Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Page 13
Listasafneinars jónssonar Listasafn einars jónssonar er án efa ein af sögufrægustu byggingum í stuttri byggingarsögu þjóðar- innar. Safnið var opnað árið 1923. Einar Jónsson myndhöggvari átti í vandræðum með að flytja verk sín frá Kaupmannahöfn til Íslands í byrjun síðustu aldar. Þetta voru engir smáskúlptúrar, meðal annars frumverkið að Ingólfi sjálfum Arnarsyni og Útlaganum. Einar brá á það ráð að gefa þjóðinni verk sín, með því skilyrði að Landssjóður mundi greiða flutningskostnað verkanna sem og byggingu yfir verkin. Þetta var samþykkt. Júlíana Gottskálksdóttir, listfræðingur og forstöðumaður safnsins, tók á móti DV og veitti leiðsögn um þetta sögufræga og stórskemmtilega hús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.