Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Side 9
DV Fréttir miðvikudagur 3. október 2007 9 Að börn séu neydd til þátttöku í vopnuðum átökum er ekki nýtt af nálinni. Áætlaður fjöldi barna í þeirri stöðu í heiminum í dag er um tvö hundruð og fimmtíu þúsund, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, og hefur vandamálið einna helst tengst Afríkuríkjunum. Í febrú- ar á þessu ári skrifuðu fimmtíu og níu ríki undir sáttmála þar sem þau skuld- bundu sig til að reyna í meira mæli að koma í veg fyrir notkun barna í hern- aði, en betur má ef duga skal, að mati Sameinuðu þjóðanna. Á mánudaginn hvöttu Sameinuðu þjóðirnar fleiri ríki til álíka skuldbindinga. Að mati Rama Yade, ráðherra mannréttindamála í Frakklandi, er vandamálið aðallega fólgið í því að sum ríki eru reiðubúin að skrifa undir slíka skuldbindingu og önnur ekki. Hún nefndi Bandaríkin sérstaklega í því sambandi, þau væru í megindráttum samþykk þeim atriðum sem lögð væru til grundvallar, en neit- uðu að skrifa undir vegna greinar sem snýr að Alþjóðlega stríðsglæpadóm- stólnum. Meðal þeirra sem skrifuðu undir febrúar-samþykktina eru fjöl- mörg ríki Afríku þar sem þetta vanda- mál er stórt, Angóla, Úganda, Kongó og Tsjad, svo nokkur séu nefnd. Á mánudaginn bættust sjö þjóðir í hóp- inn, en það voru Argentína, Króatía, Gvatemala, Laos, Máritanía, Morokkó og Úkraína. Hið breikkandi bil milli fátækra og ríkra er að mati Youssoufs Bakayoko, utanríkisráðherra Fíla- beinsstrandarinnar, jarðvegurinn sem vandamálið er sprottið upp úr. Í samþykktinni er kveðið á um sérstaka aðstoð við stúlkur sem iðulega eru neyddar í kynlífsþrældóm. Pútín tryggir sér völd Ósáttur við breska starfsbræður Lögreglan í Portúgal og breska lögreglan eru komnar í hár saman vegna Madeleine-málsins. Sakar sú portúgalska þá bresku um að eltast við vísbendingar frá McCann-hjónunum í stað þess að koma fram við foreldrana sem grunaða. Að sögn Gonca- los Amaral, yfirmanns rannsókn- arinnar í Portúgal, hefur breska lögreglan eingöngu beint sjónum sínum að því sem McCann-hjónin vilja og gagnrýnir breska starfs- bræður sína, meðal annars, fyrir að eltast við nafnlausar orðsend- ingar. Notkun barna í vopnuðum átökum er stórt vandamál: Fátækt orsök vandans slagnum um embættið. Ekki er tal- ið líklegt að Ivanov og Medvedev bregði á það ráð, enda ekki færsælt í stjórnmálum Rússlands að setja sig upp á móti Pútín. Vinsæll í Rússlandi Tilkynning Pútíns var greinilega vel sviðsett og kallaði fram mikinn fögnuð á þingi flokks hans. Að- spurður sagðist hann vera reiðu- búinn til að leiða flokkinn í kosn- ingunum og að hann væri tilbúinn að veita ríkisstjórninni forystu, en sagði enn of snemmt að hugsa um það, fyrst yrði flokkurinn að vinna kosningarnar og „... heiðarlegur, hæfur og nútímalegur maður, sem ég vinn með, verður að vera kosinn í forsetaembættið,“ sagði Pútín. Ekkert ætti að verða þessu til fyrirstöðu, því vinsældir Vladimírs Pútín í Rússlandi eru slíkar að litl- ar líkur eru á að flokkur hans tryggi sér ekki tveggja þriðju meirihluta í Dúmunni. Hver sá sem hann til- nefnir í embætti forseta er örugg- ur um sigur í kosningaherferð sem er vandlega stjórnað úr Kreml með fulltingi hlýðinna fjölmiðla. Nýleg könnun leiddi í ljós að um sex- tíu og fjögur prósent landsmanna myndu kjósa Pútín ef hann byði sig fram til forseta á næsta ári. Hann hefur í forsetatíð sinni hert tök hins opinbera á hinum gríð- armiklu orkubirgðum landsins. Á sama tíma og lífsgæði almenn- ings hafa aukist og vinsældir hans að sama skapi, telja andstæðingar hans að hafta af hálfu hins opin- bera gæti í sífellt meira mæli. Fylgir eigin geðþótta Stjórnmálaskýrendur eru þeirrar skoðunar að í uppsigl- ingu séu viðamiklar breytingar á hvernig stjórn Rússlands verði háttað. Að þeirra sögn er ekki ólík- legt að stjórnmál í landinu þróist í þingræðislega ríkisstjórn þar sem flokkar tækjust á. Alexei Mukhin, stjórnmálaskýrandi, sagði að Pút- ín væri að breyta pólitískri upp- byggingu Rússlands að eigin geð- þótta og þungamiðja valdsins yrði tvískipt, en Pútín myndi, til að byrja með, sennilega hafa stjórn á aðgerðum hins nýja forseta. Marg- ir höfðu leitt líkur að því að Pútín hygði á frama utan stjórnmálanna og hafði staða formanns Gaz- prom, orkufyrirtækis ríkisins, ver- ið nefnd í því samhengi. Nú þyk- ir ljóst að slíkt verður ekki raunin og síðasta útspil hans þykir taka allan vafa af því hvert hugur hans stefnir. Í viðtali í síðasta mánuði sagði hann meðal annars að hann stefndi á áframhaldandi opinber störf svo fremi heilsa hans leyfði og bætti við: „Hver einasti fram- tíðarforseti verður að gera ráð fyr- ir því.“ Nýleg könnun leiddi í ljós að um sextíu og fjögur pró- sent landsmanna myndu kjósa Pútín ef hann byði sig fram til forseta á næsta ári. Pútín og Sergei Ivanov ivanov var oft nefndur sem mögulegur forseti rússlands. Barnungur stríðsmaður ríki afríku eru oftast nefnd til sögunnar þegar vandamálið ber á góma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.