Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 14

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 14
Indriði G. Þorsteinsson: Kynslóð 1943 Hann hafði farið inn til að fá sér svala- clrykk meðan Kristján var að skerpa spaðana og það var komið nokkuð fram yfir hádegi. Meðan hann stóð við inni í anddyrinu og ætlaði að fara að drekka úr flöskunni, sem hún hafði sótt handa honum niður í kjallar- ann og hann hafði greitt henni með einni krónu eg fimmtíu, bað hún hann að koma með sér upp á loftið þar sem gistiherbergin voru og Iíta á útvarpið af því ekki vildi kvikna á því. Hún hafði fínlegt viðkvæmnis- legt og fallegt andlit og var komin um þrítugt og hafði átt barn með rútubílstjóra, sem stanzaði í stundarfjórðung á hverjum morgni meðan farþegarnir fengu sér kaffi eftir tveggja tíma ferð sunnan úr borginni. Hann gekk á eftir henni upp stigann mcð gosdrykkjarflöskuna í hendinni og heyrði óljóst malið í jarðýtunni, sem ameríkanarnir höfðu lánað til að fylla upp að brúnni, svo hægt væri að opna hana til umferðar á þessti hausti. Það þurfti mikla uppfyllingu og eng- inn vegur að Ijúka henni á þeim tíma, ef þurfti að aka í hana með hestuin og kerrum. Ameríkumaðurinn hafði komið með jarðýtuna á vagni fyrir hálfum mánuði og hann var þeg- ar að verða búinn með uppfyllinguna að brúnni öðru megin. Jarðýtan var afar stór- virkt tæki. Þau fóru inn í herbergið hcnnar og hann lcit á útvarpið. Hann hafði ekki minnstu hug- mynd um hversvegna ekki var hægt að kveikja á því og þótt hann skarkaði dálítið í tökk- untim, hafði það enga þýðingu. Hún horfði á liann við þetta. — Kannski það sé ónýtt, sagði hún. — Ég býst við þú verðir að senda það suð- ur. Ég get minnsta kosti ekki gert við það. Kannski vantar lampa. — Er enginn í vinnuflokknum, sem þekkir inn á útvörp. — Ekki held ég. Það eru tvö útvörp í tjöldunum og þau hafa ekki bilað. Samt held ég hefðu þau bilað, að þeir hefðu sent þau suður. Hún fór að bogra við útvarpið og snúa tökkunum og hún var ákaflega þrýstin um lendarnar meðan hún bograði þannig og hann fékk sér úr gosdrykkjarflöskunni. Það var blúndudúkur á kistlinum, scm stóð undir út- varpinu og rafhlaðan í bláa pappahylkinu stóð úti í glugganum. Hann teygði sig yfir hana til að þreifa á þráðunum í rafhlöðuna. Þeir voru í sambandi og áður en hann dró höndina til baka, reis hún upp frá tökkunum og sneri sér að honum inn í fang hans. Hann tók hcndinni um síðu hennar og fram fyrir rg hafði fingurna á brjósti hennar. I því þau kysstust sá hann fiskörðu á nefi hennar og honum fannst nokkuð óviðkunnanlegt hún skyldi hafa verið að borða fisk og arðan skyldi vera þarna og kannski nuddast í vanga hans. Hún var ákaflega ör og lifandi upp við hann og hann lagði gosdrykkjarflöskuna frá sér á útvarpið til að hafa báðar hendur á henni. Hann færði hana yfir að riíminu og lét hana falla niður í það, — Þetta máttu ekki, sagði hún úr rúminu og hafði sokkið djúpt í upptyppta dúnsæng- ina. — Nú. — Það getur einhver komið. — Það kemur enginn, sagði hann og var 12 DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.