Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 61

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 61
En þá er spurningin hvort nokkur hirðir um svo ágæta unglinga, hvort gleðisögurnar og glæpamálin, dægur- lagajaplið og jórturtuggan eiga ekki óskiptan hug alls meirihluta hinnar uppvaxandi kynslóðar á íslandi og jafnvel þeirra einnig er eiga að heita vaxnir úr grasi. Á stundum kann að virðast að svo sé, og margur hefur haldið þeirri skoðun fram af móði og stutt hana gildum rökum. Samt skul- um vér vona að svarið við þessari spurningu verði, nú og framvegis, hreint og afdráttarlaust nei. Árið 1956 mun bókaútgáfa á íslandi hafa fallið í svipaðan farveg og árin næstu þar á undan. Nokkrir kunnir og ágætir höfundar gáfu út ný verk og bættu svo alin við frægð sína, ýmsir miður kunnir og síður ágætir gáfu einnig út og stóðu í stað eða miðaði nokkuð á leið eins og gengur — og náttúrlega voru prentuð einhver lif- andis feikn af útlendum hégóma í ómerkilegum þýðingum og innlendu blaðri, ekki síður andlausu og ómerki- legu. Þetta er nú allt saman gott og blessað. Víst er gott að fá í hendur ný og góð verk eftir góðkunna höf- unda — en hitt er þó forvitnilegra að hlera eftir andardrætti hinnar ungbornu tíðar, reyna að finna þann sem koma skal. En hljómaði þá raust spámannsins 1956, gall hann við af slíkum móði að sagt yrði undandrátt- arlaust: hér er maðurinn kominn heill og alskapaður? Æinei, lúðurkall hins stóra anda hljómaði aldrei að eyrum vorum það árið — þótt ýmsir næðu góðum tón- um úr pípu sinni og skæru sig svo úr margbreytilegum sóni smælingjanna. Það er gömul saga að bókmennta- starf er vanþökkuð iðja á íslandi, rit- menn mega flestir lepja dauðann úr skel ævilangt og eru svo huslaðir í horni — gott ef ekki utangarðs — þegar öndin silast loksins úr vitum þeirra. Að vísu má finna dæmi um verkmenn er lömdu grjót liðlangan dag alla ævi og sátu svo uppi á nótt- um og ortu ódauðleg ljóð, en slíkt heyrir víst undantekningum til og er ekki algild regla. Efnalegt öryggi er undirstaða að farsælu starfi listamanns engu síður en annarra manna. Hitt afsannar ekkert að finna má dæmi ungra manna sem búa við þægindi og góð kjör en koma engu í verk þótt allir séu af vilja gerðir. Þar er það andinn sem bregzt en ekki efnin. Því er þessi saga rifjuð upp að nú er skammt um liðið síðan lokið var úthlutun listamannalauna. Þar fá listamenn deildan skerf sinn og skammt, þar sjá þeir, og landsmenn allir, hvers ríkisvaldið metur þá og þjónustu þeirra í beinhörðum pening- um. Viturlega er að verið: flestir þeir sem einhvers þurfa með fá hungurlús eða alls ekkert, hinir sem betur eru stæðir fá ríflegri sjóð. — Hér gefst ekki tóm til að ræða úthlutina svo sem hún annars verðskuldar. Auðsætt virðist að sami háttur og verið hefur verði ekki hafður lengi enn um hana, svo óánægðir sem allir eru orðnir er hlut eiga að máli, og skal hér að Iok- um minnt á tvö meginsjónarmið er taka verður til greina í framtíðinni: í fyrsta lagi: Ótækt er að rugla sam- an styrkjum til ungra og efnilegra listamanna og heiðursvotti til viður- kenndra afreksmanna. í öðru lagi: dagskrá 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.