Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 9
reyndar íri þó hann skrifi frönsku.
Eg hef fylgzt með honum frá byrjun,
og nú keypti ég nýjasta verk hans,
Fin de Partie. Hann kemur á óvart.
Mér finnst heldur gaman að En att-
endant Godot, það er gáfulegt og
skemmtilegt á sinn hátt, bráðfyndið
með köflum. Beckett er fullur af
gamlatestamentislegri svartsýni eða
réttara sagt svartagallsrausi, sem
minnir á Prédikarann eða Jobsbók
eða harmagrát Jeremíasar. Viðhorf
hans er sérkennandi fyrir kaþólskan
mann sem hefur misst trúna; hann er
fullur af gremju og leiðindum yfir
þessari missu. Guð er svín, segir
hann. Þetta gæti guðleysingi, trúleys-
ingi eða mótmælandi aldrei sagt. Þá
má nefna ungu stúlkuna sem lenti í
bílslysinu um daginn — Francoise
Sagan. Hún er ágætisstúlka, Bonjour
Tristesse alveg einstakt verk. Svona
höfundur gæti hvergi komið fram
nema í París, hún hefur sprottið her-
klædd úr franskri hefð eins og Pallas
Aþena úr höfði Seifs. Bonjour Trist-
esse var víst þýdd á íslenzku og köll-
uð Sumarást — titillinn einn gefur
auga leið hvernig þýtt er. Það er eins
og maðurinn hafi skipt á glóandi gull-
dúkati og þvældum einnar krónu-
seðli. Með þessu lagi er hægt að drepa
allar bókmenntir.
o o o
— Leyfist að spvrja hvort þér séuð
nokkuð farnir að sinna nýju verki?
— Nei, ég hreyfi ekki blek. Síðan
ég lauk Brekkukotsannál hef ég verið
í útlöndum mestan part. Auk þess
hef ég aldrei löngun til að byrja
strax aftur að verki loknu; manni
finnst maður hafa skrifað sig til
skrattans og vill ekki koma nálægt
bleki — dettur jafnvel í hug að fara
á síld.
Annars er ég oft að velta því fyrir
mér livar það fólk leynist sem nenn-
ir að lesa þessar skáldsögur sem mað-
ur er að skrifa. Skáldsögur eru ágæt-
ar ef maður fær kvef eða lendir í
ferðalögum eða annarri ógæfu. hvað
þá ef maður fær langvarandi bron-
kitis og þarf að fara á hæli. En ég
veit svei mér ekki hvar skáldsagna-
lesendur leynast annars staðar.
— Yður virðist þá kannski eins og
sumum öðrum að skáldsagan sé deyj-
andi listform?
— Skáldsöguformið er orðið út-
jaskað; það er búið að skrifa þau
feikn af góðum skáldsögum í heim-
inum. Allt öðru máli gegnir með leik-
rit. Vitrir menn hafa sagt að leikrit
skiptist í örfáar kategóríur og hægt
sé að semja þau eftir formúlu.
— En hvað segið þér um verald-
legan frama eins og að hljóta Nóbels-
verðlaun?
— Um þau er ekkert sérstakt að
segja; þetta er eins og hvað annað
sem að höndum ber á lífsleiðinni,
maður verður að taka því. Ef maður
lætur aldrei litla framann blinda sig,
þarf maður ekki að óttast stóra fram-
ann.
Við sköpun listaverka er tíminn
frumskilyrði; það tjóar ekki að sinna
list í tómstundum sínum. List krefur
ótakmarkaðs tíma — auk alls ann-
ars. Sumir höfundar vilja vera að
hlaupa við fé, sjóða graut, predika
yfir söfnuði og því um líkt, og halda
að þetta sé þýðingarmeira en skapa
DAGSKRÁ
7