Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 12
Menning Þriðjudagur 11. september 200712 Menning DV Hildarleikur tánings Bókaforlagið Veröld hefur gefið út skáldsöguna Hermaður gerir við grammófón eftir Sasa Stanišic í þýðingu Bjarna Jóns- sonar. Stanišic, sem er gestur Bók- mennta- hátíðar í Reykjavík, fæddist í Visegrad í Bosníu árið 1978. Þegar hann var fjórtán ára flúði fjölskyldan hildarleikinn ógurlega á Balk- anskaganum til Þýskalands og er sagan byggð á minningum hans. Bókin hefur fengið frá- bæra dóma, meðal annars hjá Die Welt og Welt am Sonntag en gagnrýnandi síðarnefnda blaðsins sagði að þetta væri bók sem maður vildi að allir læsu. Spjallað við rithöfunda Rithöfundarnir Nicola Lecca frá Ítalíu og Carl Jóhan Jensen frá Færeyjum verða í hádegisspjalli Bókmenntahátíðar í Reykjavík í Norræna húsinu í dag. Spjallið við Jensen hefst kl. 12 en hálftíma seinna situr Lecca fyrir svörum. Nánari upplýsingar um tvímenningana er að finna annars staðar hér á menningarsíðunni. Bókmenntir Fimm rithöfundar lesa upp í Iðnó í kvöld: Fjölskrúðugt skáldaval í Iðnó Kona sem fæddist í flóttamanna- búðum í Þýskalandi, einn efnilegasti rithöfundur Ítalíu og hálfrar aldar gam- all Fær- eyingur eru á meðal þeirra sem lesa upp í Iðnó í kvöld í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík. Marina Lewycka fæddist árið 1946. Hún er upprunalega frá Úkr- aníu en er fædd í flóttamannabúð- um í Þýskalandi. Fyrsta bók henn- ar, Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku, hlaut Bollinger Everym- an Wodehouse verðlaunin. Bókin hefur notið geysilegra vinsælda og verið þýdd á fjölda tungumála, þar á meðal á íslensku. Önnur bók henn- ar, Tveir húsvagnar, er nýkomin út á íslensku. Nicola Lecca er rúmlega þrítugur Ítali, fæddur á Sardiníu. Hann er tal- inn einn af efnilegustu rithöfundum Ítala. Eftir Lecca liggja fjögur smá- sagnasöfn og skáldsögur. Skáldsag- an Hotel Borg gerist í Evrópu og á Ís- landi eins og nafnið bendir til og er nýkomin út á íslensku. Lecca hefur unnið til nokkurra verðlauna fyrir skrif sín. Carl Jóhan Jensen fæddist í Fær- eyjum árið 1957. Hann hefur skrif- að fjölda bóka síðan fyrsta bók hans kom út á áttunda áratugnum. Jensen fæst jafnframt við þýðingar og hefur meðal annars þýtt verk eftir Strind- berg, Dario Fo, Ayckburn og Einar Kárason. Svíinn ungi, Jonas Hassen Khem- iri, var tilnefndur til Augustpriset 2006 fyrir bók sína Montecore: en unik tiger og hlaut jafnframt bók- menntaverðlaun sænska ríkisút- varpsins. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur verið gerð kvikmynd eftir henni sem verður frumsýnd í haust. Þá er ónefndur einn vinsælasti höfundur þjóðarinnar, Einar Már Guðmundsson, sem les upp með þessum erlendu skáldsystkinum sínum í Iðnó kl. 20 í kvöld. kristjanh@dv.is Óhætt er að fullyrða að nóbelsverðlaunahafinn og tvöfaldur Booker-verðlaunahafi, John Maxwell Coetzee, sé stærsta nafn Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem hófst í fyrradag. Í ávarpi sínu við setningarathöfnina sagði �oet�ee að hugsanaglæpir þeir sem lýst er í skáldsögunni 1984 séu ekki langt frá því að tilheyra veruleikanum. Hundshaus, draumadísir og galdraskógar Bókin Hundshaus eftir Mor- ten Ramsland er nýkomin út hjá Máli og menningu. Hunds- haus er saga um fjölskyldu- bönd sem í senn eru fjötrar fólks og líflínur. Ungur maður snýr heim til Dan- merkur til að kveðja ömmu sína á banabeði og end- urnýja um leið kynnin við allar sögurnar hennar um ævintýri fjölskyldunnar: sögur af svikum og ást, áflogum og útskúfun, draumadísum og galdraskóg- um, og svo ein af skelfilegum hundshaus. Ramsland, sem er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík, hefur hlotið mikið lof fyrir þessa margverðlaun- uðu sögu sem komið hefur út víða um lönd. Ljósmynda- sýning í Auga fyrir auga Breski ljósmyndarinn Christopher Taylor opnaði ljós- myndasýningu í Gallerí Auga fyrir Auga um síðustu helgi. Þetta er fyrsta sýning á verkum Taylors hér á landi en hann er kvæntur íslenskri konu. Verk hans eru meðal annars til sýnis í Galleria Camera Obs- cura í París, Galeria Bacelos í Vigo á Spáni og í Tasveer í Bangalore á Indlandi. Nýlega var Taylor veittur styrkur frá franska menningarráðuneyt- inu til að fullgera Stéles sem er myndverkefni og bók um Gul- árdalinn í Kína. Auga fyrir auga er opið fimmtudaga til sunnu- daga frá 14 til 17. Marina Lewycka Höfundur bókarinnar stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku. „Á undanförnum árum hafa all- margar vestrænar ríkisstjórnir, þar á meðal stjórn míns eigins lands, sú ástralska, beinlínis gert það að glæp að tjá og birta vissar hugsanir ... Það vantar ekki mikið upp á að martröð George Orwell um hugsanaglæpi verði að veruleika.“ Þetta sagði nóbelsverðlaunahaf- inn í bókmenntum, John Maxwell Coetzee, í ávarpi sínu við setningu Bókmenntahátíðar í Reykjavík í gler- skálanum við Norræna húsið í fyrra- dag. Þessi 67 ára gamli rithöfundur, sem fæddur er í Höfðaborg í Suður- Afríku, var afar snyrtilega klæddur og minnti svolítið á bandarískan for- setaframbjóðanda í dökku jakkaföt- unum, hvítu skyrtunni og með rauða bindið. Ástralski hreimurinn var þó í berhöggi við það yfirbragð. En það fór ekki á milli mála hver var stjarn- an í hópnum, hvorki við setningarat- höfnina né í upplestrinum í Iðnó um kvöldið. Kröftugt lófaklappið tók af öll tvímæli um það ef einhver voru. Veitir ekki viðtöl Coetzee er hæglátur maður og er lítið fyrir að koma fram opinberlega. Það kom til að mynda flestum sem til hans þekkja á óvart þegar hann sam- þykkti að mæta á nóbelsverðlauna- hátíðina árið 2003 til að taka við verðlaunum sínum. Coetzee þekkist sárasjaldan boð um að mæta á hátíð- ir sem þessa og því enn meiri fengur en ella fyrir íslenskt áhugafólk um bókmenntir að fá höfundinn hingað til lands. Hann veitir hins vegar ekki viðtöl í heimsókn sinni. Coetzee er margverðlaunaður rithöfundur og er meðal annars fyrsti rithöfundurinn sem hlotið hef- ur Booker-verðlaunin tvisvar; fyrst fyrir Life & Times of Michael K árið 1983 og aftur árið 1999 fyrir Dis- grace. Tvær bóka hans hafa komið út í íslenskri þýðingu, Vansæmd (Dis- grace) og Barndómur (Boyhood). Óhætt er mæla með öllum þessum bókum. Þær eru hver annarri betri. Coetzee er með doktorspróf í málvísindum og rannsakaði hann verk Samuels Beckett í doktorsrit- gerð sinni. Hann hefur kennt ensku og bókmenntir í Bandaríkjunum, Suður-Afríku og Ástralíu samfara skrifum sínum. Þess má geta að um- sókn Coetzee um frambúðardvalar- leyfi í Bandaríkjunum, þar sem hann hafði lært og starfað um árabil, var hafnað árið 1971 vegna þess að hann hafði tekið þátt í mótmælagöngu gegn Víetnamstríðinu. Coetzee hef- ur búið undanfarin ár í Adelaide í Ástralíu og hefur tekið sér ástralskt ríkisfang. Eitt tækifæri til Þeir sem misstu af Coetzee í Nor- ræna húsinu og Iðnó á sunnudaginn fá eitt tækifæri enn til að sjá og heyra það sem þessi merki rithöfundur hefur að segja í Háskóla Íslands á morgun þar sem hann hyggst flytja fyrirlestur. Um nákvæmlega hvað hefur ekki verið kunngjört en fyrir- lesturinn fer fram í Aðalbyggingu skólans og hefst klukkan fjögur. vetrarhátíð Hægláti nóbelsverðlaunahafinn í frambjóðandafötunum Vansæmd Þessi magnaða saga Coetzees hefur nú verið endurútgefin í tilefni af komu höfundarins til Íslands. J.M. Coetzee rithöfundurinn flytur ávarp við setningarathöfn bókmenntahátíðar í reykjavík í fyrradag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.