Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 11
DV Helgarblað Föstudagur 5. október 2007 11
Margmiðlunarskólinn í Reykjavík
Flash vefsíðugerð
Kennari: Guðmundur Jón Guðjónsson.
Kennt tvisvar í viku, 3 tímar í senn.
Tímasetning: 36 kennslust. námskeið, þri- og
fim.kvöld frá kl. 18–20. Hefst 16. okt.
Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík,
tölvuhús, stofa 628
Lýsing: Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra
að nota Flash forritið til að búa til marg-
miðlunarvefsíður og vefborða.
Forkröfur: Almenn tölvukunnátta.
Markmið:
Að nemendur geti:
• Komið hlutum á hreyfingu
„motion tween“
• Breytt litum og formum “shape tween”
• Þekki mun á mismunandi táknum
„symbols“
• Unnið með mismunandi gerðir laga
„layers“
• Unnið með hnappa “button”
og virkjað þá
• Sett upp vefsíður í flash
• Sett hljóð og kvikmyndir á flash vefsíður
Námsefni: Glósur og sýnidæmi frá kennara.
Verð: 32.000 kr.
Er þrívíddarvinnsla eitthvað fyrir þig?
Kennari: Ari Knörr.
Tímasetning: 22 kennslust. námskeið, þri- og
fim. kvöld 27. okt. til 8. nóv. kl 18–21.
Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík,
Tölvuhús, stofa 637.
Lýsing: Á þessu námskeiði er farið í grunnatriði
þrívíddarvinnslu:
• Hvernig módel verða til?
• Hver eru grunnatriði áferða og ljósa?
• Hvernig á að stilla upp myndavélum?
• Hvernig verða hreyfimyndir til?
• Hvernig á að keyra út videómyndir
af módelum?
• ‘Tips and tricks’ í þrívíddarvinnslu!
Forkröfur: Enskukunnátta, þar sem eitthvað af
kennsluefninu er á ensku. Kennsla fer fram á
íslensku.
Námsefni: Námsefni er í fyrirlestraformi, video-
kennsluefni sem og pdf skjölum sem kennari
veitir aðgang að.
Verð: 24.000 kr.
SKRÁNING Á WWW.IR.IS/NÁMSKEIÐ
UPPLÝSINGAR Í SÍMA 522 6500.
„Það var gaman að þekkja Sonju
de Zorrilla. Hún varð ógleymanleg
öllum sem kynntust henni, gull-
falleg kona, með þykkt slegið hár
niður á herðar, ætíð búin glæsileg-
um tískufatnaði meðan hún rækt-
aði samkvæmislífið, röddin djúp
og seiðandi og hljómaði eins og ör-
laði á niðurbældum hlátri. Hún var
heimskona í orðsins fyllstu merk-
ingu, hafði dreypt á kokkteilum og
tekið mörg danssporin í glæsisölum
og umgengist efnaðasta fók verald-
ar þar sem hún bjó í New York. Hún
var skarpgreind og athugul, gerði
skondnar athugasemdir við ólík-
legustu tækifæri en var jafnframt
umtalsfróm svo að af bar. Við Son-
ja eignuðumst einlæga gagnkvæma
vináttu fyrir dálæti okkar beggja á
íslenskri náttúru og íslenskri tungu.
Fyrir aldarfjórðungi fór hugur henn-
ar að leita meir og meir til Íslands,
hún festi sér eignir hér, íbúð og
sumarhús, og kom eins oft og kost-
ur var. Eftir að maður hennar féll frá
á níunda áratugnum...urðu komur
hennar enn tíðari heim til ættjarðar-
innar og að lokum flutti hún alkom-
in heim. Mér finnst lífið litlausara að
henni genginni. Hún var afar virkur
og skemmtilegur persónuleiki sem
ég minnist með mikilli hlýju.“
Formáli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi
forseta, að bókinni Sonja - Líf og leyndardómar
Sonju W. Benjamínsson de Zorrilla.
Vigdís Finn-
bogadóttir,
fyrrverandi
forseti Íslands,
um Sonju:
Ógleymanleg þeim
sem kynntust henni
Vigdís Finnbogadóttir
Fyrrverandi forseti Íslands.
sjÓðurinn sem týndist
Göfugur sjóður
Sveinn segir Sonju hafa orð-
ið æ tengdari Íslandi og að
landið hafi verið henni mikið
áhugamál. Hann segir það hafa
verið henni mikið hugðarefni að
stofna sjóð úr auðæfum sínum
sem myndi nýtast þeim sem á
þyrftu að halda. „Ættingjar henn-
ar virðast lítið fá að vita, sumir að
minnsta kosti. Trúlega hafa þeir
nokkrar áhyggjur af þessu. Þetta
var henni hjartans mál og ég tel
mjög sennilegt að hún hafi viljað
hafa starfsemi sjóðsins opna. Ég
undrast hversu hljótt hefur verið
yfir sjóðnum og í raun veit eng-
inn hvort eitthvað hafi verið veitt
úr honum,“ segir Sveinn.
Aðspurð hver hún haldi að sé
ástæða fyrir töfum við úthlutanir
segist Ragna hjá Umhyggju enga
hugmynd hafa um það. Hún seg-
ir næsta mál á dagskrá að leita til
íslenskra yfirvalda til aðstoðar.
„Einhvers staðar stendur hnífur-
inn í kúnni. Við vitum bara ekki
hvert vandamálið er. Við erum
búin að senda öll skjöl út og búin
að láta þýða allt fyrir okkur á lög-
giltum skjalapappírum. Við vitum
ekki annað en við séum búin að
gera allt sem beðið var um. Þetta
er dálítið pirrandi.“
Langt síðan
Aðalsteinn segir eðlilegt að
fólk sé farið að velta vöngum yfir
afdrifum sjóðsins því langt sé síð-
an hann var stofnaður. „Það hefur
verið voðalega hljótt yfir þessum
sjóði. Margir vinir hennar Sonju
eru áhyggjufullir og hafa ver-
ið að spyrja spurninga um hvað
hafi orðið um sjóðinn án þess að
fá nokkur svör. Ég ímynda mér
ekki að hún hafi viljað að sjóð-
urinn starfi í sérstakri kyrrþey og
þeim sem þótti vænt um hana
vilja sjá veg þessa málefnis sem
mestan,“ segir Aðalsteinn. Að-
spurð segist Sigríður nærri búin
að gefa upp vonina um að nokk-
ur styrkur muni berast frá sjóðn-
um. Hún telur sjóðsstjórana þurfa
að skýra mál sitt í ljósi þess hversu
langt er síðan hann var stofnað-
ur. „Okkur finnst þetta allt sam-
an dálítið skrítið og í rauninnni
erum við hætt að vinna í þessu.
Það skilur enginn neitt í neinu
en að sjálfsögðu gerum við engin
læti út af þessu. Við töldum okk-
ur aðeins hafa rétt til að sækja um.
Mér finnst miklu eðlilegra að veita
bara hreina neitun í stað þess að
draga mann áfram í voninni.“
Gengur ljómandi vel
Við vinnslu fréttarinnar náði
blaðamaður tali af Guðmundi
Birgissyni, frænda Sonju og öðr-
um sjóðsstjóra minningarsjóðs
hennar, en hann vildi lítið tjá sig
um málefni sjóðsins. „Það gengur
alveg ljómandi vel með sjóðinn.
Það er alltaf verið að úthluta og
sjóðurinn er í ákveðnum farvegi,“
var það eina sem Guðmundur lét
hafa eftir sér. Hann sagðist vera að
flýta sér og bað um að hringt yrði
í sig síðar. Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir til að ná aftur í Guðmund
tókst það ekki.
John Ferguson, bandaríski
lögmaðurinn og hinn sjóðsstjóri
minningarsjóðsins, hafði held-
ur ekki tíma til að ræða sjóðinn
er blaðamanni tókst að ná tali af
honum eftir ítrekaðar tilraun-
ir. „Þetta er einkasjóður og ég
get ekki gefið neinar upplýsing-
ar. Við erum að gera allt sem við
eigum að gera og höfum gefið allt
sem við gátum í ár. Við höfum
veitt myndarlega styrki til þriggja
ára og veittum til allra þeirra sem
sóttu um og höfðu rétt á því,“ segir
Ferguson. Að því loknu lagði hann
á án þess að kveðja.
Aðalsteinn Ingólfsson
Listfræðingurinn undrast hvers vegna engar
skýringar fást um starfsemi sjóðsins.