Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 4
sanna slíkar fullyrðingar, enda má sjálfsagt finna rök þeim til stuðn-
ings og votta með dœmum.
Þótt draga megi í efa göfugan tilgang pólitlskra samtaka með
útgáfu bókmennta- og menningarrita, mun þó menningunni minni hœtta
búin af þeirri starfsemi en annarri verri. Alkunnug eru dœmi um ópólitísk
samtök eða fyrirtœki, sem notuð eru í pólitískum tilgangi leynt og Ijóst,
og eru slík fyrirtœki eða samtök einmitt oft og tiðum einna aðsópsmest
á sviði bókmennta og menningarmála. Menningunni stafar minni hœtta
af þeim, sem koma til dyranna eins og þeir eru klœddir, en hinum, er
dyljast undir skrautnöfnum.
Þótt rit þetta sé gefið út af stjórnmálasamtökum, munum við
ekki hirða um að standa í dœgurþrasi stjórnmálabaráttunnar, heldur
leggja megináherzlu á efni menningarlegs eðlis. Við munum ekki draga
höfunda l dilka eftir pólitískum litarhætti. Við munum hvorki gera
mönnum upp skoðanir né sniðganga sjónarmið þeirra, sem við kunnum
að vera ósammála. Við munum leitast við að gœta frjálslyndis.
Um útgáfu ritsins getum við verið fáorðir. Ákveðin er útgáfa
tveggja hefta á þessu ári, og mun hið síðara koma út í septemberlok, og
verður það jafnstórt þessu. Rætt hefur verið um, að Dagskrá komi út
ársfjórðungslega næsta ár, ef viðtökur verða sœmilegar.
Sízt kemur okkur í hug, að tilkoma nýs tlmarits verði talin til
stórmerkja í öllu þvi flóði prentmáls, sem nú streymir yfir landslýðinn.
Og margt bókmennta- og menningarritið hefur liðið undir lok á síðustu
árum, án þess að héraðsbrestur yrði. Að sinni munum við ekki draga
litríka fána að húni eða birta langar stefnuskrár um evangeliska baráttu
gegn óvinum menningarinnar í fjörrum heimshornum. En við viljum
leitast við að leggja fremur þeim málefnum lið, er miða að því að lyfta
mannkindinni til betra lifs, en hinum, er til ófremdar horfa. Við óskum
eftir liðsinni þeirra manna, sem hyggja fram og upp á við, um hina
hirðum við hvergi, sem kyrrstöðu kjósa eða snúa norður og niður.
Með þeim hug sendum við Dagskrá frá okkur.
ÓLAFUR JÓNSSON SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
2
DAGSKRÁ