Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Qupperneq 12
föstudagur 5. október 200712 Fréttir DV EINKAREKIN FANGELSI Ekki er óeðlilegt að þeirri spurningu sé velt upp að stofna eigi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í tilefni af fjölgun rýma í fangelsinu á Kvíabryggju, en þeim fjölgaði úr fjórtán í tuttugu og tvö á miðvikudaginn. Í ræðu sinni sagði Björn að skoða ætti til hlítar hvort ríkið ætti sjálft að standa að byggingu og rekstri hins nýja fangelsis sem hefur verið á döfinni í mörg ár á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðinu er ætlað að koma til móts við plássleysi sem einkennt hefur Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Björn sagði jafnframt að eðlilegt sé að skoða hvort reksturinn ætti að vera í höndum einkaaðila. Fáránlegar hugmyndir „Mér finnst þessar hugmyndir vera alveg út í hött,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks vinstri-grænna. Hann segir að ástæðan sé sú að þessi aðferð hafi verið reynd í löndum á borð við Bandaríkin og Bretland, ásamt öðrum Evrópuþjóðum og hafi ekki gefist nægjanlega vel. „Reyndar er það svo að einkaframkvæmd af þessu tagi hefur reynst kostnaðarsamari fyrir skattborgara. Í þeim undantekningartilfellum þar sem tekist hefur að ná kostnaðinum niður – eins og gerðist í tilteknu fangelsi í Bretlandi – var það á kostnað starfsfólksins því laun og kjör þeirra voru stórlega skert.“ Ögmundur segir að í Hollandi hafi einkaaðili verið fenginn til að sjá um fangaflutninga. Þeim samningi var hins vegar sagt upp eftir að fangar sluppu hvað eftir annað úr höndum öryggisvarða sem áttu að sjá um flutninginn. Ögmundur segir að það veki furðu hans að dómsmálaráðherra skuli svo mikið sem orða þessa hugmynd. „Það er alveg ljóst að ef þessar tillögur næðu eitthvað fram að ganga yrði barist af mikilli hörku gegn þeim. Þetta er í rauninni ósiðleg hugsun.“ Ekki reynst vel Í Bandaríkjunum var lengi talað um einkarekin fangelsi sem þá atvinnugrein sem væri í hvað mestum vexti. Bandaríkjamenn hafa verið að færa út kvíarnar þar sem einkafyrirtæki eru í síauknum mæli farin að taka að sér öryggisverkefni með misjöfnum árangri. Þannig var starfsleyfi öryggissveitarinnar Blackwater afturkallað í Írak fyrir þremur vikum eftir að öryggisverðir á vegum sveitarinnar höfðu orðið átta óbreyttum borgurum að bana. Í Bandaríkjunum hefur rekstur fangelsa að hluta til verið í höndum einkaaðila. Á sama tíma hefur dæmdum mönnum fjölgað og fyrirtæki hafa barist af krafti fyrir hörðum refsingum. Kostirnir sem stjórnmálamenn í Bandaríkjunum hafa séð við það er að þeir þurfa ekki að fá heimildir fyrir fjárveitingum til bygginga nýrra fangelsa heldur greiða þeir þóknun fyrir hvern fanga. Þessi mikli vöxtur hefur vakið ugg sumra fræðimanna um að þrýstingur fyrirtækja sem hagnast af fjölgun fanga réði meiru um ákvörðun refsirammans en málefnaleg sjónarmið. „Menn ættu bara að spyrja sig hvort þeir kærðu sig um að vera á vegum almannaþjónustunnar eða á vegum fyrirtækis sem geymir mann til þess eins að hafa af manni gróða. Ég held að menn ættu að taka þessar hugmyndir, stinga þeim ofan í skúffu og læsa,“ segir Ögmundur.“ Þörf á breytingum Aðspurður hvaða breytingar þurfi að gera í íslenskum fangelsismálum segir Ögmundur að gera þurfi stórátak. „Það þarf að hlúa miklu betur að málefnum fanga. Það þarf að huga að undirbúningi þeirra við að takast á við daglegt líf þegar afplánun lýkur. Það er hagsmunamál fyrir einstaklingana innan fangelsanna og þjóðfélagsins í heild sinni.“ Ögmundur segir að fólkið sem vinnur innan fangelsisveggjanna vinni mjög erfitt starf. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að bæta launakjör þeirra. „Það vita það allir sem hafa unnið innan fangelsis að þetta er gríðarlega erfitt starf. Fangavarðarstarfið er eitt erfiðasta starfið í þjóðfélaginu og það er geysilegt álag sem hvílir á herðum þeirra. Það vantar meira fjármagn inn í þetta,“ segir Ögmundur en vill þó meina að vel sé staðið að rekstrinum, sé miðað við þann þrönga stakk sem honum er sniðinn. Aðspurður hvort Ögmundur sé bjartsýnn á að eitthvað af þessum hugmyndum nái fram að ganga á næstunni, segir hann að almennur skilningur sé í þjóðfélaginu. „Það er ljóst að það þarf að gera stórátak á þessu sviði. Þetta er líka forvarnaratriði og mun spara okkur peninga þegar til lengri tíma er litið.“ Skoða þetta með opnum hug „Í sjálfu sér tel ég að það sé hægt að skoða þetta með opnum huga upp að vissu marki,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Helgi segir að þessi umræða sé ekki ný af nálinni og að ákveðinn hluti af rekstri fangelsa, til dæmis í Bandaríkjunum og í Evrópu, hafi verið rekinn af einkaaðilum. Helgi segir að ríkið gæti ekki leyft sér að láta rekstur fangelsa algerlega í hendur einkaaðila sem reki þau með gróðasjónarmiði. Hann segir að fangelsiskerfið sé mjög stórt og eru margir þættir sem koma að því. Þannig mætti skoða að reksturinn á til dæmis aðföngum fyrir fangelsi yrði í höndum einkaaðila. Helgi segir að rekstur fangelsanna – þeirra þátta er lúta að föngum – ætti ávallt að vera í höndum ríkisvaldsins. „Við viljum ekki að fjárhagsleg sjónarmið geti haft áhrif á það hver niðurstaða afplánunar verður. Um leið og refisvistin fer að verða að markaðsstarfsemi geta fangar keypt sér betri refsingar. Þess vegna er æskilegt að opinberir aðilar sjái um þann hluta.“ Hagkvæmur rekstur Í samtali við DV sagði Björn Bjarnason að hann teldi að allur rekstur ætti að vera hagkvæmur, hvort sem um ríkisrekstur eða einkarekstur sé að ræða. Hann sagði að markmið dómsmálayfirvalda væri ekki að byggja meira til að geta tekið á móti fleiri föngum. Markmiðið væri að finna leiðir til að fækka þeim sem refsað er með fangavist. Hann sagði að ríki og sveitarfélög um allan heim hafi séð hag sinn í að fela einkaaðilum að byggja og reka hvers kyns mannvirki. Þeir sem notið hafi þeirrar þjónustu hafi ekki gert ágreining um hver standi að baki rekstrinum eða húsnæðinu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill skoða möguleikann á samstarfi við einkaaðila um byggingu og rekstur fangelsa. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna, segir hugmyndirnar fráleitar. Hann segir að reynsl- an í Bandaríkjunum og í Evrópu sýni að slíkt sé fráleitt. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð- ingur segir að hugmyndina sé hægt að skoða. Ríkið gæti þó ekki leyft sér að láta rekstur fangelsa algerlega í hendur einkaaðila. „Ég held að menn ættu að taka þessar hugmyndir, stinga þeim ofan í skúffu og læsa.“ Einar Þór SiGurðSSon blaðamaður skrifar: einar@dv.is Dómsmálaráðherra björn bjarnason segir að ekki sé óeðlilegt að einkaaðilar sjái um byggingu og rekstur fangelsa. Litla-Hraun Fangar á Litla-Hrauni eru vistaðir á vegum hins opinbera. Í Bandaríkjunum er hins vegar töluvert um einkarekin fangelsi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.