Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 10
Föstudagur 5. október 200710 Helgarblað DV og litríka ævi. Þrátt fyrir að líf henn- ar hafi verið sveipað dulúð eignað- ist hún marga vini á lífsleiðinni og margir þeirra eru meðal ríkasta fólks veraldar. Sögur af samskiptum henn- ar við karlmenn eru margar og óljóst þykir hversu margar þeirra eru sann- ar. Ljóst er þó að Sonja átti í eldheitu ástarsambandi við gríska skipakóng- inn Aristotle Onassis, sem síðar giftist Jacqueline Kennedy. Síðar gekk hún í hjónaband með Argentínumannin- um Alberto Zorrilla, myndarlegum ólympíu- og heimsmethafa í sundi og hæfileikaríkum tangódansara, og eru þau bæði jörðuð hér á landi. Alla tíð fylgdi Sonja þeirri skoð- un sinni að konur ættu að taka ör- lög sín í eigin hendur. Hún bjó yfir miklu hugrekki og frelsisþrá, stund- aði myndlist, ræktaði með sér ótví- ræða viðskiptahæfileika og varð vell- auðug. Síðustu æviárin bjó hún að mestu á Seltjarnarnesinu þar sem hún hafði útsýni til fjalla. Hún hafði gefið þau fyrirmæli að eftir andlátið skyldi auður hennar að mestu renna í minningarsjóðinn. Greiðslur eða ekki greiðslur? Tveir sjóðsstjórar voru settir yfir Minningarsjóð Sonju, þeir Guð- mundur Birgisson, frændi Sonju, og John Ferguson, lögfræðingur Sonju í Bandaríkjunum. Báðir hafa þeir gefið þau svör að sjóðurinn hafi tak- markað fjármagn til styrkveitinga. Hvorugur þeirra hefur viljað veita upplýsingar um bolmagn sjóðsins til styrkveitinga, stofnfé hans eða ávöxt- unarleiðir. Síðla árs 2006 urðu sjóðsstjór- arnir tvísaga um úthlutanir sjóðsins, Guðmundur tilkynnti þá að úthlutað hefði verið úr sjóðnum en Ferguson neitaði því. Í kjölfarið sagðist Guð- mundur ekki fylgjast svo náið með sjóðnum og úthlutunum. Snemma á þessu ári lýsti Banda- ríkjamaðurinn því svo yfir að loksins hefði verið úthlutað úr sjóðnum og allir á Íslandi ættu að verða ánægð- ir yfir því. Jafnframt tilkynnti hann að ekkert yrði greitt úr sjóðnum næstu þrjú árin því búið væri að ráðstafa öllu styrktarfénu úr honum. Að- spurður vildi Ferguson hvorki gefa upp hve miklu hefði verið úthlutað né til hverra var úthlutað. Þrátt fyr- ir yfirlýsingarnar í upphafi árs hafa engar greiðslur skilað sér til íslenskra styrktarfélaga. Ekki skráður á Íslandi Sjóðsstjórarnir tveir segja sjóð- inn einkasjóð, starfandi í Banda- ríkjunum, þannig að um hann gildi ákveðnar reglur og fyrir vikið séu þeir ekki skuldbundnir til að veita upplýsingar. Báðir hafa þeir sagt að skattaflækjur hafi tafið fyrir og komið í veg fyrir úthlutanir. Hjá íslenskum skattayfirvöldum fengust þær upp- lýsingar að engar laga- eða skatta- flækjur væru til staðar sem skýrðu að svo langur tími væri liðinn frá stofn- un sjóðsins án þess að úthlutað væri úr honum. Minningar- og styrktarsjóðir hér á landi falla undir dómsmálaráðuneyt- ið. Bryndís Helgadóttir, lögfræðing- ur á lagaskrifstofu dómsmálaráðu- neytisins, segir engar upplýsingar um Minningarsjóð Sonju að finna hjá ráðuneytinu. „Ef þess er óskað geta sjóðir sótt um staðfestingu hjá ráðuneytinu, það er hins vegar engin skylda og því hefur ráðuneytið ekki yfirlit yfir alla sjóði. Við vitum ým- islegt um sjóði sem eru skráðir hjá okkur en um aðra vitum við ekkert,“ segir Bryndís. Botna ekki í þessu Ragna Marinósdóttir, fram- kvæmdastjóri Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, skil- ur ekki hversu erfiðlega gengur fyrir íslensk styrktarfélög að fá úthlutað úr sjóðnum. Aðspurð segist hún ekki vita um neitt félag hér á landi sem hafi fengið greiðslu úr sjóðnum. „Þetta er ofboðslegur frumskógur og við erum eiginlega á sama stað og í upphafi þegar við sóttum um. Við erum þau fyrstu sem sóttum um og ég veit ekki um neinn sem hefur fengið styrkinn. Fyrir löngu síðan fengum við loforð um úthlutun úr sjóðnum en höfum ekki fengið neitt ennþá og ekkert að gerast. Það er orðið svo langt síðan að ég er hreinlega búin að gleyma því hversu miklu okkur var lofað,“ segir Ragna. Sigríður Sigurbergsdóttir, for- maður Thorvaldsensfélagsins, tekur undir og segist lítið skilja í því hvers vegna styrkir úr sjóðnum séu ekki greiddir út. Hún veit heldur ekki til þess að nokkurt félag hér á landi hafi hlotið styrk. „Við höfum enga krónu fengið enn. Við höfum verið í töluverðum bréfaviðskiptum við þá en ekkert komið út úr því. Þeir biðja alltaf um meira og meira og maður er eiginlega hættur að botna í því um hvað málið snýst,“ segir Sigríð- ur. Sonja Wendel Benjamínsson de Zorrilla varð vellauðug á lífsleið sinni og margir vina hennar eru meðal ríkasta fólks veraldar. Hún hafði yfirburðaþekkingu á al- þjóðlegum verðbréfamörkuðum og hagnaðist gífurlega á slíkum viðskiptum. Sonja átti í eldheitu ástar- sambandi við gríska skipakóng- inn Aristotle Onassis, sem síð- ar giftist Jacqueline Kennedy, og gekk síðar í hjónaband með Argentínumanninum Alberto Zorrilla, myndarlegum ólympíu- og heimsmethafa í sundi og hæfi- leikaríkum tangódansara. Sonja var sannur heimsborg- ari en síðustu æviárin bjó hún á Seltjarnarnesinu þar sem hún naut fjallasýnar. Hún lést í mars 2002 og lét eftir sig mikil auðæfi sem hún vildi að rynnu til hjálpar börnum. Ekkert bólar á greiðslum úr Minningarsjóði Sonju Zorrilla, Sonja Foundation, sem stofnaður var árið 2002. Samkvæmt erfða- skrá tilgreindi hún að auðæfi hennar og eigur skyldu að mestu renna í sjóð til styrktar námi og heilbrigði barna hér á landi og í Bandaríkjunum. Í dag eru rúm fimm ár liðin frá stofnun sjóðsins án þess að nokkuð sé vitað opin- berlega um úthlutanir. Sonja Wendel Benjamínsson de Zorrilla lést 22. mars 2002, 85 ára að aldri. Minningarsjóð- ur hennar var stofnaður nokkru síðar með það meginhlutverk að styrkja börn á Íslandi og í Banda- ríkjunum til náms og heilsu. Með þessu móti vildi hún tryggja að eigur hennar yrðu til góðs. Frá stofnun sjóðsins hefur verið hljótt yfir honum og fjöldi viðmælenda DV undrast hvers vegna sjóður- inn, sem hafi það göfuga mark- mið að hjálpa börnum, starfi í slíkri kyrrþey. Að minnsta kosti bólar enn ekkert á greiðslum úr honum og litlar sem engar upp- lýsingar fást um úthlutanir. Áhyggjufullir vinir Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur var vinur Sonju og deildu þau ómældum áhuga á listum. Hann segir marga vini hennar furða sig á því hvað hafi orðið um minningarsjóðinn. „Nú átti Sonja glæsilegt safn listaverka með mörgum heimsþekktum listamönnum. Samkvæmt erfða- skrá hennar átti að selja verkin og andvirði þeirra átti að renna í minningarsjóðinn til styrkt- ar börnum. Það er ekki bara ég heldur fleiri sem velta því fyrir sér hvað hafi orðið um auðæfi henn- ar og sjóðinn. Það fást engar skýr- ingar á því,“ segir Aðalsteinn. Sveinn Einarsson, fyrrver- andi þjóðleikhússtjóri, er annar af vinum Sonju sem hefur spurst fyrir um afdrif sjóðsins en án ár- angurs. Hann segir suma ætt- ingja hennar hafa áhyggjur af því hvort hlutverks sjóðsins sé nægj- anlega vel gætt. „Ég veit ekkert um hvað hefur orðið af sjóðnum. Sonja vildi stofna þennan göfuga sjóð og það var kynnt eftir andlát hennar. Síðan veit ég ekkert meir og ég velti því fyrir mér hvers vegna maður fréttir ekki meira af þessu. Ég hef nokkrum sinnum spurst fyrir um þetta en er engu nær,“ segir Sveinn. Sveipuð dulúð Sonja þótti afar fögur og hríf- andi kona sem hafði gaman af að umgangast fólk og átti langa TrauSTi hafSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Sjóðurinn Sem týndiSt Sveinn Einarsson Vinur sonju til margra ára segir það hafa verið hjartans mál sonju að stofna sjóð til hjálpar börnum. Sonja Zorrilla Heimskonan átti sér þann draum að auður hennar kæmi börnum að gagni. Eftir andlát Sonju Zorrilla var stofnaður sjóður úr auðæfum hennar til styrktar börnum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Rúmum fimm árum síðar er ekkert vitað um úthlutanir sjóðsins og engar upplýsingar fást frá sjóðsstjórum. Annar þeirra segist vera búinn að greiða út til íslenskra styrkt- arfélaga en enginn kannast við slíkar greiðslur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.