Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 29
með tannholdið. Þá gerðist það, skyndilega
og fyrirvaralaust sem jafnan fyrr, og hann
var farinn að venjast, að honum þótti sem
hugur sinn allur gengi úr skorðum og vagg-
aðist sitt á hvað, líktog efsti baggi á hlaða
sem kcminn er að því að kollsteypast. Snögg-
lega greip hann til þess ráðs, sem hann hafði
notazt við vikum saman til að koma sér í
samt lag aftur: þrýsti höndum fast að gagn-
augunum. Þannig hélt hann þeim um stund.
Hár hans var óhreint, og honum var ekki van-
þörf á klippingu. Þrisvar eða fjórum sinnum
hafði hann þvegið hárið þær tvær vikur sem
hann dvaldist á spítalanum í Frankfurt am
Main, en svo hafði það orðið óhreint að nýju
á langri og rykugri heimleiðinni í jeppanum
til Gaufurt. Z liðþjálfi, sem hafði sótt hann
á spítalann, ók enn jeppa sínum á stríðstíma
vísu hvað það snerti, að hann lét skjólrúðuna
jafnan Iiggja framá vélarhúsið; einsþótt
vopnahlé væri. Nýir hermenn voru komnir
til Þýzkalands í þúsundatali. Með því að aka
þannig á stríðstímavísu, með skjólrúðuna
niðri, vonaðist Z liðþjálfi til að geta sýnt
þeim, að hann væri ekki einn úr þeirra hópi;
að hann væri svo sannarlega enginn nýliða-
veifiskati í röðum hersins.
Þegar X sleppti takinu um höfuð sér, tók
hann að stara á skrifborðsplötuna, er var safn-
þró að minnsta kosti tuttugu óupprifinna
sendibréfa og ekki færri en sex óopnaðra
böggla, sem allt bar utanáskrift hans sjálfs.
Hann teygði sig afturyfir dyngjuna og greip
bók sem lá uppivið vegginn. Það var rit eftir
Göbbels, er nefndist „Die Zeit Ohne Beispiel".
Það hafði verið í eigu þrjátíu cg átta ára
gamallar og ógiftrar dóttur hjónanna, sem
búið höfðu í húsinu þartil fyrir nokkrum vik-
um. Stúlka þessi hafði haft með höndum
minniháttar starf hjá Nazistaflokknum, en þó
nógu mikilvægt til þess að hún lenti á lista
þeirra sem sjálfsagt var að handtaka sam-
kvæmt herlögum. X hafði sjálfur handtekið
hana. í þriðja skipti fráþví hann kom heim
úr spítalanum þennan dag, opnaði hann nú
bók stúlkunnar og las stutta áletrunina á
saurblaðinu. Skrifuð með bleki, á þýzku,
smárri örvæntingarfullri og þó hreinskilinni
rithendi, stóðu þessi orð: „Góði guð, lífið er
víti.“ Hér var enga slóð að rekja, hvorki að
né frá. I einmanleika sínum á blaðsíðunni og
óheilnæmri grafkyrrð herbergisins virtust orð-
in taka á sig feiknamynd óvefengjanlegrar á-
kæru, alltaðþví sígildar. Drjúga stund horfði
X á blaðsíðuna og reyndi með erfiðismunum
að verða ekki fyrir áhrifum, á nokkum hátt.
Með stórum meiri ákefð en hann hafði látið
í ljós vikum saman, greip hann síðan blýants-
stúf og skrifaði neðanundir áletrunina, á
ensku: „Feður og lærimeistarar, ég hugleiði:
hvað er víti? Ég staðhæfi, að það sé sú kvöl
að vera ekki fær um að elska.“ Hann var í
þann veg að skrifa nafn Dostojevskis undir
orðin, en sá þá — sér til slíkrar skelfingar,
að hríslaðist um hann allan — að það sem
hann hafði skrifað var nánast ólesanlegt með
öllu. Hann skellti aftur bókinni.
I fljótheitum greip hann til einhvers ann-
ars af þvísem á borðinu lá; það var bréf frá
eldri bróður hans í Albany. Það hafði legið
á borði hans þegar áðuren hann lagðist á
spítalann. Nú opnaði hann umslagið, hálf-
vegis ákveðinn í að Iesa bréfið allt, en las
ekki nema fyrri helming fremstu síðu. Hann
nam staðar eftir orðin „Þegar nú þessu bölv.
stríði er lokið, og þú hefur að líkindum nægan
tíma þarnasem þú ert, hvað segirðu um að
senda krökkunum fáeina byssustingi eða haka-
krossa . . .“ Er hann hafði rifið það í tætlur,
horfði hann á sneplana hvar þeir lágu í papp-
írskörfunni. Hann sá þá, að sér hafði yfir-
sézt hjálögð ljósmynd með bréfinu. Hann gat
greint fætur einhvers, sem stóð á grasbala.
Hann lagði handleggina uppá borðplötuna
og studdi höfðinu framá þá. Hann kenndi til
frá hvirfli til ilja; fjöldi aumra bletta virtist
renna í eina heild. Hann var ekki ósvipaður
jólatré, reifuðu rafljósasamstæðu, sem öll hlyti
að slokkna ef eitt kertið bilaði.
Hurðinni var hrundið upp, ánþess barið
hefði verið að dyrum. X lyfti höfðinu, leit
við og sá hvar í dyrunum stóð Z liðþjálfi.
Z liðþjálfi hafði verið jeppafélagi Xs og stöð-
DAGSKRÁ
27