Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 52

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 52
Sinfóníuhl jómsveitin Eftir tveggja mánaða sumarfrí, er Sinfóníuhljómsýeit Islands að hefja vetrarstarfsemi sína. Þessi stofnun, sem svo mjög hefur átt erfitt upp- dráttar og fleiri hafa fjandskapazt við en venjulegt er, jafnvel á þessu úlfúð- arinnar föðurlandi, býst til mikilla átaka á komandi mánuðnm. Undirrit- aður hitti framkvæmdastjóra hennar, Jón Þórarinsson, að máli nú fyrir skömmu. Jón er landskunnur tónlist- armaður, sem vinnur ötullega að út- breiðingu tónlistar jafnt sem kennari við tónlistarskólann í Reykjavík og fyrirlesari í útvarpi. Er skemmst að minnast ei'inda þeirra, er hann flutti um nútíma tónlist í útvarpið vetur leið og mikilla vinsælda nutu. Tón- verk hans eru einnig mjög vel þekkt og sum reyndar á allra vörum svo sem Fuglinn í fjörunni og Vöggulag á hörpu og fleiri einsöngslög. Stærri verk hans, klarinettsónata, pianoson- ata og lagaflokkurinn „Of love and death“ fyrir bariton og hljómsveit, cru reyndar síður kunn, enda snöggt- um óáheyrilegri í fyrstu. Þau standa þó í fremstu röð verka af þessu tagi, hérlendis. Ég spyr Jón, hvað hljómsveitin hafi starfað lengi. — SinfóníuhljómsveiLin hefur starf- að í þeirri mynd, sem hún er nú, síðan 1950, eða rösk sex ár. Óöruggur fjár- hagur hefur að verulegu leyti staðið henni fyrir þrifum oft á tíðum, en Jón Þórarinsson 50 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.