.
Boða mótmæli
Aðgerðasamtökin Saving Ice-
land halda alþjóðlegan dag gegn
stóriðju á morgun. Í tilkynningu
frá samtökunum segir að mót-
mæli af ýmsum toga gegn stór-
iðju víða um heim verði haldin
við Stjórnarráðið á hádegi og við
Þjórsá þar sem gengið verður að
Urriðafossi klukkan 15.
12. september varð til sem
alþjóðlegur dagur gegn stóriðju á
alþjóðlegri ráðstefnu Saving Ice-
land um hnattræn áhrif stóriðju
sem haldin var í sumar.
Slasaðist á höfði
Tuttugu og fjögurra ára karl-
maður slasaðist á höfði er hann
fékk spítu í sig á byggingarsvæði í
Hafnarfirði.
Maðurinn var við vinnu við
Kirkjuvelli í Hafnarfirði þegar
slysið varð. Maðurinn var á jörðu
niðri en vindhviða feykti spít-
unni af þriðju hæð hússins og
lenti hún á manninum. Að sögn
varðstjóra hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu var maðurinn
ekki álitinn alvarlega slasaður
en var færður til skoðunar á
slysadeild. Lögreglan var einnig
kölluð til vegna manns sem hafði
dottið og slasað sig. Að sögn lög-
reglunnar var maðurinn ölvaður.
Jónínu Thorarensen brá í brún þegar hún fékk í hendurnar hund sem hún keypti eftir
myndum. Hann var með tvíbrotna rófu, lyktaði illa og var horaður. Jónína vill kæra
hundaræktandann. Ættbókin átti að kosta hundrað þúsund krónur aukalega.
„Þegar hann kom til
okkar var hann með
tvíbrotna rófu, lyktaði
illa, var horaður og
með mattan feld.“
RÓFUBROTINN
OG HORAÐUR
„Við bara treystum honum. Okkur
datt ekki í hug að þetta væri einhver
svindlari,“ segir Jónína Thorarensen
sem nýverið festi kaup á rottweiler-
hvolpinum Ozzy fyrir 140 þúsund
krónur. „Þegar hann kom til okkar
var hann með tvíbrotna rófu, lyktaði
illa, var horaður og með mattan
feld.“ Hún segist alls ekki vilja skila
Ozzy en vill koma sögu sinni á
framfæri til að fleiri láti ekki plata
sig. „Mig langar að kæra hann fyrir
dýraverndarsamtökunum.“
Dýraníð
Seljandinn, Davíð Örn Þorkelsson,
segist hafa hugsað vel um hundinn og
finnst að mannorði sínu vegið enda
sé hann heiðarlegur maður. „Ég hef
fengið miklar ákúrur á netinu, bæði
um dýraníð og annað. Það er verið
að ganga á æru mína.“
Fyrir hálfum mánuði sá Jónína
rottweiler-hvolp auglýstan til sölu.
Þar sem fjölskyldan býr á Vesturlandi
gat hún ekki skoðað hundinn og lét
sér nægja myndir. Davíð Örn segist
hafa boðið Jónínu hvolpinn á 250
þúsund krónur með ættbók en
hún hafi falast eftir léttgreiðslum
og hann þá boðið henni hundinn
á 150 þúsund án ættbókar. Davíð
segir eiginmann Jónínu hafa prúttað
verðið niður í 140 þúsund. Jónína
staðfestir að þau hafi borgað þá
upphæð og að þeim hafi verið nokk
sama um ættbókina.
Þegar hundurinn kom vestur
með flugi fóru þó að renna á hana
tvær grímur. „Hann var í slæmu
ásigkomulagi og það fylgdi honum
ekki einu sinni heilsufarsbók.“
Davíð segist hafa látið bæði
ormahreinsa og bólusetja hundinn.
Hvað örmerkingu varðar segist Davíð
hafa það látið fyrirfarast viljandi svo
að hundinum væri ekki alltaf skilað
til hans ef hann týndist. „Ég hefði
haldið að það væri einfalt að breyta
skráðu heimilisfangi,“ segir Jónína
og skilur ekkert í þessari skýringu.
250 þúsund
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, hér-
aðsdýralæknir Vestfjarðaumdæmis,
segist hafa skoðað Ozzy og ekki þor-
að annað en að gefa honum ormalyf
þar sem ekki var hægt að fá staðfest
að hann hefði áður fengið þau. „Það
er algjört lágmark að ormahreinsa.“
Hún segir eðlilegt að kaupandi fái
heilsufarsvottorð með hundi og hef-
ur orð á því að feldur hvolpsins hafi
verið mattur.
Þegar Jónína fór að efast um
að ekki væri allt með felldu óskaði
hún eftir ættbókinni frá Davíð.
Hún segist halda að hann hafi
upphaflega boðið henni 250 þúsund
með ættbók svo að hún yrði afhuga
því. „Síðan ætlaði hann að láta mig
borga hundrað þúsund fyrir að fá
ættbókina sem mér finnst alveg út í
hött.“ Jónína segist hafa það frá Davíð
að hvolpurinn sé undan hundi og tík
með ættbók frá Hundaræktarfélagi
Íslands. Í samtali við blaðamann
vildi hann þó hvorki gefa upp nöfn
„foreldranna“ né hvaðan ættbók
þeirra komi.
Jóna Theodóra Viðarsdóttir, for-
maður Hundaræktarfélagsins, segist
ekki geta tjáð sig um einstök mál en
þekkir ekki til þess að fólk selji hunda
undan ættbókarfærðum hundum án
þess að ættbækur fylgi. „Ég sé hvorki
ástæðu né tilefni til þess.“
Í reglum fyrir félaga Hundarækt-
arfélagsins segir að þeim sé óheimilt
að krefjast fullrar greiðslu fyrir hund
fyrr en við afhendingu ættbókarskír-
teinis, heilsufarsvottorðs og bólu-
setningarvottorðs.
Erla HlynsDóTTir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Hvolpurinn Ozzy jónínu
langar að kæra fyrri
eiganda Ozzys fyrir
dýraverndarsamtökum.