Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 50
sagðir verstu pörupiltar, en væri gefiS í
skyn, að strákur ætti óhægt um nám
vegna gáfnaskorts, ætlaði allt af göflun-
um að ganga.
Þar sem slík afstaða ríkir gagnvart
gáfum, er eðlilegt, að góður jarðvegur
myndist fyrir alls konar Snoddasa, sem
ganga fram fyrir fólk með sigurbros van-
þekkingarinnar á vörum: — Svona er ég
fæddur, guð gaf mér þessa gáfu. Er ekki
raulið mitt stórkostlegt?
Fyrir fáu er borin meiri fyrirlitning á
íslandi en eljusemi. Menn eiga helzt að
stökkva alvæddir inn í veröldina. Vera
talandi skáUl og bornir snillingar. Ég hef
séð alls konar gáfnasnakka fýla grön
yfir glöggskyggnum vísindamönnum og
mikilhæfum stjórnmálamönnum á þeirri
forsendu, að þeir puðuðu við störf sín. Það
að vera puðari þykir einstaklega snautlegt
fyrirbæri á okkar landi gáfumanna og
fæddra snillinga.
Það, sem er átakanlegast við íslenzkt
snobberí, er virðingarleysið fyrir vinnu og
eljusemi. Því að vinnan, puðið að við-
fangsefninu, er það, sem líklegast er til
árangurs, hvort sem menn fást við list-
sköpun, vísindi eða búskap.
Nú er það ekki svo að skilja, að snilli-
gáfan sé ekki allrar virðingar verð. En í
hverri mynd, sem slík gáfa er, þarf hún
jafnan við þjálfunar og menntunar. Og í
þeim sökum getur ekkert komið í stað
þrotlausrar vinnu og erfiðis,
Við eigum ótal Snoddasa. Menn með
einhverja æð, einhvern neista. Úr þess-
um mönnum gæti vafalaust eitthvað orð-
ið, ef þeir heiðarlega gerðu sér grein fyrir
því, að þeir komast ekkert án erfiðis. En
snobbið fyrir gáfunum, snobbið fyrir nátt-
úrubarninu Snoddasi, hvort sem hann
fæst við að skrifa sögur eða syngja, stend-
ur í vegi fyrir þroska þessara manna.
o o o
Að snobba fyrir því, sem háleitt er,
getur aldrei orðið mjög hættulegt. Það
kann að orka broslega, en það drepur ekk-
ert niður. Hitt, snobberíið fyrir þekking-
arleysinu og kákinu, snobberíið fyrir hinu
óvitandi náttúrubarni, fyrir Snoddasi, get-
ur orðið býsna skeinuhætt.
Untergang des Abendlandes?
Félag var stofnað í Reykjavík s.l. vet-
ur. Það hlaut nafnið Frjáls menning.
Heiðursforseti þess er Gunnar Gunnars-
son rithöfundur, en formaður er Tómas
Guðmundsson skáld.
Menningin og meyjarnar
mittisgrönnu
Aldrei fegurri en í ár.
Það hefur verið mikið um dýrðir í
Reykjavík síðustu daga. Fólkið hefur
streymt suður í Vatnsmýri. Tindilfættar
hispursmeyjar hafa skokkað við hliðina
á fertugum piparsveinum með glóð í aug-
um. Mergðin hefur gengið í öldum og eft-
irvæntingin ljómað á hverri brá.
Hver stórmerki hafa verið framin þar
í votlendinu? Hverjir hafa segulmagnað
svo hugi stúlkubarna sem meykarla?
ísland hefur eignazt drottning.
í þann mund, er sólin hækkar göngu
sína vetur hvern, birtist áferðarmikil aug-
lýsing frá einhverjum hugsjónamönnum,
sem gera sér af því gróðalind að sýna á
palli um tug eintaka af kvenlíkömum.
Allt fer þetta fram með konunglegri
reisn, enda sæmir ekkl annað titlinum,
sem fórnarlömbin hljóta. Hugsjónamenn
senda erindreka sina hús úr húsi. HeiII
sérfræðingur, sem hefur fengið af sér
mynd í dönsku blaði, mælir og vegur.
Meyjablómi íslands skal krýnast.
Svo er seldur aðgangurinn. Þúsundirn-
ar f júka. Hundraðkallarnir streyma í vasa
Tívólístjórans. ísland skal eignast drottn-
ing.
Mottó dagsins: Aldrei fegurri en í ár.
Meykarlar kippast við. Mergðin streymir
suður undir flugvöll. Frá örófi alda hef-
ur fegurðin á íslandi aldrei eignazt ann-
an eins þénara og Tívólístjórann.
Verðlaunin glampa. Heimskepppni —
Evrópusigling — Langaf jara — Hollywood
Skotsilfur að vild.
ísland eignast drottning.
Lúðrar eru þeyttir. Gjörvöllum lýð skal
48
DAGSKRA