Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Qupperneq 15
DV Helgarblað Föstudagur 5. október 2007 15
Aftur formaður eftir afplánun
Skýringar á því að Sjómannasam-
band Íslands hafi ekki viljað taka á
málinu telja þær ekki ólíklegt að séu
þær að tekjur renna til sambandsins
frá félaginu. En Sjómannasamband-
ið þurfti ekki að biðja eins eða neins.
Sjómannafélag Reykjavíkur ákvað að
slíta öll tengsl við Sjómannasamband
Íslands um áramótin og sameinast
Matsveinafélaginu og ber félagið nú
nafnið Sjómannafélag Íslands.
„Birgir Hólm Björgvinsson, áður
titlaður gjaldkeri Sjómannafélags
Reykjavíkur og vinur Jónasar, er
leppur hans í félaginu, þó nýtt hafi
fengið nafnið. Hann, ásamt stjórn fé-
lagsins, hefur þegar tilkynnt að Jónas
verði aftur formaður eftir að hann er
búinn að afplána dóminn. Hvernig
geta þeir ákveðið það? Eru ekki sett
lög um kosningar um formenn og
í stjórn félaga almennt, hvers eiga
sjómenn þessa lands að gjalda? Að-
alfundur Sjómannafélags Reykjavík-
ur, þar sem kosið var um úrsögnina,
var jafnframt undarlega tímasettur,
einungis sextíu og fjórir sjómenn
greiddu atkvæði og þar af aðeins einn
sem greiddi atkvæði á móti. Sjálfsagt
hafa aðrir hinna hundruð sjómanna
sem tilheyra félaginu verið að sinna
skyldum sínum á sjó...? Birgir sagði
að það hefði verið einróma samþykkt
að segja félagið úr Sjómannasam-
bandi Íslands. En ætli tilkynning um
fund hafi verið gerð með skynsam-
legum fyrirvara...eða vissu menn eða
gátu þeir greitt atkvæði sitt með svo
skömmum fyrirvara? Sjómenn þessa
lands eru jú starfans vegna aðallega
staðsettir úti á sjó!“
Viðskiptafélagar en engir vinir
Í samtali við tímaritið Séð og
heyrt rúmum mánuði eftir að viðtal
við systurnar birtist í DV í fyrra sagði
Jónas Garðarsson ýmislegt sem syst-
urnar vilja gjarnan fá tækifæri til að
leiðrétta hér. Það örlar ekki á reiði í
fari þeirra og þær hafa lært að lifa
með sorginni, sem þær segja þó aldrei
hverfa.
„Jónasi varð tíðrætt um mikla
vináttu milli þeirra Friðriks. Okk-
ur er ekki kunnugt um mikinn vin-
skap þeirra, en viðskiptafélagar voru
þeir, því Friðrik var einn lögmanna
Vélstjórafélagins og var á dánardegi
sínum að flytja mál fyrir hönd Sjó-
mannafélags Reykjavíkur. Í viðtalinu
sagði Jónas orðrétt: „Við urðum góð-
ir vinir og vorum í miklu sambandi,
sérstaklega eftir að hann kynntist
Matthildi. Við borðuðum oft sam-
an á heimilum okkar, þannig að það
var eins og vináttan væri að öðlast
meiri dýpt með tilkomu hennar.“
Sannleikurinn er sá að Maddý þekkti
þetta fólk lítið sem ekkert. Harpa,
kona Jónasar, viðurkenndi meira að
segja fyrir rétti að hún hefði verið að
hitta Maddý í fyrsta eða annað skipti
kvöldið sem slysið varð. Hún vissi
ekki einu sinni að Maddý hét Matt-
hildur og Harpa hélt að hún væri fer-
tug. Maddý var fimmtug. Samband
okkar systra er afar sterkt, við hefðum
vitað ef um vinasamband hefði ver-
ið að ræða. Þar sem hér er ekki far-
ið rétt með staðreyndir truflar þetta
okkur, sannleikurinn er sá að Maddý
hafði hitt þau einu sinni áður á árs-
hátíð. Að öðru leyti þekkti hún þau
alls ekki. Það má líka gjarnan minn-
ast á það hér að ef fólk verður fyrir
vinamissi sýnir það gjarnan samúð
með því að senda kveðju eða sam-
úðarkort, slíkt barst aldrei frá Jónasi
og fjölskyldu að undanskildu því að
móðir hans og systir vottuðu móður
okkar samúð við minningarathöfn-
ina, sem haldin var á vegum Snar-
farafélagsins skömmu eftir slysið.“
Sendi Hörpu til Danmerkur
Aðstandendur Friðriks og Matt-
hildar hafa gert bótakröfu á Jónas
Garðarsson. Mann sem óskaði eftir
náðun vegna bágrar fjárhagsstöðu
og erfiðra heimilisaðstæðna.
„Við fengum mjög fljótlega eftir
dóminn að heyra að Jónas Garðars-
son væri eignalaus maður. Kannski
var hann alltaf skráður eignalaus,
það vitum við ekki, en hann er það
allavega núna. Hann átti ekki neitt
nema skemmtibátinn Hörpu. Aðr-
ar eigur eru á nafni konu hans. Það
eina sem hægt var að láta Jónas sjálf-
an greiða vegna skaðabótakröfu, var
andvirði stórskemmds bátsins, sem
hann hefur nú selt. Hann sótti um
náðun vegna bágrar fjárhagsstöðu
og erfiðra fjölskylduaðstæðna. Hann
hefur þó reyndar getið þess í fjöl-
miðlum að hann sé vel borgunar-
maður skaðabótarkröfunnar, en ætli
sér bara ekki að borga krónu fyrr en
eftir afplánun. Þarna er hann enn og
aftur orðinn tvísaga. Er hann eigna-
laus maður í fjárhagserfiðleikum
eða á hann nóg, akandi um á sinni
rauðu corvettu, búandi í einbýlis-
húsi? Hann segist ekki eiga bátinn
og vera búinn að selja hann, sem
hann gerði eftir að báturinn var sam-
kvæmt lögum kyrrsettur. Þar gerðist
hann enn og aftur brotlegur við lög
þessa lands.
Þegar báturinn var kyrrsett-
ur samkvæmt lögum var hann þó í
vörslu eiganda, sem ekki mátti selja
hann eða losa sig við hann. 6. júní
í fyrra féll dómur í héraðsdómi, 5.
október var farið fram á löggæslu á
bátnum, 11. og 14. október var til-
kynnt að beiðnin væri komin og
Jónas boðaður til fyrirtöku og 19.
október voru löggeymslubeiðnirnar
teknar fyrir. Jónas mætti ekki. Tæp-
um mánuði síðar, 17. nóvember
2006, var skemmtibáturinn Harpan
fluttur með Atlantsskipum til Dan-
merkur og nafn sendanda var skráð
Jónas Garðarsson.“
Endurhönnuð sviðsmynd
Það er fleira sem systurnar sjá at-
hugavert við framgang mála.
„Í upphafi átti báturinn að vera í
vörslu lögreglunnar þar sem þetta
er opinbert sakamál, en Baldur og
Einar, bræður Friðriks, komu að
vinum Jónasar í Snarfara þar sem
þeir voru að spúla bátinn morgun-
inn eftir slysið. Þar var lögreglumað-
ur á vappi í kring og leyfði að bátur-
inn væri hreinsaður. Einar og Baldur
spurðu hvort ekki væri verið að eyði-
leggja sönnunargögn og fengu þau
svör að lögreglan hefði veitt leyfi til
þessa, svo vél bátsins skemmdist
ekki af salti. Einhver sönnunargögn
kunna að sjálfsögðu að hafa verið
fjarlægð áður en báturinn var færð-
ur í geymslu fyrir rannsókn máls-
ins. Að lokinni rannsókn fékk Jónas
bátinn aftur í hendur til geymslu.
Jónas og Kristján Stefánsson, lög-
maður hans, og þeir aðrir sem að
Jónasi stóðu gátu því gert hvað sem
þeir vildu til að undirbúa og æfa frá-
sögn Jónasar um hvernig og hvar
hver bátsverji hefði verið staðsett-
ur þegar slysið varð. Báturinn hafði
verið í hans geymslu í marga mánuði
áður en málið var loks tekið fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjandi
og sakborningur höfðu þá haft allan
tíma og ráðrúm til að endurhanna
sviðsmyndina þeim sjálfum í vil. Þeir
settu upp leikrit og æfðu það. Jónas
mundi nákvæmlega hvernig hann
datt, hverja einustu hreyfingu. Fram
að því var það eina sem hann mundi
úr slysinu að Maddý hefði stýrt bátn-
um. Svo allt í einu fyrir héraðsdómi
mundi hann hverja hreyfingu. Þetta
var of æft hlutverk. Hann þóttist hafa
dottið á rúðuna og þannig hefði hún
brotnað, en síðan var hægt að sýna
fram á það að rúðan brotnaði utan
frá við áreksturinn. Saksóknarinn
Sigríður Friðjónsdóttir og þeir dóm-
arar sem komu að málinu eiga skil-
ið mikið þakklæti fyrir að hafa séð
gegnum leikræna tilburðina – of æft
hlutverk til að satt gæti verið. Minnið
kom akkúrat á réttum augnablikum
hjá Jónasi, að öðru leyti bar hann við
algjöru minnisleysi.“
Formaður NTF sannfærður um
að Jónas afpláni helming
Jónas á sæti í stjórn Norræna
flutningamannasambandsins, NTF,
sem er samtök fimmtíu stéttarfélaga,
í starfsgreinum á sviði flutninga, í
Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Nor-
egi og Svíþjóð. Innan vébanda að-
ildarsamtakanna eru um það bil
400.000 flutningamenn. Í samtali
blaðamanns DV við yfirmann sam-
bandsins, Klas Valbärj, í hádeginu á
miðvikudag, staðfesti Klas að Jónas
ætti enn sæti í sambandinu.
„Við höldum fundi tvisvar á ári
og ég sá Jónas síðast fyrir hálfu ári,“
sagði Klas. „Hann mun verða leystur
af næsta eitt og hálfa árið af kollega
sínum, Birgi Hólm Björgvinssyni.“
Síðustu orð
Maddýjar
Hinn 10. maí féll í Hæstarétti dómur um að Jónas Garðarsson, eigandi skemmti-
bátsins Hörpu, skyldi sæta þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi svo jaðr-
aði við ásetning. Tveir létu lífið þegar skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri
10. september 2005. Þegar dómur Hæstaréttar féll var liðið tæpt ár frá samhljóð-
andi úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Til þyngingar refsingar kom að Jónas
reyndi að koma sökinni á slysinu yfir á Matthildi Victoriu Harðardóttur sem lét
lífið ásamt sambýlismanni sínum, Friðrik Hermannssyni.
„Allir fjársjóðir þessa heims
munu aldrei bæta missinn,
frekar en hjá öðrum sem
missa einhvern sér náinn.
Sorgin verður alltaf til
staðar, en maður
lærir að lifa með henni.
Reiðin kemur upp
þegar við upplifum að
sjá það að sá sem varð
valdur að dauða hennar
skuli komast upp með að
draga á langinn afplánun,
halda áfram að ljúga og svo
lætur hann eins og ekkert
hafi í skorist.“
Framhald
á næstu opnu