Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Síða 8
miðvikudagur 3. október 20078 Fréttir DV Pútín tryggir sér völd Miklar vangaveltur hafa verið um hvernig skipan í æðstu valdastöður í Rússlandi yrði þegar Vladimír Pútín, forseti landsins, lætur af embætti í lok annars kjörtímabils síns. Jafnvel var álitið að hann myndi grípa til stjórnarskrárbreyt- inga sem gerðu honum kleift að sitja þriðja kjörtímabilið á forsetastóli. Engum vafa er undirorpið að hann hefur ekki í hyggju að missa þau völd sem hann hefur og hefur nú spilað út trompi sem ætti að tryggja þau. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, stefnir á framboð til þings í þing- kosningunum sem fram fara í desember. Tilkynning Pútíns hefur komið mörgum í opna skjöldu, en slær að sama skapi á margar vanga- veltur sem hafa verið um fram- tíð hans í forsetastóli. Pútín sagð- ist myndu leiða lista Sameinaðs Rússlands í komandi kosningum og sagði ekki óraunhæft að hann yrði næsti forsætisráðherra lands- ins. Stjórnmálaskýrendur telja að ákvörðun Pútíns miði að því að greiða leiðina fyrir einhvern minni- háttar spámann að hans vali í for- setaembættið og tryggja með því áframhaldandi völd hans í landinu. Skyndilega er Viktor Zubkov, sem settur var forsætisráðherra í síðasta mánuði, ekki svo fráleitur kostur í forsetastól. Skipan Zubkovs í embætti for- sætisráðherra í síðasta mánuði kom mörgum í opna skjöldu, hann var þá yfirmaður fjármálaeftirlitsins og frekar óþekkt stærð í rússnesk- um stjórnmálum. Fram að þeim tíma hafði hann ekki viðrað áhuga á framboði til forsetaembættisins, en það breyttist fljótlega. Þeir sem fyrir þann tíma höfðu verið nefndir til sögunnar voru Sergei Ivanov og Dmitri Medvedev, og þá sérstaklega sá fyrrnefndi. Mikil vinátta er á milli Sergeis Ivanov og Vladimírs Pútín, bakgrunnur þeirra er svipaður því báðir koma þeir úr röðum KGB, sem var leyniþjónusta Sovétríkjanna sál- ugu. Það styrkir enn frekar þann grun að hann verði næsti forseti landsins að þeir hafa oft og tíðum sést saman við opinber tækifæri. Zubkov brúar bilið Stjórnarskrá Rússlands meinar Pútín að sitja nema tvö kjörtímabil í senn í embætti forseta, en hins veg- ar er ekkert sem kemur í veg fyrir að hann, eftir fjögurra ára setu á þingi landsins, snúi aftur og verði forseti Rússlands í tvö ár. Með tilliti til þess er Zubkov ákjósanlegur kostur fyrir Pútín. Þeir eru nánir vinir og hvort tveggja aldur Zubkovs og tryggð hans við Pútín gera að verkum að hann gæti brúað þetta bil fyrir Pút- ín. Sergei Ivanov og Dmitri Med- vedev eru hins vegar skildir eft- ir í sárum, því möguleikar þeirra til forsetaembættisins hafa beðið verulegt skipbrot. Þeir gætu hugs- anlega boðið sig fram í forsetakosn- ingunum í mars á næsta ári, en möguleikar þeirra væru jafn litlir og möguleikar Garrís Kasparov, sem tilkynnti nýlega að hann tæki þátt í Þingmenn í mótmælaaðgerðum Fleiri en áttatíu þingmenn stjórn- arandstöðunnar í Pakistan sögðu af sér í gær. Tilgangurinn er að mótmæla og grafa undan áætl- unum Pervez Musharraf forseta landsins um endurkjör. Með af- sögnunum vonast þingmennirn- ir til að vekja upp efasemdir um lögmæti komandi forsetakosninga. Fazal-ur-Rehman, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, sagði afsagnirnar baráttu gegn einræði. Aðgerðirn- ar eru lokatilraun til að koma í veg fyrir að Musharraf haldi völdum, en ekki er talið líklegt að þær beri árangur. Herinn leitar til mæðra Rússneski herinn hefur ákveð- ið að leita aðstoðar meðlima Samtaka mæðra hermanna þar í landi. Ástæðan er sú að Rússar á herskyldualdri eru tregir til að svara kalli hersins þegar sá tími er kominn að þeir eigi að skila af sér átján mánaða herskyldu. Herinn áformar að setja mæður í nefnd- ir sem tengdar eru herkvaðningu. Einungis um níu prósent þeirra sem kvaddir eru til vegna her- skyldu sinna kallinu. Ákvörðun hersins skýtur svolítið skökku við, því samtökin hafa áður gagnrýnt herkvaðninguna. Vatíkanið ákvað að loka róm- versk-kaþólsku klaustri á Ítalíu vegna deilna. Í klaustrinu voru eingöngu þrjár nunnur, en sá fjöldi nægði til slagsmála. Systir Annamaria og syst- ir Gianbattista voru ekki sáttar við yfirgangssemi abbadísarinnar, syst- ur Liliönu. Eftir messu í klaustri heil- agrar Klöru, nálægt Bari í suðurhluta landsins, var Önnumaríu og Gian- battistu nóg boðið og létu hendur skipta. Þær, meðal annars, klóruðu abbadísina og hrintu henni. Atvikið átti sér stað í júní, en var látið liggja í þagnargildi. Giovanni Battista Pichi- erri erkibiskup fékk það verkefni að koma á sáttum meðal nunnanna, en hafði ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir góðan og einbeittan vilja. Eft- ir árangurslausar tilraunir komst Giovanni Battista Pichierri erkibisk- up að þeirri niðurstöðu að nunn- urnar hefðu glatað trúarlegri köll- un sinni. Í ljósi þeirrar niðurstöðu óskaði hann leyfis frá Vatíkaninu til að loka klaustrinu. Í ljósi málavaxta var það auðsótt af hálfu hans heilag- leika í Róm og gekk eftir. Nunnurn- ar tvær, systir Annamaria og syst- ir Gianbattista, voru fluttar í annað klaustur, en með abbadísina gekk ekki eins vel. Systur Liliönu, sem verið hafði í klaustrinu frá stofnun þess árið 1963, grunaði að Pichierri erkibiskup hygðist setja klaustrið undir stjórn annarrar abbadísar og kom sér upp vígi svo hún yrði ekki fjarlægð úr því. Ósætti í klaustri varð til þess að nunnur létu hendur skipta: Systraslagsmál í klaustri Kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Vladimír Pútín Stefnir á embætti forsætisráðherra. Viktor Zubkov forsætisráðherra góður vinur og tryggur Pútín, sennilega næsti forseti rússlands. Vatíkanið í róm gaf góðfúslegt leyfi til að loka klaustrinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.