Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Side 36
FH og Fjölnir mætast í í úrslit-
um VISA-bikarkeppni karla á laug-
ardaginn klukkan 14. Liðin hafa átt
ólíku gengi að fagna undanfarin ár.
FH-ingar hafa verið lengi í toppbar-
áttu Íslandsmótsins en Fjölnismenn
náðu á leiktíðinni sínum besta ár-
angri á Íslandsmóti þegar liðið vann
sig upp í úrvalsdeild.
Mikið hefur verið rætt um láns-
mennina Atla Viðar Björnsson og
Heimi Snæ Guðmundsson sem eru
í láni hjá Fjölni frá FH. Fjölnismenn
gerðu sér vonir um að spila þeim
köppum í leiknum en FH-ingar
gáfu ekki leyfi fyrir því. Að öðru leyti
eru allir leikmenn liðanna heilir
heilsu.
Sóknarleikurinn í fyrirrúmi?
Tryggvi Guðmundsson, sóknar-
maður FH-inga, býst við opnum og
skemmtilegum leik. „Við munum
koma til með að sækja stíft í þessum
leik. Við förum ekkert að breyta út af
venjunni, við höfum alltaf reynt að
spila sóknarbolta. Ég held að vísu að
við séum að fara að mæta öðru liði
sem hugsar alveg eins, þannig að við
gætum fengið opinn og skemmti-
legan leik. Ég hef heyrt að Fjölnis-
menn séu mikið sóknarlið og þeir
leikir sem Fjölnir spilar eru yfirleitt
með mikið af mörkum í, svona 2-5
mörk. Einnig þekki ég mikið af þess-
um strákum sem eru í liðinu því þeir
æfðu með FH. Þeir eru með öflugt
lið,“ segir Tryggvi. Ólafur Jóhannes-
son, þjálfari FH, er hvergi banginn
fyrir leikinn.
„Við munum spila þann fótbolta
sem við höfum leikið undanfarin ár.
Við munum pressa þá hátt á vellin-
um og gera það sem við erum van-
ir að gera. Ég hef séð Fjölni spila,
þetta er ágætlega skipað lið og með-
al þeirra eru nokkrir leikmenn sem
hafa fína reynslu úr úrvalsdeildinni.
Það eru margir leikmenn sem við
þurfum að vita af hjá þeim.
Við erum náttúrlega með reynslu-
mikla leikmenn sem hafa unnið
og vita út á hvað svona úrslitaleik-
ir ganga. Núna erum við að jafna
okkur á því að tapa Íslandsmótinu,
en það var ákveðið í vikunni að við
myndum einbeita okkur að þessum
leik og hætta að hugsa um það. Við
verðum tilbúnir í leikinn,“ segir Ól-
afur Jóhannesson, þjálfari FH.
Erum litla liðið
Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði
Fjölnis, veit að erfiður leikur er fyrir
höndum. Það er ljóst að líkurnar eru
FH-megin í þessum leik og það þarf
engan fótboltaspeking til þess að átta
sig á því. Ég veit ekki hver Lengjustuð-
ullinn verður en auðvitað eiga þeir
meiri möguleika. Það sem við gerum
er í fyrsta lagi að reyna að hafa gam-
an af þessu. Það bjóst enginn við því
að við myndum ná svona langt. Við
erum þegar búnir að gera betur en
bjartsýnustu menn þorðu að vona og
því komum við alveg afslappaðir inn í
leikinn. Það hefur verið mikil umræða
um þessa tvo leikmenn (Atla Viðar
Björnsson og Heimi Guðmundsson)
og að sjálfsögðu munum við sakna
þeirra. Flest lið á landinu myndu
sakna þessara tveggja leikmanna og
að sjálfsögðu hefur þetta áhrif á okk-
ur. En það kemur maður í manns
stað og þeir leikmenn sem koma inn
í liðið eru góðir leikmenn. Það hefur
orðið ákveðin vakning í Grafarvogi
og þetta er í fyrsta skipti sem félagið
hefur komist svona langt í bikar og ég
geri fastlega ráð fyrir því að það mæti
ekki færri á leikinn en gerðu á undan-
úrslitaleikinn,“ segir Magnús.
Ásmundur Arnarsson gerir sér
fulla grein fyrir því að Fjölnir á erfiðan
leik fyrir höndum. „Möguleikar Fjöln-
is eru ekki mikilir. Sjálfsagt svipaðir og
að við myndum vinna í lottóinu. En
fótbolti er nú einu sinni þannig að allt
er hægt. Vonandi náum við hörkuleik
þannig að þetta verði ekki einstefna
allan leikinn þar sem FH vinnur sann-
færandi sigur.
Þessi leikur hefur í sjálfu sér verið
ofarlega í huga okkar að undanförnu.
Við hvíldum sjö fastamenn í síðasta
leiknum í deildinni. Þar sem voru
tveir í banni, fjórir tæpir á spjöldum
og einn í meiðslum. Við vildum ekki
taka neina áhættu fyrir bikarúrslita-
leikinn og það verða allir til taks.
Heilt yfir kemur alltaf maður í
manns stað. Vissulega hafa þessir
tveir leikmenn, sem ekki verða með,
verið okkur mikilvægir, en við verð-
um væntanlega ellefu í upphafi leiks
og það skiptir mestu.
Hjá FH eru ellefu einstakling-
ar sem allir hafa miklinn styrk og við
þurfum að leggja áherslu á að stöðva
vel flesta þeirra. Geta flestra þeirra
leikmanna er ofar okkar. Þetta verð-
ur því erfitt og við þurfum sérstaklega
að leggja áherslu á að stöðva þá sókn-
arlega og þess vegna reynum við að
vera sterkir varnarlega. Við reynum
að nálgast þennan leik á eilítið ann-
an hátt en við höfum gert hingað til,
þetta eru klárlega sterkari andstæð-
ingar en við höfum fengist við hingað
til. Hins vegar munum við í grunninn
reyna að halda okkur við okkar leik-
skipulag,“ segir Ásmundur.
vidar@dv.is
Föstudagur 5. október 200736 Sport DV
Allir búAst við
FH og Fjölnir mætast í bikarúrslitaleik VISA-bikar-
keppninnar á Laugardalsvelli á laugardag:
Tryggvi Guðmundsson
og Magnús Ingi Einarsson
kljást um bikarinn.
Ásmundur Arnarsson
Þjálfari Fjölnis telur sitt lið eiga
litla möguleika gegn FH.
Ólafur Jóhannesson
segir Fjölni með ágætlega
mannað lið.
Daði
Freyr Sverrir Tommy Guðmundur
Davíð
Sigurvin Ásgeir
Matthías V.
Tryggvi Matthías G.
Þórður
Magnús Ásgeir Ragnar Gunnar V.
ÓlafurGunnar M.
Pétur
ÓmarDavíðTómas
LÍKLEG BYRJUNARLIÐ
Fjölnir
FH
sigri FH
Upplýsinga- og tölvusvið
Stafræn ljósmyndun
Kennari: Hrönn Axelsdóttir
Tímasetning: 18 kennslust. námskeið,
18. og 25. okt. og 1. og 8. nóv., kl. 18-21.
Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, tölvuhús,
stofa 621.
Lýsing: Farið verður yfir grunnatriði
stafrænna myndavéla, samspil ljósops, hraða
og ISO og áhrif þess á myndir. Áhrif linsa á
rýmið. Æfingar verða gerðar í tíma, einnig
verða heimaverkefni gerð sem eru tengd
yfirferð. Helstu leiðréttingar í Photoshop.
Nemendur þurfa að eiga eða hafa aðgang að
stafrænni myndavél sem hefur manual fókus.
Námsefni: Hefti frá kennara með helstu
upplýsingum um ljósop, hraða, ISO.
Photoshop, lagfæringar á myndum.
Verð: 19.000 kr.
Python forritun
Kennari: Andri Mar Jónsson, forritari hjá CCP.
Tímasetning: 30 kennslust. námskeið
kennt lau. 20. okt., 27 okt. og 3. nóv.
kl. 9–16 alla dagana.
Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík,
tölvuhús, stofa 633.
Lýsing: Grunnatriði Python forritunarmálsins
kynnt og æfð með fjölda verkefna.
Forkröfur: Grunnþekking á einhverju
forritunarmáli
Námsefni: Frá kennara.
Verð: 30.000 kr.
SKRÁNING Á WWW.IR.IS/NÁMSKEIÐ
UPPLÝSINGAR Í SÍMA 522 6500.