Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 6
föstudagur 5. október 20076 Fréttir DV Sandkorn n Það tímarit íslenskt sem fæst- ir vilja kannast við er Bleikt og blátt sem selst vel í kyrrþey og hefur um árabil haldið velli. Blaða– mennska á hinu eðla riti virðist vera nokk- ur ávísun á frama eða allavega þátttöku í pólitík. Þar hafa verið blaðamenn Ró- bert Marshall og Guðmund- ur Steingrímsson sem báðir hafa sýnt einbeittan vilja til að komast á þing. Þá var Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, þar um tíma að ónefndum Davíð Þór Jónssyni þýðanda sem ritstýrði blaðinu. Guðmund- ur Arnarson ritstýrir blaðinu í dag en hefur ekki sýnt áhuga á pólitískum frama enn sem komið er. n Upplýsingar um ferðamáta forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, eru að jafnaði ekki gefnar upp fyrir- fram, af ör- yggisástæð- um. Þegar þær fréttir bárust að forsetinn hygðist fá að fljóta með auðjöfrum Eimskips til Kína nú í mánaðarbyrjun var breytt um áætlun. Á sama tíma flaug júmbóþota flugfélagsins Atl- anta til Kína með minni spá- menn úr viðskiptalífi og annað almúgafólk. Örnólfur Thors- son forsetaritari hefur nú stað- fest að þjóðhöfðinginn fór ekki með almúgaþotunni, held- ur ferðaðist hann eftir öðrum leiðum, sem ekki fást uppgefn- ar í andránni. n Alma Guðmundsdótt- ir úr söngflokknum Nylon og Freyja Haraldsdóttir eru að gefa út bók. Bókin mun fjalla um upplifun Freyju sem fjölfatlaður einstaklingur. Stúlkurn- ar kynnt- ust í Fjöl- brautaskóla Garðabæjar árið 2005 þar sem Freyja var við nám og Alma vann sem aðstoðarmanneskja. Dýr- mæt vinátta hófst í kjölfarið og hafa þær síðustu tvö árin unnið að sögu Freyju. Bókin mun koma út í lok október og deila þær því ferðalagi sem fylgir útgáfu bókarinnar á bloggi sínu. Eiríkur Jónsson er tekinn við sem ritstjóri Séð og heyrt. Hann er afar umdeildur blaðamaður en kannast ekki við að hafa verið óvarkár í fréttaflutningi sínum í gegn- um tíðina. Þau dómsmál sem höfðuð hafa verið á hendur honum segir Eiríkur að snú- ist öll um framsetningu og aldrei hafi verið farið með rangt mál. Hann er ekki hrædd- ur við neinn og stefnir á að gera blaðið að stofuprýði á hverju heimili. FYRIRSÖGN ER GÓÐ EF ÞÚ GETUR SUNGIÐ HANA „Félagi minn sagði eitt sinn að Séð og heyrt væri eins og krókabát- ur innan um alla frystitogarana. Krókabáturinn er fínn en draum- irnn minn er að gera Séð og heyrt að lystisnekkju,“ segir Eiríkur Jóns- son, nýr ritstjóri Séð og heyrt, sem stefnir á að gera blaðið að stofu- prýði á hverju heimili. „Ég ætla að gera þetta að betra blaði, innihalds- ríkara og glæsilegra.“ Ásamt Eiríki verður Loftur Atli Eiríksson við stjórnvölinn á Séð og heyrt en hann hefur unnið við blað- ið frá því það fyrst kom út fyrir ellefu árum. Eiríkur hefur starfað á Séð og heyrt undanfarið ár og segist hafa sett sinn svip á blaðið. Skotinn í Séð og heyrt „Sem fagmaður hef ég alltaf ver- ið dálítið skotinn í Séð og heyrt,“ segir Eiríkur. „Blaðið er mjög sér- stakt. Þetta er myndablað, þetta er fréttablað og þetta er blað sem er með mjög sérstaka framsetningu. Þegar best tekst til er Séð og heyrt í mínum huga hrein myndlist.“ Hann segist alltaf hafa verið blaðamað- ur sem hugsar ekki síður um fram- setningu en innihald, og bendir á að á mörgum miðlum skorti upp á að hugað sé að báðum atriðum. Aðspurður hvort miklar breyt- ingar séu í vændum segir Eiríkur: „Séð og heyrt verður alltaf Séð og heyrt. En það hættir kannski að vera krókabátur og verður lystisnekkja.“ Stutt er síðan Mikael Torfason lét af störfum sem ritstjóri Séð og heyrt. Það gekk fjöllunum hærra að hann hefði verið rekinn því hann fjallaði um dóttur Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar á forsíðu. Eiríkur hrekur þær sögur. Hann segir alla vita að blað- ið sé í eigu Baugs en það sé engin ástæða til þess að vera var um sig. „Ég er ekkert hræddur við þá. Þeir eru ekkert að skipta sér af þessu,“ segir hann. Forðast málsóknir Eiríkur segist ungur hafa lært að fyrirsagnir eigi að vera hægt að syngja. „Fyrirsögn er góð ef þú getur sungið hana eins og blaðsölustrákur,“ segir hann og syngur fyrir blaðamann hina umdeildu fyrirsögn sína: „Bubbi fallinn.“ Eiríkur var á sínum tíma sóttur til saka og dæmdur fyrir meiðyrði þegar hann birti þessa fyrirsögn við frétt um Bubba Morthens. Þórey Guðmundsdóttir, kennd við Atlanta, hefur einnig kært Eirík fyrir meiðyrði vegna fyrirsagnar sem gaf til kynna að hún væri blönk. Úrskurðar í því máli er að vænta á næstunni. Aðspurður hvort málsóknum muni rigna yfir Séð og heyrt með tilkomu Eiríks í ritstjórastólinn segir hann: „Við forðumst þær eins og heitan eldinn.“ Hann bendir á að málaferli á hendur honum sé hægt að telja á fingrum annarrar handar. Hins vegar hafi þau vakið afar mikla fjölmiðlaathygli. „Þetta hefur aldrei snúist um að eitthvað rangt hafi verið sagt. Þetta hefur alltaf snúist um framsetningu sem er áhugavert því aðalkostur Séð og heyrt er framsetningin,“ segir Eiríkur. Skilnaðir og hjónabönd „Þetta er jákvætt blað,“ segir Eiríkur,“ og bendir á slagorð blaðsins þar sem segir að það geri lífið skemmtilegra. „Það rúmar allt litróf lífsins. Skilnaðir eru ekkert betra efni en brúðkaup. En allt í bland er þetta best,“ segir hann. „Séð og heyrt fjallar um fólk, brosandi fólk sem getur stundum grátið líka.“ Eiríkur segist hvorki hafa sóst sérstaklega eftir ritstjórastöðunni né að komið hafi verið að máli við hann beint. „Þetta þróaðist svona. Ég ákvað með mér að annað hvort væri komið að því að snúa sér annað eða fara í þetta á fullt. Séð og heyrt er í miklu sóknarfæri núna. Ég fann að þetta var það sem mig langaði til að gera.“ LR HENNING VIRKAR!! „Séð og heyrt fjallar um fólk, brosandi fólk sem getur stundum grátið líka.“ Erla HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Eiríkur Jónsson eiríkur segir eigendur blaðsins ekkert skipta sér af efninu og því sé engin ástæða til að óttast þá. Skátafélag Akraness flutti vegna húsnæðisvanda: Greiði á móti greiða „Bæinn vantaði húsnæði og þetta var bara greiði á móti greiða,“ segir Guðríður Baldursdóttir, flokksforingi hjá Skátafélagi Akraness. Húsnæðis- vandi hjá Akraneskaupstað varð þess valdandi að Skátafélag Akraness flutti starfsemi sína í annað húsnæði í bænum. Töluverð þörf hefur verið á hús- næði undir leikskóla hjá Akranes- kaupstað og þótti húsnæði skáta- félagsins henta vel undir þá starfsemi. Því hafði bærinn samband við félag- ið og bauð þeim annað húsnæði í staðinn. Gert er ráð fyrir að byggingu nýs leikskóla verði lokið fyrir ágúst á næsta ári og segir Guðríður að gerður hafi verið leigusamningur sem gildi í eitt ár. Því mun skátafélagið flytja starfsemi sína aftur í sitt gamla hús- næði. „Þetta er allt gert í mikilli sátt og samlyndi við bæjaryfirvöld. Við fengum annað húsnæði sem hent- aði undir okkast starfsemi sem hefur sjaldan verið eins góð og hún er um þessar mundir. Fólksfjölgun í Akraneskaupstað hefur verið framyfir spár Hagstofu Íslands en húsnæðisskiptin urðu til þess að bærinn gæti þjónustað íbúa sína. Frá akranesi skátarnir létu bænum eftir skáta- heimilið fyrir leikskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.