Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 14

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 14
veit ekki hvað kom mér til að tala svona við þig núna — kannski — já kannski var það bara öfund. ÁRMANN — Ekki þó öfund út í mig? STEFÁN — Jú einmitt út í þig af því að þú ert heill en ég er alltaf klofinn og upp á móti sjálfum mér — ég skil ekkert í mér. ÁRMANN — Ég hef alltaf treyst þér, Stebbi — þú tókst alltaf svari mínu þegar ég stamaði og strákarnir stríddu mér. STEFÁN — Við erum gamlir og góðir vinir — því getur ekkert breytt. ÁRMANN — Nei — áreiðanlega ekkert (tek- ur upp flösku). STEFÁN — Hvað ertu með? ÁRMANN — Bara svolítið hvítvín (sýpur á). Vilt þú? (réttir honum). STEFÁN — Nei takk — en fyrir alla muni láttu ekki Gretu sjá flöskuna. ÁRMANN — Neinei. STEFAN — Veiztu mér finnst oft að það sé ekki samboðið mér að fórna mér svona í bankanum — einhvernveginn — ég Iít svo stórt á mig. — ÁRMANN — Já hef ég ekki alltaf sagt við þig að þú létir kviksetja þig . STEFÁN — En þó veit ég að ég slepp aldr- ei úr honum — því að þeir sem einu sinni hafa undirgengizt reglur bankans og játazt öllu systeminu sleppa þaðan aldrei nema í líkkistu, eins og hann Valdimar. ÁRMANN — Það er ekki satt — þú átt eftir að vera kvittur við bankann. STEFÁN — Nei — ég er of skuldbundinn honum. ÁRMANN — (með flöskuna). Vitleysa, við förum austur saman — við tveir og við fáum samkomuhúsið og þú leikur lögin mín og fóstra gamla skal fá að heyra . . . (umgangur heyrist, St. kippist við). STEFÁN — Uss — það er einhver að koma. Ég hitti þig eftir jarðarförina og þá göngum við frá þessu með píanóið — hafðu engar áhyggjur. ÁRMANN — (stendur upp) Þakka þér fyrir. STEFÁN — Hún er að koma. ÁRMANN — Allt í lagi — ég skal læðast (fer). GRETA — (kemur inn og litast um). Nú er hann farinn? Honum hefur legið meira á en venjulega. (St. situr djúpt hugsandi) Því svarar þú ekki? STEFÁN — Hverju á ég að svara? GRETA — Þú gætir að minnsta kosti opnað gluggann — það er svo mikil ólykt eftir hann. (St. stendur upp og opnar glugga). GRETA — Hvaða lykt er þetta eiginlega? STEFÁN — Ég finn enga lykt. GRETA — Nei — þú notar aldrei skilningar- vitin þegar Ármann hefur verið í nám- unda við þig. — Var hann að biðja þig að skrifa upp á víxil fyrir sig? STEFÁN — (hristir höfuðið). Neinei. GRETA — Það má mikið vera — en hérna er fáninn. Ég er búin að strjúka yfir hann (Gr. fær St. fánann). GL. KONA — (gamla konan móðir Gretu kemur inn. Hún er fornlega klædd og kölkuð fyrir aldur fram). — Góðan dag- inn, börnin mín. ÞAU BÆÐI — Góðan daginn. STEFÁN — Þú hefur sofið vel í nótt, tengda- mamma, úr því að þú kemur ekki fyrr á fætur. GL KONA — Blessaður vertu mér kom ekki dúr á auga fyrr en undir morgun, ég get aldrei vanizt þessum hljóðum í ískápnum. GRETA — Já það er skömm að því að hafa hann inni hjá þér — en ef við fáum nú lóðarleyfi og getum byggt — (gengur að símanum). GL. KONA — En hvað eruð þið að gera við fánann? GRETA — (í símanum, óþolinmóð). Ó mamma, þú ert búin að heyra það þúsund sinnum. Það á að jarða hann Valdimar í dag — já halló — já hafið þið til ýsu — glænýja . . . GL. KONA — (við St.). Og þú ferð þá ekki í bankann? STEFÁN — Nei — hann er lokaður fram að hádegi (lítur á armbandsúrið) já ég verð að fara tygja mig. 12 DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.