Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 14
veit ekki hvað kom mér til að tala svona
við þig núna — kannski — já kannski
var það bara öfund.
ÁRMANN — Ekki þó öfund út í mig?
STEFÁN — Jú einmitt út í þig af því að
þú ert heill en ég er alltaf klofinn og
upp á móti sjálfum mér — ég skil ekkert
í mér.
ÁRMANN — Ég hef alltaf treyst þér, Stebbi
— þú tókst alltaf svari mínu þegar ég
stamaði og strákarnir stríddu mér.
STEFÁN — Við erum gamlir og góðir vinir
— því getur ekkert breytt.
ÁRMANN — Nei — áreiðanlega ekkert (tek-
ur upp flösku).
STEFÁN — Hvað ertu með?
ÁRMANN — Bara svolítið hvítvín (sýpur
á). Vilt þú? (réttir honum).
STEFÁN — Nei takk — en fyrir alla muni
láttu ekki Gretu sjá flöskuna.
ÁRMANN — Neinei.
STEFAN — Veiztu mér finnst oft að það sé
ekki samboðið mér að fórna mér svona í
bankanum — einhvernveginn — ég Iít svo
stórt á mig. —
ÁRMANN — Já hef ég ekki alltaf sagt við
þig að þú létir kviksetja þig .
STEFÁN — En þó veit ég að ég slepp aldr-
ei úr honum — því að þeir sem einu
sinni hafa undirgengizt reglur bankans og
játazt öllu systeminu sleppa þaðan aldrei
nema í líkkistu, eins og hann Valdimar.
ÁRMANN — Það er ekki satt — þú átt
eftir að vera kvittur við bankann.
STEFÁN — Nei — ég er of skuldbundinn
honum.
ÁRMANN — (með flöskuna). Vitleysa, við
förum austur saman — við tveir og við
fáum samkomuhúsið og þú leikur lögin
mín og fóstra gamla skal fá að heyra . . .
(umgangur heyrist, St. kippist við).
STEFÁN — Uss — það er einhver að koma.
Ég hitti þig eftir jarðarförina og þá
göngum við frá þessu með píanóið —
hafðu engar áhyggjur.
ÁRMANN — (stendur upp) Þakka þér fyrir.
STEFÁN — Hún er að koma.
ÁRMANN — Allt í lagi — ég skal læðast
(fer).
GRETA — (kemur inn og litast um). Nú er
hann farinn? Honum hefur legið meira
á en venjulega. (St. situr djúpt hugsandi)
Því svarar þú ekki?
STEFÁN — Hverju á ég að svara?
GRETA — Þú gætir að minnsta kosti opnað
gluggann — það er svo mikil ólykt eftir
hann. (St. stendur upp og opnar glugga).
GRETA — Hvaða lykt er þetta eiginlega?
STEFÁN — Ég finn enga lykt.
GRETA — Nei — þú notar aldrei skilningar-
vitin þegar Ármann hefur verið í nám-
unda við þig. — Var hann að biðja þig
að skrifa upp á víxil fyrir sig?
STEFÁN — (hristir höfuðið). Neinei.
GRETA — Það má mikið vera — en hérna
er fáninn. Ég er búin að strjúka yfir
hann (Gr. fær St. fánann).
GL. KONA — (gamla konan móðir Gretu
kemur inn. Hún er fornlega klædd og
kölkuð fyrir aldur fram). — Góðan dag-
inn, börnin mín.
ÞAU BÆÐI — Góðan daginn.
STEFÁN — Þú hefur sofið vel í nótt, tengda-
mamma, úr því að þú kemur ekki fyrr
á fætur.
GL KONA — Blessaður vertu mér kom ekki
dúr á auga fyrr en undir morgun, ég get
aldrei vanizt þessum hljóðum í ískápnum.
GRETA — Já það er skömm að því að hafa
hann inni hjá þér — en ef við fáum nú
lóðarleyfi og getum byggt — (gengur að
símanum).
GL. KONA — En hvað eruð þið að gera við
fánann?
GRETA — (í símanum, óþolinmóð). Ó
mamma, þú ert búin að heyra það þúsund
sinnum. Það á að jarða hann Valdimar
í dag — já halló — já hafið þið til ýsu
— glænýja . . .
GL. KONA — (við St.). Og þú ferð þá ekki
í bankann?
STEFÁN — Nei — hann er lokaður fram að
hádegi (lítur á armbandsúrið) já ég verð
að fara tygja mig.
12
DAGSKRÁ