Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 23
Eva Þyri, Beethoven og Chopin
Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju
á morgun klukkan 17. Á efnisskrá eru verk eftir Beethoven, Chopin,
Granados og Prokofiev. Eva Þyri hefur komið fram sem einleikari með
hljómsveitum, frumflutt fjölda verka og kemur reglulega fram með
hljómsveitum og kammersveitum af ýmsum stærðargráðum.
DV Menning Föstudagur 5. október 2007 17
Sýning
Kjartans
framlengd
Málverkasýning Kjart-
ans Guðjónssonar í Gallerí
Fold hefur verið framlengd til
sunnudagsins 7. október. Kjart-
an, sem er fæddur 1921, er úr
upphaflega Septemberhópn-
um svokallaða sem sýndi fyrst
saman í Listamannaskálanum
árið 1947. Sú sýning vakti gríð-
arlega athygli og hafði víðtæk
áhrif á myndlist hér á landi um
langt árabil. Kjartan kenndi við
Myndlista- og handíðaskóla
Íslands í meira en aldarfjórð-
ung. Hann hefur haldið margar
einkasýningar og tekið þátt í
fjölda samsýninga bæði hér-
lendis og erlendis.
Skartgripir
og skjaldar-
merki
Gullsmiðurinn og fjöllista-
maðurinn Jouni Jáppinen frá
Finnlandi opnar sýninguna
Ellefta aðkoman - skartgrip-
ir og skjaldarmerki í Listhúsi
Ófeigs á Skólavörðustíg 5 á
morgun kl.16. Hann hefur áður
sýnt fimm sinnum á Íslandi
og er að mörgu kunnur, meðal
annars fyrir boð sín til margra
Íslendinga um gestavinnustofu
í heimabæ sínum, Loviisa, aust-
ur af Helsinki. Jouni hefur vakið
mikla athygli fyrir vinnslu sína
á járni úr mýrarrauðu og hefur
meðal annars tekið að sér að
hanna skjaldarmerki fyrir sveit-
arfélög og fleiri.
Fyrstu tón-
leikarnir
Fyrstu tónleikarnir á ný-
vígðu orgeli Grindavíkurkirkju
fara fram á sunnudaginn kl. 17.
Friðrik Vignir Stefánsson org-
anisti sér um spilamennskuna
en á efnisskránni eru verk eftir
Bach, Buxtehude, Boëllmann
og fleiri tónskáld. Í tilkynn-
ingu segir að orgelið gjörbreyti
möguleikum til tónleikahalds
í Grindavík. Það er smíðað af
Björgvini Tómassyni, er með
þeim stærri á landinu og það
stærsta á Suðurnesjum. Org-
elið er 25 radda pípuorgel
með tveimur hljóðborðum og
pedala. Það hefur 1.502 pípur,
minnsta pípan er 9 mm á lengd
en sú stærsta um 2,5 m á lengd.
Styrkir til leikkvenna
Styrkir og viðurkenningar voru afhent úr Minningarsjóði frú
Stefaníu Guðmundsdóttur í vikunni. Þau komu nú í hlut
þriggja leikkvenna: Kristbjargar Kjeld, Elvu Óskar Ólafsdótt-
ur og Sigrúnar Eddu Björnsdóttur. Styrkir úr sjóðnum hafa
verið veittir íslenskum leikurum í rúmlega þrjátíu ár.
Kínversk menning verður í brennidepli í Kópavogi um helgina:
Kínverskt málþing og fjölskylduhátíð
Málþing um kínverska menn-
ingu verður haldið í Salnum í Kópa-
vogi á morgun kl. 10 til 13 á Kínverskri
menningarhátíð. Á þinginu verður
meðal annars fjallað um daóíska lífs-
list og um sígild við-
horf daóískra hugs-
uða. Arnþór Helgason,
varaformaður Kínversk-íslenska
menningarfélagsins, fjallar um þró-
un menningarsamskipta Kínverska
alþýðulýðveldisins og Íslands undan-
farna fimm áratugi. Kínverskt ritmál
er viðfangsefni Steingríms Þorbjarn-
arsonar mannfræðings og Hjörleifur
Sveinbjörnsson þýðandi fjallar um
kínverska frásagnarlist. Dagur Kristj-
ánsson, fyrrverandi námsmaður í
Kína, mun svo segja frá reynslu sinni
sem námsmaður í Kína eftir tveggja
ára dvöl í landinu.
Fjölskylduhátíð verður haldin í
Vetrargarðinum í Smáralind á morg-
un kl. 14 til 16 í tilefni af menningar-
hátíðinni. Í boði verður fjölbreytt dag-
skrá við hæfi allrar fjölskyldunnar.
Félagar úr Loftfimleikaflokki Wuhan
leika listir sínar og heimskunnir kín-
verskir listamenn úr Þjóðlagahljóm-
sveit Söngleikja- og dansstofnunar
Wuhan flytja kínverska tónlist í bland
við íslenska. Úr Kópavogi koma fé-
lagar úr Skólahljómsveit Kópavogs
og leika kínversk lög, Gerpla verður
með fimleikasýningu og Xu Wen óp-
erusöngkona syngur lög á íslensku og
kínversku við píanóundirleik Önnur
Rúnar Atladóttur. Trúðarnir Búri og
Bína syngja vinsæl barnalög og leik-
arar úr Þjóðleikhúsinu sýna brot úr
söngleiknum Legi eftir Hugleik Dags-
son. Þá mun Félag Kínverja á Íslandi
sýna fornan kínverskan drekadans.
Allir eru velkomnir og aðgangur er
ókeypis.
hátíð
er svo ókvenlegt.“ En um leið og ég
fór út í leikstjórnina fann ég hvað
það stækkaði mig sem leikara. Þá
fór ég að skilja að það er enginn leik-
stjóri sem lætur leikara leika. Það er
frumkvæðið frá þeim sjálfum. Svo
er það leikstjórans að halda utan
um og hlúa að því sem er að fæðast
hjá leikaranum.“
Fyrsta verkið sem Guðrún leik-
stýrði var uppfærsla á Einu sinni á
jólanótt þegar hún var um þrítugt.
„Þetta var leikhópur sem kallaðist
Litla leikfélagið og var stofnaður af
nýútskrifuðum leikurum frá Leik-
listarskóla Leikfélags Reykjavíkur.
Þetta var algjört ævintýri því við
vissum ekkert hvað við ætluðum að
gera. Eina sem við vissum var að við
ætluðum að frumsýna annan í jól-
um,“ segir Guðrún hlæjandi og bæt-
ir við að það hafi allt blessast.
Skrifin eitt mesta ævintýrið
Og Guðrún ríður svo sannarlega
ekki við einteyming í leiklistinni því
hún hefur ennfremur látið til sín taka
í leikritaskrifum. „Ég held að það að
skrifa sé eitt mesta ævintýrið. Fyrsta
leikritið mitt var Kaj Munk sem var
sýnt í Hallgrímskirkju. Það gekk al-
veg ótrúlega vel. Þegar leikararnir
byrjuðu hjá mér fengu þeir ekkert
kaup, en svo gekk þetta svo vel að
ég gat borgað þeim jafnmikið og ef
þeir hefðu verið að vinna við Þjóð-
leikhúsið. Við fórum til að mynda
í leikferð til Danmerkur þar sem ég
fékk verðlaun fyrir verkið.“ Af öðrum
leikritum Guðrúnar má nefna Heil-
aga syndara, sem sýnt var við góðan
orðstír í Grafarvogskirkju þegar hún
var rétt orðin fokheld fyrir tæpum
áratug, og leikrit um Ólafíu Jóhanns-
dóttur sem meðal annars var sýnt í
Noregi.
Eins og margir vita hefur trúin
ávallt skipað stóran sess í lífi Guð-
rúnar. Listakonan segir trúna ekki
síður styrkja sig í listsköpuninni en
á öðrum sviðum lífsins. „Hún hefur
verið hvati að öllu sem ég geri. Hún
var hvatinn að því að ég fór að skrifa
því það var svo margt sem mig lang-
aði að koma á framfæri. Ég man að
margt trúað fólk sagði við mig að ég
gæti ekki verið leikari og verið trúuð.
En ég fann aldrei af hverju í ósköpun-
um ég ætti ekki að geta verið leikari.
Ég sagði við þetta fólk að Páll post-
uli saumaði tjöld á virkum dögum, af
því að hann kunni að sauma tjöld, og
svo fór hann upp í helgidóminn til að
predika um helgar. Leiklistin er það
sem ég kann og ég þurfti að sjá fyrir
mér,“ útskýrir Guðrún. Og hún seg-
ir að Guð hafi staðið við bakið á sér
þegar hún skrifaði sitt fyrsta leikrit,
barnaleikritið Mér er alveg sama þó
einhver sé að hlæja að mér, sem sýnt
var í öllum grunnskólum landsins á
seinni hluta áttunda áratugarins.
Enginn snillingur
í barnauppeldi
Vinnutími leikara mun líklega
seint teljast til þeirra fjölskyldu-
vænstu. Blaðamanni leikur því for-
vitni á að vita hvernig Guðrúnu hef-
ur gengið að samræma vinnu og
einkalíf þessa fimm áratugi í leik-
listinni. „Ég veit ekki hvort það sé
út af því að ég hef gengið í gegn-
um tvo hjónaskilnaði,“ segir Guð-
rún og kímir. „En hvað er að vera
fjölskylduvænn? Ég get ekkert alveg
lýst því. En þótt ég hafi ekki verið
neinn snillingur í að ala upp börn
þykir mér rosalega vænt um að tvö
af mínum þremur börnum hafa far-
ið út í listina, þau Ragnar og Sigrún
Edda. Og miðbarnið mitt, Leifur
Björn Björnsson, er í mjög kreat-
ívri vinnu sem tölvunarfræðingur
þar sem hann fæst við kennslu og
er sömuleiðis einn af aðalmönnun-
um hjá CCCP,“ segir Guðrún en það
fyrirtæki bjó til hinn heimsþekkta
tölvuleik Eve-Online. „Ég hafði eng-
ar uppeldisaðferðir, ég bara kelaði
nógu mikið við þau. En að eiga fjöl-
skyldu hefur alltaf verið fyrir mér
grunnurinn í lífinu. Svo tekst okk-
ur ekki alltaf. Mér hefur ekki tekist
í hverju einasta hlutverki, og mér
tókst ekki tvisvar að halda hjóna-
bandinu áfram þó svo allt benti til
þess að það ætti að vera hægt. En nú
er ég gift mínum þriðja eiginmanni
og hann er sá allra besti, svo það er
ekkert til að kvarta yfir,“ segir Guð-
rún og hlær dátt.
Eignaðist rödd án hjáleiða
Athygli vakti þegar Guðrún tók
sæti á framboðslista Frjálslynda
flokksins fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar í fyrravor. Hún segist ekki
hafa þurft að hugsa sig um þeg-
ar Ólafur F. Magnússon, oddviti
frjálslyndra í borginni, bað hana
um að taka sæti á listanum. „Ég
virti forkólfana, Ólaf og Margréti
Sverrisdóttur, svo mikið og fannst
þau svo frábærar og miklar hug-
sjónamanneskjur að ég tók þessu
með gleði. Þetta gekk mjög vel og
það var stórkostlegt að vinna með
þeim,“ segir Guðrún en hún var á
meðal þeirra sem fylgdu Margréti
þegar hún sagði skilið við Fráls-
lynda flokkinn síðasta vetur og var
með í að stofna Íslandshreyfing-
una. Hún starfar þó enn sem borg-
arfulltrúi fyrir Frjálslynda flokkinn
í borginni og segir það alveg ganga
upp, enda fái hún að vinna að sín-
um hugsjónum þar.
Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér
að hún hefði orðið stjórnmála-
maður, ef hún hefði ekki valið fet-
að listabrautina, segist Guðrún taka
fram að það hafi aldrei blundað í
sér eftirsjá að hafa valið leiklistina.
„En það hrífur mig í pólitíkinni að
eignast allt í einu rödd. Að sú rödd,
sem maður hefur verið að reyna að
framfylgja í leikritaskrifunum, kom-
ist strax yfir. Þetta er hvetjandi æv-
intýri að eignast rödd án nokkurra
hjáleiða.“
kristjanh@dv.is
viðtal
ekki alltaf
Frumkvæði leikara „um leið og
ég fór út í leikstjórnina fann ég hvað
það stækkaði mig sem leikara. Þá fór
ég að skilja að það er enginn
leikstjóri sem lætur leikara leika. Það
er frumkvæðið frá þeim sjálfum.“
Arnþór Helgason Fjallar um þróun
menningarsamskipta kína og Íslands
undanfarna fimm áratugi.
dV-MYNdIr ÁsgeIr