Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 53

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 53
Tónleikar nr. 2 voru haldnir í Dóm- kirkjunni. Því miður átti undirritað- ur ekki annars kost en heyra þeim útvarpað, og eru því varla tök á að ræða þá á þessum blöðum. Þó mætti benda á sónötu Þórarins Jónssonar (orgel), sem mjög þokkalega samið verk í gömlum stíl. Hins vegar má deila um gildi þess sem sónötu, jafn- vel þó allur fjárinn hafi sosum verið nefndur „sónata fyrir orgel“. Og þá er komið að lokatónleikun- um, sem voru leiknir af sinfóníu- hljómsveitinni undir stjórn þess mæta manns, Olafs Kiellands. Ekki minnist undirritaður sundur- lausari tónleika né minna spennandi samkomu en þarna var uppsett í Þjóðleikhúsinu þetta annars yndislega vorkvöld 30. apríl. Það eru svo ótta- lega margir skuggabaldar, sem álíta að þeir geti hulið ótótlega nekt sína í glaumi gjallandi lúðra eða ruddalega börðum pákum. Veslingar, vitið þið ekki, að því hærra sem þið látið, þeim mun augljósari er andleg eymd ykk- ar? Fyrst skal frægan telja Skúla Hall- dórsson. Sog hans er eitthvert inni- haldslausasta og leiðinlegasta verk sinnar tegundar, sem undirritaður man eftir í bili. Fyrir utan að hug- myndin er hreinlega stolin frá Sme- tana, er öll lag- og hljómræn bygging með slíkum endemum, að það eitt getur réttlætt, að verkið verði tekið sem kennsla í hvernig ekki á að skrifa tónlist. Nú, og kannske hefur það einmitt verið meining höfundar. Þá er óskiljanlegt, hvaða erindi Canzone og Vals Helga Pálssonar eiga á alvarlega tónleika. Já, eina glimtið fyrir hlé var „Draumur vetrarrjúpunnar“ eftir Sig- ursvein D. Kristinsson. Þrátt fyrir mjög augljósa erfiðismuni við að koma hugsun sinni í skýrt form. finn- ur maður, að á bak við býr heiðar- legur persónuleiki og gott hjartalag. Á lög Páls ísólfssonar (Fyrr var landið fjötrað hlekkjum og Heimir) er varla þorandi að minnast, en til- brigði Árna Björnssonar eru líklega samin undir handleiðslu ensks kontra- púnktíkers. Eina verkið á tónleikunum (og kannske á allri hátíðinni), sem bar á sér virkilegan menningarblæ, var „Sinfonietta seriosa“ Jóns Nordals. Þrátt fyrir ýmsa smágalla, svo sem tengibrýrnar á milli þáttanna (sem munu raunar vera af annarlegum toga spunnar), er verkið heilsteypt að byggingu og hugkvæmnin í meðferð hljóðfæranna svo skemmtileg, að það liggur við, að það nægi hinu bram- boltinu á hátíðinni sem afsökun. Að öllu fögru má geta sönglaga Jóns Leifs, Vögguvísu og Máninn líð- ur (Jóh. Jónss.), enda naut þar við einsöngs Kristins Hallssonar og var hann í einu orði sagt stórkostlegur. Seinasta verkið á hátíðinni var ís- landsforleikurinn eftir Jón Leifs. Verk þetta er samið á mjög tilbreytingar- lausan hátt yfir nokkur þjóðlög. Þó að vissulega örli á einstöku stað á nokkuð sérkennilegum rithætti, næg- ir það hvergi til að bera verkið uppi. Rómantískt viðhorf höfundar til sögu og listar er óinteressant og varla til annars fallið en að skemmta gamal- OAGSKRÁ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.