Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 11
AGNAR ÞORÐARSON:
Tvö atriði
úr nýju leikriti
Leikritið gerist á forsviði og baksviði.
Forsviðið er nöturleg kaffistofa ein-
hversstaðar nákegt höfninni. Baksviðið
er dagstofa á heimili Stefáns banka-
ritara.
Sefán er maður á fertugsaldri, mik-
ill unnandi hljómlistar og góður píanó-
leikari. Æskuvinur hans er Ármann,
óreglusamt tónskáld, sem frúin, Greta,
má hclzt ekki sjá á heimili þcirra.
Fjórða atriði gerist að morgni dags.
Stefán hefur verið að búa sig til að
vera við jarðarför starfsbróður síns úr
bankanum, en notar teekifcenð til að
grípa í píanóið meðan Greta hefur vik-
ið sér frá. Hann situr við píanóið og
leikur einfalt stef eftir Armann vin
sinn.
Andartaki síðar sést Ármann gtegjast
inn i stofuna og skima í kringum sig.
Hann er listamannslegur og stielir sýni-
lega útlit Schuberts. Hann leeðist að
Stefáni og slcer taktinn tilgerðarlega
með handleggjum og höfði. Stefán
verður var við að einhver er fyrir aft-
an hann, heldur að það sé Greta, kipp-
ist við, hcettir og litur upp.
Agnar Þórðarson
FJÓRÐA ATRIÐI
STEFÁN — (léttir viS að sjá að það er Ár-
mann tónskáld). Nú ert það þú — ég
hélt það væri Greta.
ÁRMANN — Dyrnar voru opnar fram svo
ég_. . .
STEFÁN — Auðvitað (leikur).
ÁRMANN — Hvernig finnst þér það?
STEFÁN — jú — ég er farinn að kunna við
það (leikur og Ármann hlustar af inni-
legri hrifningu).
ÁRMANN — Lýriskt — bara nógu lýriskan
áslátt.
STEFÁN — (leikur).
ÁRMANN — (þegar St. er búinn með stef-
ið). En veiztu — þeir komu í morgun
til að taka píanóið.
STEFÁN — Píanóið. En varstu ekki búinn
DAGSKRÁ
9