Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Page 35
DV Sport Föstudagur 5. október 2007 35 MARKMIÐ NÚMER AÐ VERÐA MEISTARI EITT, TVÖ OG ÞRJÚ Helgi Sigurðsson er efstur í einkunnagjöf DV fyrir Landsbankadeild karla. Sumarið var mjög gott hjá Helga. Hann spilaði sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd, varð Ís- landsmeistari í annað sinn á ferlinum og fær silfurskó Adidas fyrir að verða annar marka- hæsti maður deildarinnar. Helgi Sigurðsson, leikmaður Vals, varð efstur í einkunna-gjöf DV með 7,06 að meðal-tali. „Þetta var frábært sum- ar. Við lögðum þetta upp þannig að gera atlögu að titlinum og helst vinna hann. Okkur tókst það ætlunarverk og við erum mjög sáttir við það,“ sagði Helgi en hann gaf sér tíma frá próflestri til að ræða sumarið. Valsmenn fengu 10 nýja leikmenn til liðsins í sumar og létu allir vel að sér kveða í sumar. Mismikið en allir áttu þeir þátt í velgengni sumarsins. „Það er vel staðið að málum í Val, góðir strákar í liðinu og góðir þjálfar- ar. Þetta helst allt saman í hendur og þeir vita um hvað þetta snýst. Þetta snýst um að láta nýju leikmennina komast inn í hlutina sem fyrst og þeir kunna að gera það, þannig að manni líði vel á fyrsta degi. Þá eru miklu meiri möguleikar á að menn standi sig.“ Helgi segist fyrst og fremst hafa sett sér það markmið að standa sig innan vallar og að verða Íslands- meistari. Allt annað hafi verið bónus. „Eins og ég er búinn að segja áður fór ég í Val til að verða Íslandsmeistari, það var markmið númer eitt, tvö og þrjú og að standa mig innan vallar fyrir liðið.“ Helgi varð Íslandsmeist- ari með Víkingi 1991 undir stjórn Loga Ólafssonar. Þetta var því annar Íslandsmeistaratitillinn. „Báðir titl- arnir voru frábærir. Helsti munurinn var að í þessum titli tók ég enn meiri þátt. Með Víkingi var ég að stíga mín fyrstu skref og spilaði ekki nema ein- hverja 10 leiki. Í ár spilaði ég alla leiki og manni finnst að maður eigi stærri þátt í þessum. En báðir titlarnir voru frábærir.“ Vissi að ég fengi fullt af færum með Val Helgi og Guðmundur Benedikts- son náðu vel saman í framlínu Vals. Voru ólíkir en samt líkir. „Ég vissi að hverju ég gekk þeg- ar ég fór í Val. Þar var fullt af góðum leikmönnum og Gummi er sannar- lega einn af þeim. Ég vissi að í þessu liði myndi ég fá mikið af færum og góðum sendingum. Þess vegna var Valur númer eitt hjá mér.“ Helgi setti tóninn snemma og skoraði mikið af mörkum í upphafi móts. Ísland var að fara spila vináttuleik gegn Kan- ada og þjóðfélagið gerði þá kröfu að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálf- ari veldi Helga í liðið. Það varð úr og Helgi lék sinn 100. landsleik fyrir Ís- lands hönd, með öllum landsliðum. „Heiðarlega kom þetta mér ekki á óvart út frá þeirri umræðu sem hafði verið í gangi í þjóðfélaginu. Kannski varð Jolli að láta undan pressunni. En kannski, ef maður miðar við að ég var ekki búinn að vera í landslið- inu lengi og orðinn 32 ára, átti ég ekki svakalega von á því. En það var gam- an og virkilega gaman að spila sinn 100. leik fyrir Íslands hönd og frá- bært að ná því markmiði.“ Valsmenn fengu nokkur tækifæri í sumar til að komast í toppsætið en alltaf náðu þeir að glutra því tæki- færi niður. Í 16. umferðinni gerði lið- ið jafntefli við ÍA, 2–2, og sögðu þá margir að titillinn væri farinn. Enn á ný komst Valur ekki á toppinn en næsti leikur var gegn FH og honum ætluðu Valsmenn ekki að tapa. „Við vorum ekki sáttir við leik- inn á móti Skagamönnum. Við ætl- uðum að vinna þann leik en eftir að það tókst ekki varð hugsuninn sú að við þyrftum að fara í Kaplakrika og vinna. Kannski eftir á að hyggja var það gott fyrir okkur því þá vissum við hvað við þyrftum að gera þarna. Það þýddi ekkert að leggjast og reyna að ná einhverju stigi. Það yrði bara að fara og sækja öll stigin og sýna góðan sóknarleik. Stemningin var mjög góð í liðinu. Við höfðum alltaf trú á þessu í sumar þó FH hafi náð einhverju for- skoti á okkur í sumar vorum við al- veg pottþéttir á því að við gætum náð þeim. Við settum okkur markmið fyr- ir mótið að ná í vissan stigafjölda og Willum þjálfari sagði að ef það tæk- ist myndum við vinna þetta mót. Við héldum okkur við það markmið og það var alltaf innan seilingar. Þó svo að FH-ingar hafi ekki tapað mör- glum stigum töpuðum við ekki held- ur mörgum stigum. Þeir töpuðu á tímabili nánast ekki leik þannig að það var erfitt að halda í við þá en við héldum í markmiðið sem Willum setti upp og það var heldur betur rétt hjá kallinum.“ Það markmið var að ná tveimur stigum út úr hverjum leik. Áttum þetta skilið Helgi segir að það hafi ekki orð- ið mikið spennufall eftir FH-leikinn. Einbeitingin var mikil alla vikuna fyrir lokaleikinn gegn HK. „Það var mikil stemning eftir FH-leikinn. Við vissum að við vorum í kjörstöðu og við yrðum að treysta á okkur sjálfa. Við vissum líka að HK var að berj- ast við að falla ekki þannig að þeir myndu ekki gefa okkur léttan leik og sú varð raunin. Þetta var hörkuleik- ur en við náðum sem betur fer að skora snemma í leiknum og svo ann- að mark sem átti ekki að vera dæmt af. Eftir það lentum við í smábasli þar sem við náðum ekki þessu öðru marki sem hefði létt á allri pressunni. Þess vegna varð þessi leikur mjög spennandi allt fram undir síðustu sekúndu. Enda fögnuðum við mikið þegar flautað var til leiksloka. Við erum hrikalega stoltir af þessu. Við sýndum þvílíkan karakter og þegar fæstir áttu von á því að við kláruðum mótið sýndum við þvílík- an karakter og unnum FH-inga í báð- um leikjunum sem við spiluðum við þá í deildinni. Með það að leiðarljósi held ég að við höfum átt þetta alveg skilið.“ benni@dv.is Skot í slá Helgi átti þrumuskot í slána gegn Hk. Komdu með spaðann Helgi gefur ungum aðdáendum spaðann. Með bikarinn Helgi ásamt bjarna ólafi með bikarinn eftirsótta. Annar titillinn Helgi varð Íslands- meistari með Víkingi 1991. Lokaflautið Helgi fagnar eftir lokaflautið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.