Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Page 32
Þjófur stal bíl sem átti að henda Eigandi bíls sem stolið var á Akureyri tilkynnti l�greglu um þjófnaðinn en lagði litla áherslu á að bíllinn fyndist. Ástæðan er einf�ld. Bíllinn er verðlaus og átti að henda honum. Eigandinn hafði afskráð bílinn og var á leið með hann í endurvinnslu þegar hann hvarf frá heimili manns- ins. Að s�gn varðstjóra hjá l�gregl- unni á Akureyri var bíllinn þó gang- fær og lagði eigandinn ekki mikla áherslu á að bíllinn fyndist. Fimmt- án þúsund krónur fást fyrir að fara með ónýta bíla til endurvinnslu. L�greglan fékk um helgina til- kynningar um innbrot í þrjá bíla og var stolið úr þeim geislaspilurum. Fj�gur systkin hafa stefnt sveitarfé- laginu Vogum fyrir að hafa tekið land þeirra ól�glega og nýtt það sem úti- vistarsvæði án þess að greiða fyrir það. Í gær var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjaness mál systkinanna gegn sveitarfélaginu. Að s�gn Hild- ar Sólveigar Pétursdóttur, l�gmanns systkinanna, tók bærinn landið ekki eignarnámi heldur gerðu sveitar- stjórnarmenn ráð fyrir útivistarsvæði í aðalskipulagi bæjarins sem fyrst tók gildi árið 1994. Skipulagið hefur hins vegar gengið í gegnum þó nokkrar breytingar síðan þá og var því breytt árið 2000, 2001 og nú síðast árið 2006. Í þessu skipulagi var gert ráð fyrir útivistarsvæði en þar sem systk- inin telja sig eiga landið vilja þau fá greiðslu eða bætur fyrir sem þau hafa ekki fengið. Svæðið sem um ræðir er í miðjum bænum á besta stað. Á svæðinu má ekki byggja en á því er tj�rn, g�ngu- stígar og bekkir en það er í heildina 6.970 fermetrar að stærð. Að s�gn Hildar liggur ekki fyrir hversu háar bætur systkinin vilja þar sem verð í bænum sé mj�g breytilegt frá ári til árs. Mikil uppbygging hefur verið í bænum undanfarin ár og hefur íbú- um fj�lgað t�luvert. Því má gera ráð fyrir að verðmæti landsins hafi auk- ist umtalsvert á undanf�rnum árum og komi til með að aukast enn frekar með meiri uppbyggingu. Hvað sem því líður telur Hildur að verðmætið hlaupi á tugum milljóna króna. Hún segir að sykstkinin myndu sætta sig við að bærinn tæki landið eign- arnámi og greiddi fyrir það viðun- andi bætur. Þessi ráðst�fun bæjar- yfirvalda í Vogum hefur valdið því að þau hafa ekki getað hagnýtt sér landið eins og þau hefðu annars getað gert. Málinu í gær var frestað til sátta- umleitana í þrjá mánuði og hafa málsaðilar tíma til 12. desember til að koma málum á hreint. Hildur seg- ir að systkinin muni gefa sér þessa mánuði til að ræða við bæjaryfirv�ld. Takist það ekki mun málið fara aftur fyrir dómstóla. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Voga, vildi ekki tjá sig um málið þeg- ar til hans var leitað við vinnslu þess- arar fréttar. einar@dv.is Guðleifur Sigurðsson byggingaverktaki horfir fram á fj�lda málsh�fðana frá eigendum íbúða sem telja eignir sín- ar stórlega gallaðar. Hann hefur þegar hlotið dóm fyrir slælegan frágang hús- eignar við Hólmasund í Reykjavík. Þá var hann dæmdur til að greiða húseig- anda bætur og málskostnað upp á 1,5 milljónir króna. Húsfél�g og íbúar í fj�lbýlishús- um sem Guðleifur reisti íhuga alvar- lega málsh�fðun gegn honum. Hús- in standa við Hólmasund, Reiðvað og Kristnibraut. Í �llum tilvikum eru íbúarnir ósáttir við galla á húsunum. Dæmi eru um að baðk�r halli þannig að vatn nái ekki að renna úr þeim og íbúar þurfa því að ausa úr þeim vatn- inu. Þá eru gólf mishæðótt og niðurf�ll ekki rétt frágengin. Óvönduð vinnubrögð Í fj�lbýlinu við Reiðvað eru 36 íbúð- ir. Fljótlega kom í ljós óánægja meðal íbúanna og þeir hafa leitað til l�gfræð- ings. Allir húseigendur í húsfélagi við Hólmasund 4–20 hafa sameinast um að h�fða mál gegn Guðleifi. Málið var þingfest í síðustu viku. Húseigendur við Kristnibraut 2–12 í Grafarholti vinna að því að taka sam- an atriði sem þeir telja tjón vegna frá- gangs. H�skuldur Jónsson, fyrrverandi forstjóri ÁTVR, er meðal íbúanna við Kristnibraut og staðfestir að þeir séu að kanna rétt sinn. „Eigendur hér eru að kanna sinn rétt og safna g�gnum í samráði við l�gfræðinga. Vandinn er sá að þessi mál taka langan tíma í úr- vinnslu og við eigum eftir að taka af- st�ðu til þess hvort við f�rum í mál. Ég myndi flokka þetta sem óv�nduð vinnubr�gð og það er alveg rétt að það er leiðinlegt að horfa upp á að menn komist endalaust upp með slíkt.“ Skemma fyrir sjálfum sér Fasteignasalan Eignamiðlun sér um s�lu allra eigna fyrir Guðleif. Þar reyndist erfitt að fá sv�r er blaðamaður gerði til þess tilraunir í gær. Guðleifur segist miður sín yfir óánægjunni. „Það er allt lagað sem beðið er um því mér þykir vænt um mína viðskiptavini. Að miklu leyti er þetta smotterí og sumir hlutir hafa ekkert með mína vinnu að gera. Ég laga allt sem ég er beðinn um. Ég hef ekki áður fengið svona óánægju á mig og mér finnst þetta leiðinlegt. Auðvitað getur alltaf komið fyrir að fólki finnist einhverjar sprung- ur eiga ekki að vera eða að einhverjir hlutir eigi að vera �ðruvísi en þeir eru. Mér finnst æran mikilvægari en aur- arnir og því geri ég allt til að laga hlut- ina. Ég held að fólk græði ekki mikið á því að auglýsa hús sín sem óm�guleg.“ þriðjudagur 11. sepdember 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttaSkot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Er ekki einmitt málið að halda vatninu í baðinu? BYGGINGAVERKTAKI Í ENDURTEKNUM DEILUM Kærumálin hanga yfir Guðleifi Sigurðssyni byggingaverktaka: Halda heim á leið Skemmtiferðaskipið Grand Princess er eitt síðasta skip sinnar tegundar sem kemur við í Reykjavík þetta árið. Prinsessan lagði úr höfn í gær og mættu síðustu ferðamennirnir í blálokin eftir að hafa kvatt land og þjóð. DV-MYND STEFÁN Systkin stefna sveitarfélaginu Vogum fyrir að taka jörð án greiðslu: Segja bæinn stela jörð þeirra Foreldrar földu líkið af Madeleine Madeleine litla McCann lést m�gulega af ofskammti lyfja, að því er kom fram í portúg�lskum dagbl�ðum í gær. Búist er við að l�greglan leggi fram g�gn sem sýna fram á að Kate McCann, móðir Madeleine, hafi gerst sek um manndráp af gáleysi með því að gefa dóttur sinni óvart of stóran skammt af róandi lyfjum. Portúgalska l�greglan segir að þáttur f�ðurins sé enn óljós en hann er talinn hafa að- stoðað við að fela lík barnsins. Madeleine sem er fj�gurra ára hvarf í maí. Girðingarefni stolið frá bónda Nokkrir óprúttnir aðilar gerðu sér lítið fyrir og stálu t�luverðu magni af girðingarefni frá Baugs- st�ðum, rétt austan við Stokks- eyri. Þjófnaðurinn uppg�tvaðist í gærmorgun þegar vinna við girðingarlagningu átti að hefjast. Þá kom í ljós að einhver hafði haft á brott með sér sex netar- úllur, nokkrar gaddavírsrúllur og staura. Að s�gn varðstjóra hjá l�greglunni á Selfossi er ekki vit- að hver eða hverjir voru að verki en notagildi þýfisins er mj�g takmarkað. Ljóst er að stóran bíl hefur þurft til verksins. Þeir sem geta gefið upplýsingar um þjófnaðinn eru beðnir um að hafa samband við l�gregluna á Selfossi. Taylor ákærður Nathaniel David Taylor, sem braut gegn farbanni og fór úr landi, verður ákærður fyrir líkamsárás gegn Haraldi Fossan. Eins og sagt var frá í DV í gær réðist Taylor, sem er starfs- maður Taylor‘s Tivoli Funland, á Harald með hnúajárni og sparkaði í h�fuð hans á meðan hann lá í g�tunni. Samkvæmt upplýsingum frá l�g- reglu mun rannsókn málsins senn ljúka. Ekki liggur enn fyrir hvort lýst verður eftir Taylor. Bjartsýnn á framhaldið Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður Félags íslenskra atvinnu- flugmanna, FÍA, segist bjartsýnn á að sættir náist á milli félagsins og Icelandair í deilum þeirra sem snú- ast að mestu um kjaramál. Fulltrúar félaganna hitt- ust í gær á fundi og hefur annar fundur verið ákveðinn í næstu viku. Jóhannes segist ekki gera ráð fyrir frekari t�fum á flugi Ice- landair. „Báðir deiluaðilar eru sammála um að þessi grundvallarágreiningur um forgangs- rétt til starfa verði útkljáður í næstu kjarasamningum. Fram að þeim tíma ætlum við að gera samkomulag sem setur málin í góðan farveg í bili.“ trauSti HaFSteinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is kristnibraut 2–12 Íbúar við Kristni- braut 2–12 í Grafarholti íhuga málsókn gegn byggingaverktakanum. Hið sama á við um íbúa við Reiðvað í Norðlingaholti og húsfélag við Hólmasund hefur þegar höfðað mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.