Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Page 2
„Amma birtist mér á hverri nóttu í draumi og ég hrökk upp í hvert skipti. Þetta varð til þess að ég var meira og minna ósofin í vinnunni. Draumarn- ir voru ekki slæmir en þó fann ég að eitthvað hvíldi á gömlu konunni, en ég vissi ekki hvað,“ segir Stefanía sem starfar við klippingu og hárgreiðslu þar sem athyglin þarf að vera í full- komnu lagi. Eftir að amma hennar hafði birst í draumi nokkrar nætur í röð var Stefanía orðin áhyggjufull og hugsi. Stefanía hefur verið ber- dreymin og hana dreymdi árið 2003 fyrir dauða ömmu sinnar. „Draum- urinn var þannig að ég hitti afa, sem hafði dáið nokkrum árum fyrr, fyr- ir utan hús. Hann sagðist vera kom- inn að sækja ömmu. Á þeim tíma var ekkert sem benti til þess að hún ætti stutt eftir en viku síðar var hún dáin.“ Stefanía segir að amma hennar hafi verið kona sem vildi umfram allt hafa reglu á öllum sínum hlut- um og hún hafi ekki mátt vamm sitt vita. „Hún vildi helst að allt væri fullkomið á heimilinu og þoldi ekki óreiðu.“ Þegar draumarnir byrjuðu hafði Stefanía aldrei komið að leiði ömmu sinnar en hún er jarðsett í Gufunes- kirkjugarði við hlið eiginmanns síns. Stefanía var að aka um Grafarvog á sunnudegi nú í septemberbyrjun þegar hún fékk skyndilega þá hug- dettu að fara að leiði ömmu sinnar. En þegar hún kom akandi inn í garð- inn kom babb í bátinn. Þar eru ótal leiði og Stefanía vissi ekki hvar leiði ömmu hennar væri að finna. „Ég hafði ekki komið þangað frá því skömmu eftir að afi dó og hafði enga hugmynd um hvar ég ætti að leita. Ég ók inn eina götuna á milli leiða og stöðvaði bílinn til að hugsa mitt ráð. Þegar ég leit út um hliðar- rúðuna rak mig í rogastans. Ég var við leiði ömmu og aðkoman var ekki góð. Legsteinninn hennar lá á hlið- inni.“ Stefanía sá strax að þarna var komin skýringin á draumförunum. Hún reyndi að rétta legstein ömmu sinnar við en hann reyndist of þung- ur. „Ég hringdi þá í pabba og sagði honum hvernig komið væri. Hann sagðist myndu rétta legsteininn við.“ Stefanía var þess fullviss að amma hennar hefði birst henni í draumi til að láta vita af legsteininum. Það kom henni því mjög á óvart að nóttina eftir birtist amma hennar enn einu sinni í draumi og Stefanía hrökk upp af værum blundi. Þarnæstu nótt gerðist það sama. „Þá hringdi ég í pabba og spurði hvort ekki væri búið að rétta leg- steininn við. Svarið var að það væri enn ekki búið en hann myndi ganga í málið og það yrði gert. Legsteininum var síðan komið á réttan kjöl. Eftir það hefur mig ekki dreymt ömmu og ég hef sofið eins og engill,“ segir Stef- anía, guðs lifandi fegin því að þurfa ekki lengur að vera illa sofin í vinn- unni. Þetta helst föstudagur 5. október 20072 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni DV hefur sagt frá því að Reykjavíkurborg er látin borga skemmtiferðir fyrir allt það fólk sem situr í nefndum og ráðum á veg- um borgarinnar. Helstu starfs- menn fá einnig að fara í ferða- lögin. Allt á kostnað borgarinnar. Þessar fréttir eru dæmi þess hversu gírugt fólk getur verið og misnotað opinbera sjóði. Það er rétt sem segir um gagnrýni á ferðirnar að þær geti ekki talist til kynnisferða, þar sem í þær er far- ið með reglulegu millibili, ekki vegna mála sem upp koma. borgin borgar ÖLL TIL ÚTLANDA Á KOSTNAÐ F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fimmtudagur 4. október 2007 dagblaðið vísir 158. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 eKKI pLÁSS fyrIr fLeIrI í gæSLuvArÐhALDIfANgeLSISmÁLAyfIrvÖLD eru í mIKLum vANDA efTIr AÐ fjórTÁN LIThÁAr vOru hAND-TeKNIr fyrIr SKIpuLAgÐAN þjófNAÐ Og SjÖ ÚrSKurÐAÐIr í gæSLuvArÐhALD. gruNAÐIr brOTAmeNN gISTA NÚ ALLA fANgAKLefA Sem eru æTLAÐIr fyrIr gæSLuvArÐhALD. verÐIfLeIrI LIThÁANNA ÚrSKurÐAÐIr í gæSLuvArÐhALD verÐur erfITT AÐ fINNA þeIm KLefA. utanlandsferðir eiga ekki að ráðast af kvótahugsun, segir Ögmundur jónasson. ferðirnar eiga að ráðast af þörf og vont ef fulltrúarnir eiga rétt á þeim, segir pétur blöndal. hverrar krónu virði, segir margrét Sverrisdóttir. Sjá bls. 6–7. fulltrúar í fagráðum reykjavíkur fá allir eina ferð á kjörtímabili: >> Ljósmyndarar eiga sér jafnan sínar eftirlætismyndir. Fjórir atvinnu- og áhugaljósmyndarar drógu sínar eftirlætismyndir fram og sögðu DV söguna á bak við þær. Ljósmyndararnir eru þeir Gunnar V. Andrésson, Árni Torfason, Gísli Kristinsson og Soffía Gísladóttir. fólk reykjavíkur eftirlætisljósmyndirnar >> „Ég hef ekki fundið fyrir svona mikilli sköpunargleði í mörg ár,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem vinnur nú að fyrstu sólóplötu sinni. Hann flytur líka titillag myndarinnar Stóra planið. erpur meÐ SóLópLÖTu fólk björgunarsveitin sligast undan gjöf >> Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri er í húsnæð-isvanda. Félagið fékk stórt hús að gjöf en gjöfin reyndist of dýr. Ráðast þurfti í miklar framkvæmdir og þegar upp var staðið hafði björgunarsveitin safnað skuldum. Þá þurfti að selja húsið. fréttir >> Ólafur Þórðarson er hættur þjálfun Fram. Þetta varð ljóst eftir fund hans með stjórn félagsins í gær. Stjórnarmenn sögðu þetta vera vegna anna Ólafs annars staðar. Hann furðar sig á þessu og segir ekkert hafa breyst frá því hann samdi við félagið um að taka að sér þjálfun. Marseilles vann góðan sigur á Liverpool á Anfield í meistaradeild Evrópu. Chelsea vann Valencia og Real Madrid gerði 2–2 jafntefli við Lazio á Ítalíu. ÓLAFUR HÆTTUR DV Sport fimmtudagur 4. október 2007 15 Sport Fimmtudagur 4. október 2007 sport@dv.is Drogba tryggði Chelsea sigur Fram lagði Stjörnuna að velli Ólafi Þórðarsyni Sanngjarn Sigur Marseille gerði sér lítið fyrir og vann liverpool 1–0 á anfield í Meistaradeildinni. bls 16. Fréttir af fjárlögunum eru meðal merkustu frétta. Ríkissjóður á orðið meira af peningum en hann þarf að nota. Gagnrýni stjórn- arandstæðinga á lausatök í ríkisfjármálum er á sama tíma ekki trúverðug. Boðaðar eru skattalækkanir til að draga úr risatekjum ríkissjóðs. Góðærið ætlar núverandi ríkisstjórn að nota til að slá öll met í útgjöld- um. Meðal þess sem heitið er að laga er staða velferðarmála og hluti mikilla útgjalda fer í þann brýna málaflokk. Skattalækkun- um er lofað í ófyrirséðri framtíð. ríkissjóður á nóg miðvikudagur 3. október 200710 Fréttir DV OilQuick hraðtengi Sími 520 3100 Smiðjuvegur 50 datek @datek.is Tengja vökvalagnir um leið og tengið læsist „Ég held að þetta sé byggt á mis- skilningi. Ef þeim hefur farið eitt- hvað á milli í persónulegum sam- skiptum er mér ekki kunnugt um það,“ segir Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins, um orðaskipti milli Sigurjóns Þórð- arsonar, fyrrverandi þingmanns, og Kristins H. Gunnarssonar, þing- manns frjálslyndra. Í DV í gær sagði Sigurjón að Kristinn hefði unnið gegn sér frá því hann gekk til liðs við flokkinn, en í janúar yfirgaf Kristinn Framsókn- arflokkinn og tók saman við frjáls- lynda. Sigurjón sagðist vonast til þess að Kristinn myndi endurskoða hug sinn. Hann sagði Kristin í sand- kassaleik og vonar að honum ljúki sem fyrst. Sigurjón ætlar þó ekki að láta deigan síga og vill berjast áfram gegn kvótakerfinu sem óbreyttur meðlimur Frjálslynda flokksins en í gær sagðist hann ekki ætla að láta Kristin koma sér úr flokknum. Sig- urjón tók nýlega við störfum sem framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Norðurlands vestra en hann lét af þingmennsku í vor. Guðjón Arnar segist ekki vita til þess að Kristinn hafi unnið gegn Sig- urjóni á nokkurn hátt. „Ef Sigurjón er á öðru máli er það hans tilfinning og ég get ekki tjáð mig um það,“ segir Guðjón og vill sem minnst segja um málið. Kristinn sagði í samtali við DV í gær að hann kannaðist ekki við ósætti innan flokksins og enn síður að hann eigi eitthvað sökótt við Sig- urjón. erla@dv.is Guðjón A. Kristjánsson Misskilningur milli Sigurjóns og Kristins Guðjón Arnar Kristjánsson Formaður Frjálslynda flokksins veit ekki til þess að kristinn hafi unnið gegn Sigurjóni. Geir H. Haarde GEIR BOÐAR SKATTALÆKKANIR Hækkun persónuafsláttar er ein þeirra leiða sem farnar verða til að lækka skatta á kjörtímabilinu auk þess sem skattkerfi og almanna- tryggingar verða endurskoðaðar með það markmið að bæta hag lág- og millitekjufólks. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í stefnu- ræðu sinni á Alþingi í gærkvöld. Skattalækkanir falla þó ekki alls stað- ar í góðan jarðveg og vilja þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs að tekjuafgangi ríkissjóðs verði frekar varið til uppbyggingar á vel- ferðarsviði. Veisluborð stjórnarinnar Guðni Ágústsson, formað- ur Framsóknarflokksins, lýsti yfir áhyggjum sínum vegna stefnu rík- isstjórnarinnar í efnahagsmálum og þeirrar þenslu sem enn ríkir í sam- félaginu. Hann sagði flokksmenn sína óttast að stjórnin ætli ekkert að gera til að stíga á bremsuna og benti á að ljóst væri að hækkanir stýrivaxta Seðlabankans dygðu ekki til. Guðni benti þó á að ríkisstjórnin hefði tekið við góðu búi og sitji nú við heilmikið veisluborð sem Framsóknarflokkur- inn hafi tekið þátt í að hlaða. Því hafi stjórnin meira svigrúm en ella til að bregðast við þeim vanda er steðjar að. Bandarískt módel Heilbrigðismálin virtust Geir hug- leikin í stefnuræðunni og með út- boðum og þjónustusamningum sér ríkisstjórnin fram á að tryggja bestu fáanlegu þjónustu fyrir það fjármagn sem varið er til þeirra mála. Stein- grímur J. Sigfússon hefur áhyggjur og telur að hugmyndir sem þessar feli í sér frekari áform heilbrigðisráð- herra í átt að einkavæðingu þessar- ar þjónustu sem á að vera öllum að- gengileg, óháð stétt og stöðu. Guðna sýndist Íslendingar fjarlægjast nor- ræna módelið í heilbrigðismálum og nálgast hið ameríska óðfluga. Skuld- inni vildi hann skella á einkavæðing- arhugleið–ingar Sjálfstæðisflokks. Forsætisráðherra taldi einnig til aðgerðir til að opna íslenskan lyfja- markað í þeim tilgangi að efla sam- keppni og ná fram auknu framboði samhliða lægra lyfjaverði.. Lögverndaður kennari Geir sagði menntamálaráðherra ætla að leggja fram frumvarp til lögverndunar á starfsheitum kennara og skólastjórnenda. Einnig verða í fyrsta skipti lögð fram frumvörp sem taka samtímis til leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, og verður þannig mótuð heildstæð menntastefna. Forsætisráðherra gerði mótvæg- isaðgerðir vegna niðurskurðar afla- heimilda að umræðuefni og sagði hann stjórnarflokkana sannarlega ekki hafa setið auðum höndum í sumar. Tímasetningu niðurskurðar- ins telur hann ákaflega góða þar sem aflasamdrátturinn hafi nú tiltölulega lítil áhrif á hagkerfið í heild þó veru- legt tekjutap í mörgum sjávarbyggð- um sé óhjákvæmilegt. Rænd lífsviðurværinu Guðjón Arnar gaf lítið fyrir mótvæg- isaðgerðirnar og sagði ekkert í þeim sem myndi ná að hífa upp þá veiku stöðu sem nú sé komin upp í sjávar- sveitum. Hann benti á að kvótakerfið hefði ekki náð neinu af þeim mark- miðum sem lagt hefði verið upp með og að aldrei yrði sátt um að ræna fólk á landsbyggðinni lífsviðurværinu. Guðna Ágústssyni fannst sömuleiðis lítið til aðgerðanna koma en nýverið kynnti Framsóknarflokkurinn sínar eigin mótvægisaðgerðir. Hugmynd- ir ríkisstjórnar finnst Guðna í besta falli háðulegar. Geir benti á að huga þyrfti að vax- andi mikilvægi Íslands í utanríkis- málum og að samfara aukinni sókn í auðlindir á norðurslóðum yrði umferð í lofti og á legi. Hann sagði einnig að áhersla yrði lögð á að fá viðunandi niðurstöðu í viðræður um yfirráð á hinu eftirsótta Hatton- Rockall-svæði. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur vinstri grænna, ítrekaði að huga þyrfti að auðlindum Íslands með umhverfissjónarmið í huga. Þannig yrðu landsmenn að horfa til framtíð- ar þegar náttúran væri nýtt og ekki gleyma okkur í gróðahyggju. Í lok stefnuræðu sinnar sagðist Geir binda vonir við samstarf tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins og að saman myndu þeir stýra þjóðar- skútunni til bjartari framtíðar. ERLA HLynsdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Guðna sýndist Ís- lendingar fjarlægj- ast norræna módelið í heilbrigðismálum og nálgast hið ameríska óðfluga. Skuldinni vildi hann skella á einka- væðingarhugleiðingar Sjálfstæðisflokks. Umræður um stefnuræðuna geir H. Haarde forsætisráðherra boðaði skattalækk- anir og sagðist vilja opna íslenskan lyfjamarkað í því skyni að lækka lyfjaverð. 2 Reykjavíkurborg hefur verið mikið í fréttum í vikunni. DV greindi frá því á mánudag að borgin keypti hús fyrir 87 milljónir sem átti að nýta fyrir dagdeild fyrir Alzheim- er-sjúklinga. Ekki var betur vandað til kaupanna en svo að húsið er sennilega óhæft til að hýsa dagdeildina. „Við töld- um okkur vera að kaupa húsnæði sem gæti nýst sem stofnun. Í þessu sama húsnæði var fyrir allmörgum árum skóli og við töldum því að húsnæð- ið gæti nýst þannig áfram,“ sagði Óskar Bergsson, formaður fram- kvæmdaráðs Reykjavíkurborgar. „Það er erfitt að bakka út úr þessum samningi en það verður sjálfsagt hægt að selja þetta hús,“ sagði Sig- rún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. ónothæft hús „Það er hætt við því að þetta hús- næði muni ekki nýtast,“ segir Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylk- ingar í framkvæmdaráði Reykjavík- urborgar. Meirihlutinn í framkvæmda- ráði borgarinnar samþykkti á fundi í síðasta mánuði að kaupa hús- næði í Blesugróf 27 fyrir 87 milljón- ir króna. Menn áttuðu sig, að sögn Sig- rúnar Elsu, ekki á því fyrr en of seint að mikil hætta væri á að húsnæðið myndi ekki nýtast. Ástæðan er sú að í hverfinu er þegar svipuð starfsemi fyrir hendi. Auk þess er húsnæðið skilgreint sem íbúðarhúsnæði og þarf að fara í gegnum deiliskipu- lagsbreytingu til að starfsemin verði samþykkt. Fulltrúar Samfylkingar og vinstri – grænna sátu hjá við af- greiðslu málsins. Dagdeild fyrir Alzheimersjúklinga Hugmynd borgarinnar var að í Blesugróf 27 yrði starfrækt dag- deild fyrir Alzheimersjúklinga. „Það er nauðsynlegt að byggja upp þessa starfsemi. Fulltrúar Samfylkingar hafa þrýst mjög á að þessari starfsemi verði fundinn staður og hún byggð upp,“ segir Sigrún Elsa. Í bókun samfylkingarmanna frá fundinum kemur fram að fyrirhuguð starfsemi hefði ekki verið kynnt fyrir íbúum svæðisins. Auk þess hefði ekki verið lagt mat á aukna umferð um svæðið og áhrif á umferðaröryggi sem breytingunum kynni að fylgja. Fyrir- hugað var að í húsinu yrði starfsemi fyrir tuttugu heilabilaða einstaklinga. „Það væri slæmt ef þessi vandræða- gangur yrði til þess að fresta uppbygg- ingu á þjónustu fyrir heilabilaða.“ Skilgreint sem íbúðarhúsnæði „Í dag er þetta húsnæði skilgreint sem íbúðarhúsnæði og það þyrfti deiluskipulagsbreytingu til að þessi starfsemi yrði heimil,“ segir Sigrún Elsa. „Ég veit ekki hvernig þessi mis- tök gátu gerst því deiliskipulagsbreyt- ingar þarf að kynna. Ég held að um leið og menn áttuðu sig á þessu skoð- uðu menn hvort hægt yrði að falla frá þessu kauptilboði. Það var ákveðið að það yrði sett í hendurnar á fasteigna- salanum og hann látinn ákveða hvort tilboðið stæði. Ef niðurstaðan verður sú verða menn bara að sjá til hvort skipulagsyfirvöld samþykkja þessa starfsemi eða ekki. Annars verður lík- lega að selja húsnæðið.“ Íbúar ekki sáttir Í Bleikargróf, sem er gatan við hlið- ina á Blesugróf, er tveggja einbýlishúsa lóð sem var skilgreind í deiliskipulagi undir svipaða starfsemi. Íbúar á svæð- inu voru ekki allir á eitt sáttir og töldu margir að hverfið yrði of einsleitt ef af þeirri starfsemi yrði. Nú þegar eru hið minnsta tvær stofnanir í hverfinu með svipaða starfsemi og þá sem fyr- irhugað var að boðið yrði upp á fyrir Alzheimersjúklinga í Blesugrófinni. Meirihlutinn samþykkti að keyra málið í gegn með fjórum atkvæðum. Um leið og það gerðist var samning- urinn um kaupin á húsnæðinu orð- inn bindandi við fasteignasalann. „Það er erfitt að bakka út úr þess- um samningi en það verður sjálfsagt hægt að selja þetta hús,“ segir Sigrún Elsa. Samkvæmt upplýsingum frá skipulagssviði Reykjavíkurborgar er málið í vinnslu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa. Ekki náðist í formann ráðsins, Óskar Bergsson, en Ragnar Sær Ragnarsson, full- trúi Sjálfstæðisflokks, sagðist ekki þekkja málið nægjanlega vel og vildi ekki tjá sig um það. mánudagur 1. október 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Ég veiði eingöngu á flugu og ég var tekinn af lífi án dóms og laga,“ segir Atli Gíslason, þingmaður vinstri-grænna. Samkvæmt úrskurði stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur má Atli ekki kaupa veiðileyfi hjá félaginu næstu þrjú árin. Eftirlitsmaður í Hítará stóð sjö manna hóp þar sem Atli var í föruneyti að því að veiða á maðk en þar er aðeins leyfilegt að veiða á flugu. „Ég varð ekki vitni að neinu sem var að gerast því ég kom ekki í ána á sama tíma og aðrir veiðifélagar mínir. Við vorum nýbyrjaðir að veiða þegar veiðivörðurinn kom. Hann kom að mér þegar ég var einn og félagi minn var töluvert langt fyrir neðan mig þannig að ég sá ekkert hvað hann var með á stönginni. Í þau fáu skipti sem ég fer að veiða veiði ég aldrei á maðk og í þetta skipti var þetta ekkert öðruvísi.“Stjórn Stangaveiðifélagsins var hins vegar á öðru máli en Atli og úrskurðaði þannig að allir veiðimennirnir hafi verið brotlegir. Úrskurðurinn var á þá leið að þeir fjórir veiðimenn sem voru á bakkanum hefðu vitað af athæfi hinna þriggja og þar með verið meðsekir í þessum verknaði. Þriggja ára bannið mun því standa gegn Atla. Atli segir að það versta við málið sé að hann hafi ekki fengið að tjá sig um sína hlið á málinu fyrir stjórn SVFR. „Mér líður eins og manni sem fer með vinum sínum á útihátíð og tveir af fjórum gerast brotlegir við lög og allir fjórir eru dæmdir. Ég fæ ekki að gefa mínar skýringar eða neitt. Þeir bara slátruðu mér án þess að mér gæfist kostur á að tjá mig. Það á ekki að þekkjast í nútímasamfélagi.“Aðspurður segist Atli hafa haft nokkuð gaman af veiðimennsku í gamla daga. „Á síðustu fimm árum hef ég farið þrisvar til fjórum sinnum. Ég hafði mjög gaman af þessu í gamla daga en ætli þetta hafi ekki vikið fyrir pólitíkinni. Ég á mér önn-ur meira spennandi áhugamál eins og sumarbú-staðinn og garðyrkjuna.“ Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur ákveðið að banna Atla Gíslasyni að kaupa veiðileyfi næstu þrjú árin. Atli segist vera fórnarlamb í málinu. Bætifláki Tekinn af lífi án dóms og laga Grímseyjarferja rædd á Alþingi Alþingi verður sett í dag. Þetta er 135. löggjafarþing. Þingsetningarathöfn hefst í dómkirkjunni klukkan 13.30. Að loknu ávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður hlé á þingstörfum. Þá mun strengjakvartett leika Hver á sér fegra föðurland og Ísland ögrum skorið. Geir Haarde forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína annað kvöld og Árni Mathiesen mælir fyrir fjárlögum á fimmtudag. Jón Bjarnason, Grétar Mar Jónsson og fleiri stjórnarandstöðuþingmenn telja að umræður um Grímseyjarferju verði áberandi á fyrstu dögum þinghalds. Lúkasarkærur ekki verið rannsakaðar „Málið var sent frá Akureyri til okkar og hefur ekki verið rannsakað ennþá,“ segir Jón H. B. Snorrason aðstoðarlög- reglustjóri spurður um stöðu Lúkasarmálsins svokallaða. Helgi Rafn Brynjarsson, sá hinn sami og var gefið að sök að hafa drepið hundinn Lúkas, kærði fjölmarga einstaklinga vegna ærumeyðinga. Sýslumaðurinn á Akureyri fékk málið sent til sín til rann- sóknar en hann sendi það til baka á þeim forsendum að mál- ið hefði ekki átt sér stað þar. Jón segir að málið sé í ákveðnu ferli og erfitt sé að segja til um hve- nær rannsókn á málinu lýkur. Beðið krufningar „Við bíðum bara eftir niður- stöðu krufningar. Ég á von á því að eftir 2 til 3 mánuði fáist niðurstöð- ur frá réttarlækni,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, rannsóknarlög- reglumaður hjá lögreglunni í Ár- nessýslu. Dánarorsök fangans sem lést á Litla-Hrauni laugardaginn 22. september er enn ókunn. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar í Árnes- sýslu og þar er beðið eftir krufn- ingu réttarlæknis til að skera úr um með hvaða hætti fanginn lét lífið. Engin sýnileg merki voru um sjálfsvíg. Þorgrímur segir viðtöl við starfsfólk fangelsisins og samfanga ekki hafa gefið neinar vísbending- ar um hvað raunverulega gerðist. Hert eftirlit með skotveiði Lögreglan á Hvolsvelli mun auka eftirlit sitt með skotveiði- mönnum sem fara um um- dæmi hennar. Umdæmið sem lögreglan á Hvolsvelli hefur eftirlit með er eitt það stærsta á landinu. Á vef lögreglunnar á Hvolsvelli er boðað hert eftirlit með skot- veiðimönnum og mega þeir sem hugsa sér gott til glóðarinn- ar búast við að lögreglan spyrji um réttindi og feng þeirra. Sigrún Elsa Smáradóttir „Það væri slæmt ef þessi vandræðagang- ur yrði til þess að fresta uppbyggingu á þjón- ustu fyrir heilabilaða.“ EinAR ÞóR SiGuRðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is GETA EKKI NÝTT HÚSNÆÐIÐ Blesugróf 27 Í húsinu átti að koma dagdeild fyrir alzheimersjúklinga. meirihlutinn í framkvæmdaráði áttaði sig ekki á að húsnæðið fengist líklegast ekki samþykkt.3 Íslenski fanginn, Guðjón Guð- mundsson, greip til þess úr- ræðis að svipta sig lífi eftir að hann tók að afplána tveggja ára fangelsisvist í Kaupmanna- höfn. Hann var dæmdur þar eftir að heima hjá honum fannst töluvert magn fíkniefna. Þórir Jökull Þorsteinsson, sendiráðs- prestur í Danmörku, heimsótti Guðjón reglulega í sumar og reyndi að veita honum stuðning. Hann segir ríka þörf fyrir slíkan stuðning því föngum líði iðulega illa. „Þetta er virkilegur sorgaratburður sem þarna átti sér stað og ég er að reyna að veita þeim sem eiga um sárt að binda stuðning. Ég hafði verið honum innan handar í fangelsinu í sumar því yfirleitt er þar að finna bugaða einstaklinga. Það líður engum vel í fangelsi,“ sagði Þórir Jökull í samtali við DV. svipti sig lífi svipti sig lífi í dönsku fangelsi F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð mánudagur 1. október 2007 dagb laðið vísir 155. tbl. – 97. árg. – ver ð kr. 235 >> Hermann Hreiðarsson skoraði eitt mark þegar lið hans Portsmouth gjörsigraði Reading 7 -4 í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er mesti mark aleik- ur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal er enn í efsta sæti eftir leiki helgarinnar eftir g óða ferð liðsins á Upton Park, heimavöll West H am. fréttir met í íslendingaslag portsmouth-reading átök í skorradal jarðeigendur í skorradal saka davíð pétursson oddvita um valdníðslu. Þeir eru ósáttir við að skipulagning og sala lóða undir sumarhús hafi verið sett í salt í eitt ár hið minnsta. pálmi ingólfsson húsasmíðameistari, sem hefur mestar tekjur sínar af sölu frístundalóða, segir menn fara sér hægt í skipulagsvinnu.>> Hljómsveitin Reykjavík! spilar í Kanada ásamt The Na tionals, Hot Hot Heat, Grizzly Bear og Patti Smith. reykjavík! í kanada íslenskur maður svipti sig lífi í fangelsi í kaupmanna höfn. maðurinn var nýlega byrjaður að afplána tveggja ára fangelsis- dóm sem hann hlaut eftir að hafa verið handtekinn m eð talsvert magn fíkniefna í íbúð í kaupmannahöfn. sjá bls. 2. íslenskur afbrotamaður fannst látinn í fangelsi í kaupmannahöfn: Vill syngja með bítlunum >> Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri vill syngja með bítlunum Paul McCartney og Ringo Starr. Búist er við þeim til Íslands þegar friðarsúla verður reist í Viðey á 67. afmælisdegi John Lennon. Báðir hafa staðfest komu sína munnlega en þó er ekki búið að ganga endanlega frá Íslandsheimsókninni. >> Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsók narflokks í framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar sam þykkti að kaupa 87 milljóna króna hús undir dagdei ld fyrir Alzheimersjúklinga án þess að gera sér gr ein fyrir að starfsemin gæti ekki farið fram í húsinu m iðað við gildandi skipulag. borgin má ekki nota húsið fréttir 4 Stefanía Hjaltested, 25 ára hárgreiðslumeistari, upplifði það fyrir mánuði síðan að amma hennar, sem lést árið 2003, birtist henni í draumi nokkrar nætur í röð. Stefanía vakn- aði jafnan af draumnum og gekk illa að sofna aftur. Nokkrum dög- um eftir að draumfarirnar hófust fékk hún skýringu á þeim. hitt málið Látin amma Lét vita af Legsteini Stefanía Hjaltested amma hennar heitin birtist í draumi á hverri nóttu. skýringin fékkst þegar stefanía fór að leiði hennar. Allir gæsluvarðhaldsklef- ar eru nú fullir eftir að sjö Litháar voru úrskurðað- ir í gæsluvarðhald. Ekki er pláss fyrir fleiri fanga í gæsluvarðhaldi og segir það meðal annars hversu lengi stjórn- völd geta verið að laga sig að nú- tímanum. Glæpum fjölgar og þess vegna er brýnt að geta hýst þá á við- eigandi hátt sem eru teknir úr um- ferð vegna afbrota. allt fullt fimmtudagur 4. október 20072 Fréttir DV Forsetinn fór með einkaþotu Embætti forseta Íslands hefur afhent Pétri Gunnarssyni, ritstjóra vefmiðilsins Eyjunnar, gögn sem staðfesta að Ólafur Ragnar Grímsson ferðaðist með einkaþotu á vegum Eimskips til Leeds á Englandi í september. DV greindi frá för forsetans í september fyrstur fjölmiðla. Forsetaembættið hafði áður hafnað beiðni Péturs um aðgang að upplýsingunum. Úrskurðar- nefnd um upplýsingamál vís- aði málinu frá. Pétur gerði nýja beiðni til embættisins og er þetta niðurstaðan. Ekki kom á daginn hverjir ferðuðust með forsetan- um. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Strokufangarnir tveir sem struku á þriðjudagskvöld frá fangelsinu á Litla-Hrauni voru handteknir í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur um klukkan ellefu í gærmorgun. Annar mann- anna er raðstrokufangi því á síðasta ári strauk hann ásamt hópi manna frá fangelsinu á Akureyri. Hinn stroku- fanginn er í lausagæsluvarðhaldi og bíður dóms. Fangarnir höfðu verið á AA-fundi innan veggja fangelsins þegar þeir nýttu tækifærið og struku. Lögregla og fangelsisyfirvöld rannsaka enn hvernig mönnunum tókst að strjúka. Þegar ljóst var að mennirnir höfðu komist undan gerði lögregla strax miklar ráðstafanir og stoppaði alla bíla á leið til Reykjavíkur og leitaði í þeim. Þrátt fyrir það tókst mönnun- um að koma sér óséðir til Reykjavíkur á stolinni Skoda-bifreið með skrán- ingarnúmerinu ZX-224. Bifreiðinni stálu þeir í Stóru-Sandvík í sveita- félaginu Árborg auk þess sem þeir komust yfir greiðslukort úr annarri kyrrstæðri bifreið. Kortið var notað til greiðslu í 10-11-verslun í Hafnarfirði um klukkan hálfsjö í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá varð- stjóra lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu leiddi stolna bifreiðin lög- reglumenn á slóð strokufanganna. Þeir veittu enga mótspyrnu við hand- töku og virtust hvorki undir áhrifum áfengis né annarra vímuefna. Menn- irnir sitja inni fyrir ýmiss konar auðg- unarbrot og eru meðal góðkunningja lögreglunnar. Þeir eru þó ekki taldir hættulegir. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fang- elsismálastofnunar, segir það hafa áhrif á framtíðarvistun fanga þegar þeir strjúka. „Það getur verið refsivert ef um samantekin ráð er að ræða. Þetta hefur áhrif á afplánunarfer- il þeirra í það heila, bæði vistunar- möguleika og reynslulausn. Það er svo á valdi forstöðumanns fangels- isins að taka ákvörðun um agaviður- lög,“ segir hann. Nöfn mannanna fást ekki uppgefin. valgeir@dv.is Fanginn flýði tvisvar á einu ári Fangelsi ef samantekin ráð eru um strok fanga getur það verið refsivert. 150 vantar á leikskóla Hundrað og fimmtíu starfs- menn vantar á leikskóla Reykja- víkurborgar og er því mikið álag á þá starfsmenn sem þegar eru við störf. Þessar niðurstöður voru kynntar á fundi leikskólaráðs í gær. Hvatt var til þess að borg- aryfirvöld nýti sér heimildir til aukagreiðslna vegna óviðunandi starfsaðstæðna eins og heimild er fyrir. Fulltrúar Samfylkingar, vinstri-grænna og frjálslyndra í borgarstjórn minntu á að lög- reglumenn hefðu fengið slíkar greiðslur þegar álag á þá jókst vegna manneklu og telja nú komið að kvennastéttum. Velti bíl ölvaður Ökumaður sem missti stjórn á bíl sínum við Skálavík í Mjóafirði í fyrradag er grun- aður um ölvun við akstur. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Ísafirði valt bifreið manns- ins út af veginum en annar maður var í bílnum með honum. Í fyrstu var talið að um mjög alvarlegt slys væri að ræða og var þyrla Land- helgisgæslunnar í viðbragðs- stöðu. Ekki kom þó til þess að þyrlan yrði kölluð út. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að meiðsli voru minni- háttar og fengu mennirnir aðhlynningu læknis. Bíllinn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur eftir veltuna. Sigri fagnað Eftir tuttugu og eins árs borgarastríð í bænum Malak- al í Suður-Súdan hefur ekki verið mikið um ánægjustund- ir hjá íbúum. Þessir ungu menn fögnuðu hins vegar í lok september en þá útskrif- uðust þeir úr starfsnámi í SOS-barnaþorpinu á staðn- um sem styrkt er af Íslending- um. Þeir geta nú hafið störf sem járnsmiðir, bifvélavirkjar, rafvirkjar eða múrarar. Þeir nutu leiðsagnar starfs- fólks SOS-barnaþorpsins. Frá árinu 2001 hefur barnaþorpið hjálpað fyrrverandi barnaher- mönnum að fóta sig í lífinu. Flest þessara barna geta ekki skráð sig í skóla eða fengið heilbrigðisþjónustu hjá hinu opinbera. Valtýr Sigurðsson Erlendur Baldursson KOMA EKKI FLEIRUM Í GÆSLUVARÐHALD „Það er allt fullt í gæsluvarðhald- inu eins og stendur,“ segir Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fang- elsismálastofnun ríkisins. Sjö Lit- háar voru í gær úrskurðaðir í gæslu- varðhald í kjölfar þess að fjórtán voru handteknir vegna gruns um umfangsmikinn og skipu- lagðan þjófnað. Litháarnir bætast í hóp nokkurra gæslu- varðhaldsfanga sem þegar sitja inni í kjöl- far smyglskútumálsins á Fáskrúðsfirði auk þeirra sem stóðu að innflutningi á fljótandi kókaíni. Einn maður til viðbótar var úr- skurðaður í gæsluvarð- hald í fyrradag fyr- ir að hafa með brjálsemi hót- að að drepa öryggisvörð í Smáralind, sem stóð hann að þjófnaði. „Ég er hræddur um að við verðum í lag- legum vanda ef setja þarf hina sjö mennina líka í varðhald,“ segir Val- týr Sigurðsson, forstjóri Fangelsis- málastofnunar. Tólf varðhaldsklefar Á Litla-Hrauni eru tíu einangr- unarklefar í sérstakri einingu, ætl- aðri undir gæsluvarðhaldsfanga. Tvo klefa til viðbótar er að finna í hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg. Erlendur Baldursson segir fangelsismálayfirvöld hafa heimildir til að notast við fangaklefa lögreglunn- ar í tilvikum sem þessum. „Þetta er náttúrulega þannig að ef marg- ir hrannast inn til okkar á stuttum tíma kemur að því að allt fyllist. Al- veg á sama hátt og ef maður á bíl sem rúmar alla fjölskylduna og svo bætast skyndilega fimm í hópinn. Þá er maður í vandræðum,“ seg- ir hann. Erlendur segir að engu að síður hafi hingað til náðst að leysa úr vanda sem þessum og hann er vongóður um að svo verði einnig í þessu tilviki. Ræðst í dag Litháarn- ir sjö sem nú hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald voru handteknir í fyrrakvöld og yfirheyrðir fram eftir gærdegin- um. Hinir sjö voru svo gripnir í gær- morgun. Þeir voru yfirheyrðir í gær- kvöldi og í dag mun ráðast hvort einnig verður farið fram á gæslu- varðhald yfir þeim. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuð- borgarsvæðinu, segir tvær húsleitir hafa verið gerðar vegna málsins og talsvert þýfi hafi fundist. Í þýfinu mátti finna tölvuhluti, varning úr stórmörkuðum ásamt snyrtivörum, fatnaði og skóm. Ætlaði af landi brott Mennirnir sem handteknir voru eru á aldrinum 22 til 28 ára gaml- ir. Ekki er ljóst hvað mennirnir ætl- uðust fyrir með þýfið en einn þeirra átti þó pantað far af landi brott í gær. Sá ætlaði sér úr landi með hluta þýf- isins og er talið að hann hafi ætlað koma því í verð. Nokkrir mannanna hafa áður komið við sögu lögreglu á Íslandi og sumir þeirra hafa hlotið dóma vegna auðgunarbrota í öðrum lönd- um. Enda þótt mennirnir hafi ver- ið handteknir í tvennu lagi þekkjast þeir allir innbyrðis. Ómar Smári seg- ir lögreglu hafa fylgst með mönnun- um um nokkra hríð. SigTRygguR ARi jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „ég er hræddur um að við verðum í laglegum vanda ef setja þarf hina sjö mennina líka í varðhald.“ hegningarhúsið Á Skólavörðustígnum eru tveir gæsluvarðhaldsklefar til viðbótar. Erlendur Baldursson erlendur telur að komast megi í gegnum skaflinn. fangelsismálayfirvöld hafi heimild til þess að nota klefa lögreglunnar. Valtýr Sigurðsson Valtýr segir tals- verðan vanda blasa við ef sjö Litháar þurfa í gæsluvarðhald til viðbótar við þá sjö sem fóru í varðhald í gær. Litla-hraun Á Litla- Hrauni eru tíu einangrun- arklefar ætlaðir undir gæsluvarðhaldsfanga. 5 DV MYND GuNNar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.