Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Blaðsíða 63
mér þótti mesti skemmtilestur, Forboðnu epl-
in eftir Jakob Thorarensen (f. 1886). Eg las
hana í tímariti fyrir mörgum árum og nú las
ég hana aftur með engu minni ánægju. Það
er saga um gamlan vestfirzkan kjamakarl, sem
aldrei hafði talið það eftir sér að taka til
hendi, hvort sem það var til lands eða sjávar;
og notið þeirra gæða lífsins, sem voru að hans
skapi og föl voru. Hafði sannast að segja
þurft „að hafa úti spjótin öll um aðdrættina,
því ellefu börn hafði hann getið við kcnu
sinni . . .“ „Hin voru fjögur, eða öllu heldur
fimm, ef allt var talið, og að sönnu hafði
hann haft minni þyngsli af þeim nórum, enda
hafði hann einatt litið svo á, að hraustum og
duglegum kvenmönnum væri vorkunnarlítið að
hafa ofan af fyrir einu barni í bland. En samt
hafði hann að staðaldri hjálpað þeim barns-
mæðrum sem til varð náð, um ókeypis soðn-
ingu, þegar á sjó gaf eða nokkur tök vom á.“
Og nú var þessi karl kominn í hornið hjá
tengdasyni sínum æruverðugum sóknarpresti
í fjarlægum kaupstað. En það fór nú ekki vel.
Úr þessum efniviði varð meistaralega vel skrif-
uð saga rík í máli og að mannþekkingu.
Guðs Iand heitir fulltrúi Friðriks A. Brekk-
ans(f. 1888). „Þegar maður kemur uppá fjall-
ið . . .“ „Þú veizt, að í björtu veðri getur
maður séð þaðan langt, langt út yfir haf-
ið.“ ... „horft á hafísinn koma til landsins."
„Mér var ljóst, að hann var á leið til okkar
með dauðadóm . . .“ „Vorið inní brjóstinu á
mér dó .. . hvert einasta ísár drap eitthvað
af því...“ „En hver veit nema þetta land
hafi verið numið í trássi við guð.“ ... „Ef til
vill ætlaði hann það ekki mönnunum. Þeir
gatu látið það vera — liggja eins og það lá
osncrtið frá alda öðli og eilífðarsögum: land
náttúrunnar — Guðs Iand.“... Þetta land
ætlaði hann sjálfum sér, en ekki öðrum.“
Þetta eru nokkrar setningar úr langri ræðu
kotungsskáldsins, haldinni í hálftómri hlöðu
um nótt, þar sem hann, ásamt öðrum norðan-
mönnum, hefur tekið sér gistingu á heimleið,
komandi úr Iangri för með bjargartrússar
handa sveltandi byggð.
Ef ræða þessa karls væri ekki jafn ung-
mennafélagslöng og hún er frá höfundarins
hendi, þætti mér sagan kannski nokkuð góð,
því sviðsetningin og sögulokin og allt mál-
farið eru sannarlega listamannsleg — en vegna
oþarfa mælsku verð ég, þrátt fyrir nákvæman
lestur, að spyrja sjálfan mig oftar en einu
sinni: Hvers vegna í ósköpunum þurftu nú
mennirnir að velja þessa sögu eftir Brekkan?
Og ósjálfrátt gruna ég þá um græsku. Það
skyldi þó ekki vera, að einhverjum þeirra
hafi þótt gaman að því að birta í úrvalsbók
smásagna fjálga áhrifalýsingu á víndrykkju
eftir fyrrverandi stórtemplar?
Og þá standa hér Smalaskórnir hans Helga
okkar Hjörvars (f. 1888). Þeir eru engum til
skammar skórnir þeir arna og hafa ekki marg-
ir gert sér betur á fæturna til göngunnar
miklu og löngu yfir þingmannaheiði skáld-
skaparins. Svo miskunnarlaus er þessi saga, að
hún gæti verið bókstaflega sönn. Fyrirgefn-
ingarpostuli er höfundurinn ekki. Listamanns-
tunga hefur vissulega meitlað hverja setningu.
Þá erum við komnir til Halldórs Stefáns-
sonar (f. 1892). Hann er manna sjálfsagð-
astur á þetta þing. En Liðsauki er ekki ein
af uppáhaldssögunum mínum; ekki einungis
vegna þess að efnið er sótt til framandi lands,
heldur fyrst og fremst sökum þess, að sagan
er lítt frumleg, ef maður má nota svo hvers-
dagslegt orð um sli'ka hörmungasögu úr fá-
tækrahverfi stórborgar, sem endar með því,
að unnustan gerist skækja sér til lífsbjargar
og elskhuginn innbrotsþjófur, þegar allt er um
seinan. Þetta mun vera ein af elztu sögum
Halldórs. Hún sýnir höfundarkosti, sem komu
betur í ljós síðar.
Móðir barnanna er eins og allir vita eftir
Guðm. G. Hagalín (f. 1898). Engu er líkara
en að Guðmundur komist stundum í svo ná-
ið trúnaðarsamband við sögufólk sitt, að hann
lifi sem í skuggsjá allt er á daga þess hefur
drifið. Allt fær líf í höndum hans. Hitt er
svo annað mál, að slíkur höfundur temur sér
sjaldan hinn knappa stíl smásögunnar. Þess
vegna er eins og Guðmundur segi við per-
sónur sínar, þegar hann ritar smásögur og
stutta þætti: Bfðið þig bara við, elskurnar
mínar. Nú er ég að hripa upp þráðinn mér
til minnis, hitt kemur svo allt saman með,
þegar ég hreinrita. Með þessum hætti held ég
að beztu smásögur Hagalíns hafi orðið til;
„hitt‘ hefur svo komið í öðrum bókum eða
bíður síns tíma, þessvegna er hann slíkur
sögusjór. — Móðir barnanna er ein af beztu
sögum höfundarins, þó mér finnist nú að
kerlingin hafi verið of áleitin við hann og
komið ýmsu að, sem óþarft er í smásögu. —
dagskrá
61