Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 33
Föstudagur 5. október 2007DV Sport 33 Loksins loksins munu allar flóðgáttir opnast hjá Manchester United. Liðið hefur unnið sjö leiki í röð 1–0 og aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik. Liðið mun hreinlega valta yfir Wigan-liðið og kæmi ekki á óvart ef við fengjum að sjá 5–7 mörk á Old Trafford. Án Emiles Heskey á Wigan einfaldlega ekki séns. Rooney, Saha og Anderson skora mörk United í leiknum. Auðveldur 1 á Lengjunni. Forvitnilegur slagur þar sem Alan Curbishley getur loksins stillt þeim Dean Ashton og Craig Bellamy saman í framlínu liðsins. Villa hefur eins og undanfarin ár vantað stöðugleika í sinn leik. Þeir unnu Chelsea á heimavelli en töpuðu þeim næsta. Það er jafnteflislykt af leiknum í fjörugum leik. 2–2. X á lengjunni. Arsenal á heimavelli, spilar besta fótboltann í Evrópu í dag þannig að þetta er aldrei spurning. Það verður nóg að gera hjá Craig Gordon, markverði Sunderland, í leiknum og hann þarf að eiga dag lífs síns ef Sunderland á að eiga möguleika. Það mun samt ekki gerast. 1 á Lengjunni. Hvernig kemur Reading-liðið stemmt til leiksins eftir afhroðið um síðustu helgi þar sem liðið fékk á sig 7 mörk? Annað árið er oft erfitt fyrir liðin sem halda sér uppi eins og Reading er að verða vitni að. Ef ekki á illa að fara þarf liðið að vinna leiki gegn liðum eins og Derby. 1–0 sigur lítur því dagsins ljós. 1 á Lengjunni. Manchester-liðið er nú loksins farið að geta eitthvað á heimavelli og meira að segja farið að skora þar mörk. Það gat það einfaldlega ekki á síðasta ári. Núna er öldin önnur og liðið er vel mannað með skemmtilega leikmenn. Boro-liðið er brokkgengt, vinnur og tapar á víxl. Það er því hætt við að þetta verði langar 90 mínútur fyrir Boro-menn. 1 á Lengjunni. Chelsea vann góðan sigur í vikunni og gæti verið komið á beinu brautina. Hins vegar gengur ekkert upp hjá Bolton, sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Derby. Með baráttu og dugnaði gæti þetta hins vegar verið leikurinn sem snýr gengi Bolton í réttan farveg. DV Sport telur hins vegar að Chelsea vinni nokkuð öruggan 2–0 sigur. 2 á Lengjunni. Það er mjög erfitt að giska á úrslitin í þessum leik. Hvorugt liðið hefur spilað af eðlilegri getu að undanförnu og þau eiga mikið inni. Liverpool virðist eiga erfitt með að skora mörk en hafa ber í huga að Paul Robinson er í marki Tottenham og hann getur hæglega gefið Liverpool tvö mörk upp á sitt einsdæmi. Tottenham skoraði fjögur mörk í síðasta leik en það er hægara sagt en gert að koma boltanum framhjá Jose Reina. 1 á Lengjunni. Newcastle-menn vilja væntanlega hefna fyrir ömurlega frammistöðu um síðustu helgi þar sem liðið steinlá gegn Man. City. Everton er og verður Everton, lítið um stöðugleika en getur rambað inn á einn og einn stórleik. Hins vegar eru varnar- menn þess of svifaseinir fyrir hraða leikmenn Newcastle. 2 á Lengjunni. Enn á ný mætast gamlir Manchester United- leikmenn. Um síðustu helgi mætti Mark Hughes Roy Keane og nú er það Steve Bruce. Liðin hafa unnið á víxl ef litið er á kassann hér til hliðar. Síðast vann Blackburn og því er komið að Steve Bruce og félögum. Birmingham hefur þetta með einu marki. 2 á Lengjunni Er markakvótinn búinn hjá Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth eftir að hafa skorað 7 mörk í síðasta leik? Það hlýtur að vera erfitt að gleyma þeirri frammistöðu og því gætu Fulham-menn pressað hátt frá upphafi. Skora í byrjun en Hermann bjargar stigi fyrir Portsmouth. X á Lengjunni Síðustu fimm viðureignir Man. Utd 3–1 Wigan Wigan 1–3 Man. Utd Wigan 1–2 Man. Utd Man. Utd 4–0 Wigan Man. Utd 4–0 Wigan 1. arsenal 7 6 1 0 16:4 19 2. Man.united 8 5 2 1 7:2 17 3. Man.City 8 5 1 2 11:6 16 4. Liverpool 7 4 3 0 12:2 15 5. everton 8 4 1 3 10:8 13 6. Portsmouth 8 3 3 2 15:12 12 7. blackburn 7 3 3 1 7:5 12 8. Chelsea 8 3 3 2 7:8 12 9. aston Villa 7 3 2 2 11:8 11 10. Newcastle 7 3 2 2 10:8 11 11. West Ham 7 3 1 3 9:7 10 12. Wigan 8 2 2 4 8:8 8 13. birmingham 8 2 2 4 7:10 8 14. Middlesbrough 8 2 2 4 9:13 8 15. sunderland 8 2 2 4 8:13 8 16. Fulham 8 1 4 3 12:14 7 17. reading 8 2 1 5 9:18 7 18. tottenham 8 1 3 4 14:16 6 19. bolton 8 1 2 5 9:13 5 20. derby 8 1 2 5 5:21 5 Markahæstu leikmenn: emmanuel adebayor arsenal 6 Nicolas anelka bolton 5 benjani Mwaruwari Portsmouth 5 Francesc Fabregas arsenal 4 Flestar stoðsendingar: elano Man. City 5 Cesc Fabregas arsenal 5 Mikel arteta everton 4 Carlton Cole West Ham 4 el-Hadji diouf bolton 4 England – úrvalsdeild 1. Watford 9 6 2 1 15:11 20 2. Charlton 9 5 3 1 15:9 18 3. W.b.a. 9 5 2 2 19:8 17 4. barnsley 9 4 3 2 15:13 15 5. Coventry 9 4 3 2 14:13 15 6. bristol City 9 3 5 1 12:10 14 7. stoke 9 3 5 1 11:9 14 8. scunthorpe 9 4 2 3 12:11 14 9. Plymouth 9 3 4 2 14:12 13 10. burnley 8 3 4 1 14:12 13 11. Wolves 9 3 3 3 10:9 12 12. Colchester 9 2 5 2 18:15 11 13. Hull 9 3 2 4 12:12 11 14. blackpool 9 2 5 2 13:14 11 15. Ipswich 8 3 2 3 13:14 11 16. Cardiff 9 2 4 3 13:13 10 17. southampton 9 3 1 5 16:21 10 18. Crystal Palace 9 2 3 4 11:11 9 19. sheff. united 9 2 3 4 16:17 9 20. Preston 9 2 3 4 10:12 9 21. Leicester 8 1 5 2 8:8 8 22. Norwich 9 2 2 5 5:10 8 23. sheff. Wed. 9 2 0 7 7:16 6 24. Q.P.r. 8 0 3 5 7:20 3 Markahæstu leikmenn: James beattie sheff. utd 8 brian Howard barnsley 6 darius Henderson Watford 6 kevin Phillips W.b.a. 6 Enska 1. deildin 1. orient 9 6 1 2 15:12 19 2. tranmere 9 4 4 1 13:8 16 3. southend 9 5 1 3 15:13 16 4. Carlisle 9 4 3 2 12:8 15 5. Hartlepool 9 4 2 3 16:12 14 6. swansea 9 4 2 3 11:10 14 7. Yeovil 9 4 2 3 7:8 14 8. Nott.Forest 8 3 4 1 13:5 13 9. swindon 9 3 4 2 13:10 13 10. brighton 9 4 1 4 12:10 13 11. Huddersfield 9 4 1 4 9:12 13 12. bristol r. 9 2 5 2 11:13 11 13. Walsall 9 3 2 4 9:13 11 14. Leeds 9 8 1 0 18:4 10 15. Northampton 9 2 4 3 13:12 10 16. doncaster 9 3 1 5 12:13 10 17. Luton 9 3 1 5 10:12 10 18. Crewe 9 2 4 3 9:11 10 19. gillingham 9 3 1 5 8:16 10 20. oldham 8 3 0 5 9:11 9 21. Port Vale 9 2 2 5 7:10 8 22. Millwall 9 2 2 5 6:10 8 23. Cheltenham 9 2 2 5 7:13 8 24. bournemouth 9 1 2 6 5:14 5 Markahæstu leikmenn: Jermaine beckford Leeds 6 Leon Clarke southend 5 danny graham Carlisle 5 andy kirk Northampton 5 dean Hammond brighton 5 tresor kandol Leeds 5 Enska 2. deildin Tomasz Kuszczak Er kominn í byrjunarliðið vegna meiðsla Edwins van der Sar. Stóð sig vel í Meistaradeildinni í vikunni, hél markinu hreinu og gerði engar gloríur. Pólverji sem kom til Manchester United frá WBAí fyrra. Nigel Reo Coker Spilar gegn sínum gömlu félögum en félagaskiptin voru umdeild. Kröftugur miðjumaður sem er fljótur að snúa vörn í sókn og öfugt. Með gríðarlega hlaupagetu og aðeins spurning hvenær hann fær sénsinn með aðalliði Englands. Bacary Sagna Hárið á manninum er með því furðulegra sem maður sér. Sagna er 24 ára hægri bakvörður og kom til Arsenal frá Auxerre í sumar fyrir 6,1 milljón punda, um 761 milljón króna. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Frakka gegn Slóvakíu í lok ágúst. Dave Kitson Rauðhærði slátrarinn frá Hitchin í Englandi. Hefur afsannað það að rauðhærðir menn geti ekkert í fótbolta. Keyptur til Reading frá Cambridge á og allt varð vitlaust. Stuðningsmenn Cambridge töldu hann vera mun verðmætari. Fabio Rochemback Rochemback er Brasilíumaður sem lék tvö tímabil með Barcelona í upphafi aldarinnar. Rochemback virkar nokkuð þéttur á velli en hann er firnasterkur og vinnur sína vinnu vel. Hann kom til Middlesbrough frá Sporting árið 2005. John Terry Terry kinnbeinsbrotnaði í leik um síðustu helgi og lék leikinn gegn Valencia í vikunni með grímu. Terry er algjör lykil- leikmaður fyrir Chelsea og nauðsynlegt fyrir liðið að hann verði með í þessum leik. Gríman virtist ekki há honum gegn Valencia. Paul Robinson Það er markvarðarþema í Fylgstu með þessum dálkinum að þessu sinni. Robinson, eða fat Robbo, eins og hann er kallaður í Englandi, hefur verið skelfilegur í upphafi móts og ekkert sem réttlætir sæti hans í landsliðinu. Mikel Arteta Enn einn leikmaðurinn sem Barcelona hafði ekki not fyrir. Hefur sýnt að þarna fer einn besti miðjumaður enska boltans. Besti vinur Xabi Alonso og eru þeir nágrannar. Unnusta hans er fyrrverandi ungfrú Spánn enda Arteta með kinnbein á við fjóra. Robbie Savage Baráttujaxl sem betra er að hafa í sínu liði en spila á móti. Savage hefur haft orð á sér fyrir að vera harður í horn að taka en hann hefur þó aðeins fengið eitt rautt spjald á ferlinum. Hann var í unglingaliði Man. United og lék til dæmis með David Beckham og fleiri köppum. SImon Davies Velskur landsliðsmaður sem kom til Fulham frá Everton í janúar. Davies barðist við Mikel Arteta um sæti í Everton og fékk lítið að spreyta sig. Hann hefur hins vegar blómstrað hjá Fulham. Davies er fljótur og getur strítt gömlu körlunum í vörn Portsmouth. Síðustu fimm viðureignir Aston Villa 1–0 West Ham West Ham 1–1 Aston Villa Aston Villa 1–2 West Ham West Ham 4–0 Aston Villa West Ham 2–2 Aston Villa Síðustu fimm viðureignir Sunderland 0–3 Arsenal Arsenal 3–1 Sunderland Sunderland 0–3 Arsenal Sunderland 0–4 Arsenal Arsenal 2–3 Sunderland Síðustu fimm viðureignir Reading 5–0 Derby Derby 2–2 Reading Reading 0–1 Derby Derby 2–1 Reading Reading 3–1 Derby Síðustu fimm viðureignir Middlesbrough 0–2 Man. City Man. City 1–0 Middlesbrough Man. City 0–1 Middlesbrough Middlesbrough 0–0 Man. City Man. City 1–1 Middlesbrough Síðustu fimm viðureignir Chelsea 2–2 Bolton Bolton 0–1 Chelsea Bolton 0–2 Chelsea Chelsea 5–1 Bolton Bolton 0–2 Chelsea Síðustu fimm viðureignir Tottenham 0–1 Liverpool Liverpool 3–0 Tottenham Liverpool 1–0 Tottenham Tottenham 0–0 Liverpool Liverpool 2–2 Tottenham Síðustu fimm viðureignir Everton 3–0 Newcastle Newcastle 1–1 Everton Newcastle 2–0 Everton Everton 1–0 Newcastle Everton 2–0 Newcastle Síðustu fimm viðureignir Blackburn 3–0 Birmingham Birmingham 2–1 Blackburn Blackburn 2–0 Birmingham Birmingham 2–1 Blackburn Blackburn 3–3 Birmingham Síðustu fimm viðureignir Fulham 1–1 Portsmouth Portsmouth 1–1 Fulham Fulham 1–3 Portsmouth Portsmouth 1–0 Fulham Fulham 3–1 Portsmouth SÍÐUSTU LEIKIR SPÁ DV STAÐANFYLGSTU MEÐ ÞESSUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.