Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 53
Tónleikar nr. 2 voru haldnir í Dóm-
kirkjunni. Því miður átti undirritað-
ur ekki annars kost en heyra þeim
útvarpað, og eru því varla tök á að
ræða þá á þessum blöðum. Þó mætti
benda á sónötu Þórarins Jónssonar
(orgel), sem mjög þokkalega samið
verk í gömlum stíl. Hins vegar má
deila um gildi þess sem sónötu, jafn-
vel þó allur fjárinn hafi sosum verið
nefndur „sónata fyrir orgel“.
Og þá er komið að lokatónleikun-
um, sem voru leiknir af sinfóníu-
hljómsveitinni undir stjórn þess mæta
manns, Olafs Kiellands.
Ekki minnist undirritaður sundur-
lausari tónleika né minna spennandi
samkomu en þarna var uppsett í
Þjóðleikhúsinu þetta annars yndislega
vorkvöld 30. apríl. Það eru svo ótta-
lega margir skuggabaldar, sem álíta
að þeir geti hulið ótótlega nekt sína í
glaumi gjallandi lúðra eða ruddalega
börðum pákum. Veslingar, vitið þið
ekki, að því hærra sem þið látið, þeim
mun augljósari er andleg eymd ykk-
ar?
Fyrst skal frægan telja Skúla Hall-
dórsson. Sog hans er eitthvert inni-
haldslausasta og leiðinlegasta verk
sinnar tegundar, sem undirritaður
man eftir í bili. Fyrir utan að hug-
myndin er hreinlega stolin frá Sme-
tana, er öll lag- og hljómræn bygging
með slíkum endemum, að það eitt
getur réttlætt, að verkið verði tekið
sem kennsla í hvernig ekki á að skrifa
tónlist. Nú, og kannske hefur það
einmitt verið meining höfundar.
Þá er óskiljanlegt, hvaða erindi
Canzone og Vals Helga Pálssonar
eiga á alvarlega tónleika.
Já, eina glimtið fyrir hlé var
„Draumur vetrarrjúpunnar“ eftir Sig-
ursvein D. Kristinsson. Þrátt fyrir
mjög augljósa erfiðismuni við að
koma hugsun sinni í skýrt form. finn-
ur maður, að á bak við býr heiðar-
legur persónuleiki og gott hjartalag.
Á lög Páls ísólfssonar (Fyrr var
landið fjötrað hlekkjum og Heimir)
er varla þorandi að minnast, en til-
brigði Árna Björnssonar eru líklega
samin undir handleiðslu ensks kontra-
púnktíkers.
Eina verkið á tónleikunum (og
kannske á allri hátíðinni), sem bar á
sér virkilegan menningarblæ, var
„Sinfonietta seriosa“ Jóns Nordals.
Þrátt fyrir ýmsa smágalla, svo sem
tengibrýrnar á milli þáttanna (sem
munu raunar vera af annarlegum
toga spunnar), er verkið heilsteypt að
byggingu og hugkvæmnin í meðferð
hljóðfæranna svo skemmtileg, að það
liggur við, að það nægi hinu bram-
boltinu á hátíðinni sem afsökun.
Að öllu fögru má geta sönglaga
Jóns Leifs, Vögguvísu og Máninn líð-
ur (Jóh. Jónss.), enda naut þar við
einsöngs Kristins Hallssonar og var
hann í einu orði sagt stórkostlegur.
Seinasta verkið á hátíðinni var ís-
landsforleikurinn eftir Jón Leifs. Verk
þetta er samið á mjög tilbreytingar-
lausan hátt yfir nokkur þjóðlög. Þó
að vissulega örli á einstöku stað á
nokkuð sérkennilegum rithætti, næg-
ir það hvergi til að bera verkið uppi.
Rómantískt viðhorf höfundar til sögu
og listar er óinteressant og varla til
annars fallið en að skemmta gamal-
OAGSKRÁ
51