Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 53

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 53
Sinfóníuhljómsveit íslands segja má, að nú í byrjun þessa starfs- árs horfi betur í þeim efnum en nokkru sinni fyrr. Nú eru henni með lögum af alþingi veittir viðunandi styrkir frá ríki og bæ og samningar hafa tekizt við Þjóðleikhúsið og Rík- isútvarpið. — Hvað eru starfandi margir hljóð- færaleikarar, þegar mest er? — Fimmtíu til fimmtíu og fimm. Það er samt það minnsta, sem hægt er að komast af með og ánægðir getum við ekki verið fyrr en þeir verða sjö- tíu til áttatíu. — Eru einhverjar horfur á, að þeim fjölgi á næstunni? — Já, það eru margir bráðefnilegir hljóðfæraleikarar við nám hér heima og erlendis, strokhljóðfæraleikarar, en á þeim tel ég hvað mesta vöntun. Þeir dagar eru eygjanlegir, að vísu í miklum fjarska, að tréblásararnir verða þrískipaðir (nú tvískipaðir) hornin verði sex til átta (fjögur) og strengjunum verði fjölgað að miklum nnin. Þetta er nauðsynlegt við flutn- ing á öllum stærri síðrómantískum tónverkum, að ég ekki tali um þau, sem skrifuð eru í dag. — Hver eru helztu viðfangsefni hljómsveitarinnar, eða öllu heldur, hver eru æskilegustu viðfangsefnin, eins og málin standa? — Það eru vissir hlutir, sem verður að gera góð skil, ef byggja skal upp trausta tónmenningu. Ég tel meðal annars nauðsynlegt, að allar sinfóní- ur Beethovens séu fluttar hér á dagskrá 51

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.