Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Page 14
Seljavallalaug „Þetta er elsta uppistandandi sundlaug landsins og sú fyrsta þar sem kennt var skyldunám í sundi. Hún var byggð vorið 1923 af Ungmennafélaginu Eyfellingi en Björn J. Andrésson var aðal- hvatamaður fyrir byggingunni. Sundlaugin er inni í dal, alveg við rætur Eyjafjalls. Þeir sem komu að þessu voru greinilega mjög næmir fyrir umhverfinu því landslagið og byggingin verða eitt sem gerir þetta að mjög ljóðrænum og fallegum stað.“ þriðjudagur 11. september 200714 Arkitektúr DV Mávanes 4 „Þetta hús er eftir einn af mínum uppá- haldsarkitektum, Manfreð Vilhjálmsson. Mávanes 4 er að mínu mati ein af hans bestu byggingum. Hús Manfreðs, líkt og Högnu Sig- urðardóttur, eru mjög íslensk og laga sig vel að umhverfinu. Húsið var byggt árið1964.“ D V m ynd Stefán „Sumarhús eftir Studio Granda sem var byggt á árunum 2001 til 2003. Ég var á göngu á Þingvöllum fyrir tveim- ur árum og rambaði á þetta hús og varð alveg heilluð. Húsið fellur vel að lands- laginu og er á einhvern hátt viðkvæmt eins og gróðurinn og umhverfið í kring. Gluggarnir á húsinu ramma inn myndir af landslaginu. Húsið gerir enga tilraun til þess að keppa við umhverfið en það væri gaman ef öll sumarhús væru byggð með það í huga. Valhalla var tilnefnt til Mies van der Rohe- verðlaunanna.“ Valhalla Kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku DV mynd Stefán „Þetta er gott dæmi um að hægt er að nýta gömul hús og finna þeim ný hlutverk á fallegan hátt. Það sem eitt sinn var kartöflugeymsla er nú orðið að listasmiðju og galleríi.“ Eftir Kartöflugeymslurnar í Gilinu á Akureyri „Þessar gömlu kartöflugeymslur hýsa nú eina skemmtilegustu arkitektastofu landsins; Kollgátu. Þetta er gott dæmi um hvað hægt er að gera ef hugmyndaflug og sköpun eru not- uð við endurhönnun gamalla bygginga.“ Fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.