Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 4
föstudagur 5. október 20074 Fréttir DV Sandkorn n Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, getur ekki verið ánægður með niðurstöðu skoð- anakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að fylgi hans hefur fallið um 10 prósentu- stig á einu ári. Nú vilja 35 prósent landsmanna fá nýjan for- seta að vori. Niðurstað- an kemur kannski ekki á óvart í því ljósi að embætti hans er rekið meira eins og utanríkis- ráðuneyti. Þá er forsetaembættið í lélegu sambandi við almenn- ing og svo virðist sem Örnólfur Thorsson, sérlegur aðstoðar- maður, sé upptekinn við að halda leynd yfir ferðum forsetans og velgjörðarmönnum. n Ólína Þorvarðardóttir, fyrr- verandi skólameistari á Ísafirði, sýndi stór- mennsku þegar hún opinberlega fyrirgaf sms- þrjótnum Gunnari Atla Gunnars- syni að hafa sent út falskt skeyti til nemenda Menntaskól- ans á Ísafirði um að fela brenni- vínið. Ólína, sem er með stór- lyndari konum á Íslandi, bloggar um málið og segir Gunnar Atla mann að meiri að axla ábyrgð með því að biðjast afsökunar og segja af sér sem formaður nem- endafélagsins. Og hún lýsir því yfir að málinu sé lokið af hennar hálfu og slær með því margar keilur. n Fangelsismál á Íslandi hafa tekið miklum breytingum til batnaðar undir stjórn Valtýs Sig- urðssonar fangelsis- málastjóra. Þar nægir að benda á hið opna fangelsi á Kvíabryggju og tilraunir með að láta fanga afplána á Sólheimum og sinna um leið störfum í þágu vistmanna. En þótt yfirborðið sé kyrrt er hermt að ekki séu neinir kærleikar milli Valtýs og Kristjáns Stefánsson- ar, fangelsisstjóra á Litla-Hrauni. Hermt er að Kristján kvarti und- an fangelsismálastjóranum og afskiptum hans við starfsmenn sína. n Spaugstofumenn eru óðum að ná áttum eftir brottrekstur Randvers Þorláksson- ar. Fjór- menning- arnir sem eftir eru munu vera harðákveðn- ir í að ná upp fyrri vinsældum með skemmtileg- um uppátækjum og sýna þannig að þeir geti staðið á eigin fótum. Reyndar er eins gott fyrir þá að halda áhorfi svo Þórhallur Gunn- arsson dagskrárstjóri standi ekki við þá hótun að reka þá alla. n Nú styttist í að landsmenn sjái nýtt andlit á sjónvarpsskjánum en undanfarið hefur Ríkisútvarp- ið auglýst eft- ir nýjum dag- skrárkynni til að kynna dagskrá sjónvarpsins. Margir urðu vitni að því þegar Ellý Ármanns kvaddi þjóðina með kossi. Gunnar Stefán Möller Wathne fer fyrir dómara á Indlandi í dag. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn á Indira Gandhi-alþjóðaflugvellinum í Nýju- Delí fyrir rúmri viku. Bandarísk stjórnvöld krefjast framsals yfir honum svo hægt verði að rétta yfir honum vegna mörg hundruð milljóna króna peningaþvættis. Íslensk stjórn- völd hafa enga aðkomu að málinu. KREFjaST FRaMSaLS Mál Gunnars Stefáns Möller Wathne fer fyrir dómstóla í borginni Nýju- Delí á Indlandi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu banda- rísku fíknefnalögreglunnar, DEA, í bandaríska sendiráðinu á Indlandi munu þarlend stjórnvöld krefjast að Gunnar Stefán verði framseldur. Eins og sagt var frá í síðasta helg- arblaði DV sótti Gunnar Stefán um lausn úr fangelsi gegn tryggingu, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn við komu á Indira Gandhi-alþjóðaflugvöll- inn fyrir tveimur vikum. Satish Aggr- wala saksóknari sem sækir málið fyrir hönd bandarískra stjórnvalda í Ind- landi, staðfesti við DV að unnið væri að framsali Gunnars til Bandaríkj- anna. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Íslensk stjórnvöld hafa enga aðkomu Samkvæmt heimildum DV bindur fjölskylda Gunnars vonir við að hann verði ekki framseldur til Bandaríkj- anna. Fari svo að hann verði ekki framseldur getur Gunnar kom- ið til Íslands en enginn framsalssamingur er í gildi um íslenska ríkis- borgara á milli Banda- ríkjanna og Íslands. Vitað er að hann hefur komið hingað til lands með reglulegu millibili síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu munu íslensk stjórnvöld þó ekki hafa neina aðkomu að málinu svo lengi sem farið er að alþjóðlegum lögum um framsal og handtöku. Gunnar Stefán á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi í Bandaríkjunum verði hann fund- inn sekur um aðild að stórfelldu peningaþvætti á ágóða af fíkni- efnasölu sem hann er sakaður um. Bandaríska fíkniefnalögreglan, DEA, og alþjóðalögreglan Interpol hafa lýst eftir Gunnari síðustu ár. Gunnar kom sér undan handtöku í Banda- ríkjunum fyrir fjórum árum og flúði land. Hann settist að í Rússlandi, haslaði sér völl í fjárfestingum og rak samkvæmt heimildum tungu- málaskóla í landinu. Á vef DEA kem- ur fram að Gunnar Stefán hefur verið búsettur í Moskvu eða annars staðar í Rússlandi síðustu ár. Sakaður um að þvætta hundruð milljóna Eins og fram hefur komið í DV er Gunnar Stefán sakaður um að hafa þvættað peninga fyrir William Pickard, bandarískan efnafræðing við UCLA- háskólann í Kaliforníu. Pickard var á tímabili einn stærstli LSD-framleiðandi Bandaríkjanna og hagnaðist verulega á framleiðslu og sölu efnanna. Gunnar sendi nokkur hundruð milljónir króna til manna sem hann var í sambandi við í Rússlandi, en Rússarnir sendu hluta peninganna aftur til UCLA í þeim tilgangi að fjármagna virðing- arstöðu fyrir Pickard í nefnd sem mótar baráttuna gegn fíkniefnum innan háskólans. Þannig var það Pickard sjálfur sem fjármagnaði stöðuna með söluágóða af eitur- lyfjum. Samkvæmt upplýsingum frá al- þjóðadeild ríkislögreglustjóra var það óformleg eftirlýsing á hendur Gunnari sem varð til þess að hann náðist. Hann var ekki eftirlýstur opinberlega og því ekki víst hvort hann hafi sjálfur vitað að Interpol leitaði hans. Indland gunnar stefán var handtekinn eftir fjögur ár á flótta undan yfirvöldum. Satish Aggrwala saksóknari sem sækir málið fyrir hönd bandarískra stjórnvalda í Indlandi, staðfesti við DV að unnið væri að framsali Gunnars. ValGeIr Örn raGnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Tveir í gæsluvarðhaldi á Hverfisgötunni lögreglustöðin á Hverfisgötu Þar sem allir gæsluvarðhaldsklefar eru þegar fullir þarf nú að beina varðhaldsföngum í klefa lögreglunnar. fimmtudagur 4. október 20072 Fréttir DV Forsetinn fór með einkaþotu Embætti forseta Íslands hefur afhent Pétri Gunnarssyni, ritstjóra vefmiðilsins Eyjunnar, gögn sem staðfesta að Ólafur Ragnar Grímsson ferðaðist með einkaþotu á vegum Eimskips til Leeds á Englandi í september. DV greindi frá för forsetans í september fyrstur fjölmiðla. Forsetaembættið hafði áður hafnað beiðni Péturs um aðgang að upplýsingunum. Úrskurðar- nefnd um upplýsingamál vís- aði málinu frá. Pétur gerði nýja beiðni til embættisins og er þetta niðurstaðan. Ekki kom á daginn hverjir ferðuðust með forsetan- um. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Strokufangarnir tveir sem struku á þriðjudagskvöld frá fangelsinu á Litla-Hrauni voru handteknir í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur um klukkan ellefu í gærmorgun. Annar mann- anna er raðstrokufangi því á síðasta ári strauk hann ásamt hópi manna frá fangelsinu á Akureyri. Hinn stroku- fanginn er í lausagæsluvarðhaldi og bíður dóms. Fangarnir höfðu verið á AA-fundi innan veggja fangelsins þegar þeir nýttu tækifærið og struku. Lögregla og fangelsisyfirvöld rannsaka enn hvernig mönnunum tókst að strjúka. Þegar ljóst var að mennirnir höfðu komist undan gerði lögregla strax miklar ráðstafanir og stoppaði alla bíla á leið til Reykjavíkur og leitaði í þeim. Þrátt fyrir það tókst mönnun- um að koma sér óséðir til Reykjavíkur á stolinni Skoda-bifreið með skrán- ingarnúmerinu ZX-224. Bifreiðinni stálu þeir í Stóru-Sandvík í sveita- félaginu Árborg auk þess sem þeir komust yfir greiðslukort úr annarri kyrrstæðri bifreið. Kortið var notað til greiðslu í 10-11-verslun í Hafnarfirði um klukkan hálfsjö í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá varð- stjóra lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu leiddi stolna bifreiðin lög- reglumenn á slóð strokufanganna. Þeir veittu enga mótspyrnu við hand- töku og virtust hvorki undir áhrifum áfengis né annarra vímuefna. Menn- irnir sitja inni fyrir ýmiss konar auðg- unarbrot og eru meðal góðkunningja lögreglunnar. Þeir eru þó ekki taldir hættulegir. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fang- elsismálastofnunar, segir það hafa áhrif á framtíðarvistun fanga þegar þeir strjúka. „Það getur verið refsivert ef um samantekin ráð er að ræða. Þetta hefur áhrif á afplánunarfer- il þeirra í það heila, bæði vistunar- möguleika og reynslulausn. Það er svo á valdi forstöðumanns fangels- isins að taka ákvörðun um agaviður- lög,“ segir hann. Nöfn mannanna fást ekki uppgefin. valgeir@dv.is Fanginn flýði tvisvar á einu ári Fangelsi ef samantekin ráð eru um strok fanga getur það verið refsivert. 150 vantar á leikskóla Hundrað og fimmtíu starfs- menn vantar á leikskóla Reykja- víkurborgar og er því mikið álag á þá starfsmenn sem þegar eru við störf. Þessar niðurstöður voru kynntar á fundi leikskólaráðs í gær. Hvatt var til þess að borg- aryfirvöld nýti sér heimildir til aukagreiðslna vegna óviðunandi starfsaðstæðna eins og heimild er fyrir. Fulltrúar Samfylkingar, vinstri-grænna og frjálslyndra í borgarstjórn minntu á að lög- reglumenn hefðu fengið slíkar greiðslur þegar álag á þá jókst vegna manneklu og telja nú komið að kvennastéttum. Velti bíl ölvaður Ökumaður sem missti stjórn á bíl sínum við Skálavík í Mjóafirði í fyrradag er grun- aður um ölvun við akstur. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Ísafirði valt bifreið manns- ins út af veginum en annar maður var í bílnum með honum. Í fyrstu var talið að um mjög alvarlegt slys væri að ræða og var þyrla Land- helgisgæslunnar í viðbragðs- stöðu. Ekki kom þó til þess að þyrlan yrði kölluð út. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að meiðsli voru minni- háttar og fengu mennirnir aðhlynningu læknis. Bíllinn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur eftir veltuna. Sigri fagnað Eftir tuttugu og eins árs borgarastríð í bænum Malak- al í Suður-Súdan hefur ekki verið mikið um ánægjustund- ir hjá íbúum. Þessir ungu menn fögnuðu hins vegar í lok september en þá útskrif- uðust þeir úr starfsnámi í SOS-barnaþorpinu á staðn- um sem styrkt er af Íslending- um. Þeir geta nú hafið störf sem járnsmiðir, bifvélavirkjar, rafvirkjar eða múrarar. Þeir nutu leiðsagnar starfs- fólks SOS-barnaþorpsins. Frá árinu 2001 hefur barnaþorpið hjálpað fyrrverandi barnaher- mönnum að fóta sig í lífinu. Flest þessara barna geta ekki skráð sig í skóla eða fengið heilbrigðisþjónustu hjá hinu opinbera. Valtýr Sigurðsson Erlendur Baldursson KOMA EKKI FLEIRUM Í GÆSLUVARÐHALD „Það er allt fullt í gæsluvarðhald- inu eins og stendur,“ segir Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fang- elsismálastofnun ríkisins. Sjö Lit- háar voru í gær úrskurðaðir í gæslu- varðhald í kjölfar þess að fjórtán voru handteknir vegna gruns um umfangsmikinn og skipu- lagðan þjófnað. Litháarnir bætast í hóp nokkurra gæslu- varðhaldsfanga sem þegar sitja inni í kjöl- far smyglskútumálsins á Fáskrúðsfirði auk þeirra sem stóðu að innflutningi á fljótandi kókaíni. Einn maður til viðbótar var úr- skurðaður í gæsluvarð- hald í fyrradag fyr- ir að hafa með brjálsemi hót- að að drepa öryggisvörð í Smáralind, sem stóð hann að þjófnaði. „Ég er hræddur um að við verðum í lag- legum vanda ef setja þarf hina sjö mennina líka í varðhald,“ segir Val- týr Sigurðsson, forstjóri Fangelsis- málastofnunar. Tólf varðhaldsklefar Á Litla-Hrauni eru tíu einangr- unarklefar í sérstakri einingu, ætl- aðri undir gæsluvarðhaldsfanga. Tvo klefa til viðbótar er að finna í hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg. Erlendur Baldursson segir fangelsismálayfirvöld hafa heimildir til að notast við fangaklefa lögreglunn- ar í tilvikum sem þessum. „Þetta er náttúrulega þannig að ef marg- ir hrannast inn til okkar á stuttum tíma kemur að því að allt fyllist. Al- veg á sama hátt og ef maður á bíl sem rúmar alla fjölskylduna og svo bætast skyndilega fimm í hópinn. Þá er maður í vandræðum,“ seg- ir hann. Erlendur segir að engu að síður hafi hingað til náðst að leysa úr vanda sem þessum og hann er vongóður um að svo verði einnig í þessu tilviki. Ræðst í dag Litháarn- ir sjö sem nú hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald voru handteknir í fyrrakvöld og yfirheyrðir fram eftir gærdegin- um. Hinir sjö voru svo gripnir í gær- morgun. Þeir voru yfirheyrðir í gær- kvöldi og í dag mun ráðast hvort einnig verður farið fram á gæslu- varðhald yfir þeim. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuð- borgarsvæðinu, segir tvær húsleitir hafa verið gerðar vegna málsins og talsvert þýfi hafi fundist. Í þýfinu mátti finna tölvuhluti, varning úr stórmörkuðum ásamt snyrtivörum, fatnaði og skóm. Ætlaði af landi brott Mennirnir sem handteknir voru eru á aldrinum 22 til 28 ára gaml- ir. Ekki er ljóst hvað mennirnir ætl- uðust fyrir með þýfið en einn þeirra átti þó pantað far af landi brott í gær. Sá ætlaði sér úr landi með hluta þýf- isins og er talið að hann hafi ætlað koma því í verð. Nokkrir mannanna hafa áður komið við sögu lögreglu á Íslandi og sumir þeirra hafa hlotið dóma vegna auðgunarbrota í öðrum lönd- um. Enda þótt mennirnir hafi ver- ið handteknir í tvennu lagi þekkjast þeir allir innbyrðis. Ómar Smári seg- ir lögreglu hafa fylgst með mönnun- um um nokkra hríð. SigTRygguR ARi jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „ég er hræddur um að við verðum í laglegum vanda ef setja þarf hina sjö mennina líka í varðhald.“ hegningarhúsið Á Skólavörðustígnum eru tveir gæsluvarðhaldsklefar til viðbótar. Erlendur Baldursson erlendur telur að komast megi í gegnum skaflinn. fangelsismálayfirvöld hafi heimild til þess að nota klefa lögreglunnar. Valtýr Sigurðsson Valtýr segir tals- verðan vanda blasa við ef sjö Litháar þurfa í gæsluvarðhald til viðbótar við þá sjö sem fóru í varðhald í gær. Litla-hraun Á Litla- Hrauni eru tíu einangrun- arklefar ætlaðir undir gæsluvarðhaldsfanga. dV g eindi frá því að allt væri f llt í var haldi. Þjófagengi frá Litháen fyllir nú gæsluvarðhaldsklefa: 4. október Gunnar Stefán Möller Wathne situr í indversku fangelsi nú um stundir. Lögreglan óskaði í gærdag eftir því að tveir menn til viðbótar úr fjór- tán manna litháísku þjófagengi yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Sjö voru úrskurðaðir í varðhald vegna málsins í fyrradag. Fimm úr geng- inu ganga því lausir, fjórir þeirra eru í farbanni. Allir tólf gæsluvarðhaldsklefar landsins eru nú setnir og í samtali við DV í gær kvað Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, nokkurn vanda blasa við ef fleiri úr genginu yrðu sendir í varðhald. Fangelsismálayfirvöld hafa heim- ild til þess að notast við fangageymsl- ur lögreglu í tilvikum sem þessum. „Við getum lent í vandræðum þegar svona margir koma í gæsluvarðhald í einu,“ segir Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofn- un. Litháarnir tveir sem nú hafa ver- ið úrskurðaðir í varðhald munu því að öllum líkindum dúsa í klefum lög- reglunnar á Hverfisgötu. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn á höfuð- borgarsvæðinu, hefur ekki viljað gefa upp hvort beðið verði um gæsluvarð- hald yfir fleiri mönnum vegna máls- ins eða hvort von sé á fleiri handtök- um. Litháarnir fjórtán voru gripnir, grunaðir um stórfellda og skipulagða þjófnaðarhrinu í höfuðborginni. Í fórum þeirra fannst margvíslegt þýf , meðal annars vörur úr stórmörk- uðum ásamt snyrtivörum, skóm g fötum. Einn mannanna hafði þega pantað sér far til útlanda og ætlaði á brott með hluta þýfisins í fyrradag. Nokkrir mannanna hafa áður komið við sögu lögreglu á Ísl di og sumir þeirra hafa hlotið dóma vegna auðgunarbrota í öðrum lö d- um. Enda þótt mennirnir hafi ver- ið handteknir í tvennu lagi þekkjast þeir allir innbyrðis. Ómar Smári s g- ir lögreglu hafa fylgst með mönnun- um um nokkra hríð. sigtryggur@dv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.