Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 37
DV Helgarblað föstudagur 5. OKtÓBEr 2007 37 veit! Ég er að verða svo svakalega stjórnsöm með árunum og vil hafa hlutina eftir mínu höfði.“ Bandaríska skólakerfið betra en það íslenska Þegar ég spyr Eddu hvort Róbert Ólíver sonur hennar hafi verið fyllilega sáttur við að flytja með henni til Bandaríkjanna svarar hún: „Ekki fyrstu fjóra dagana eftir að ég nefndi það við hann, nei! Hann horfði á mig og spurði hvort ég væri brjáluð að taka sig frá öllum vinunum. Á fimmta degi sagði hann svo: „Mamma, ég held að þetta verði ofboðs- lega gaman. Ég hlakka til að flytja til Ameríku.“ Róbert Ólíver er með sígaunablóðið mitt. Við erum alltaf tilbúin að hendast milli staða. Við bjuggum í fjóra mánuði á Rhodos, hálft ár á Sólheimum í Grímsnesi og svo bjó hann í hálft ár á Kanaríeyjum með pabba sínum. Hann er alltaf tilbúinn að koma með mér hvert sem er og er himinlifandi hér. Mamma er með okkur og það er svo skrýtið að þótt við höfum búið þrjú í sama húsinu heima á Íslandi er allt öðru- vísi að vera hér. Hérna höfum við miklu meiri tíma hvert fyrir annað og njótum þess að fara í langar gönguferðir og ræða saman. Það var einfaldlega aldrei tími heima til að gera svona hluti.“ Aðdáun Eddu á bandarísku skólakerfi leynir sér ekki. „Ég er mjög hrifin af skólakerfinu hér. Það er dásamlegt að sjá hvernig tekið er á móti barni sem stendur höllum fæti í málfari og fylgjast með þeim öfluga stuðningi sem veitt- ur er. Auðvitað er erfitt að hoppa inn í ungl- ingaskóla og eiga allt í einu að læra „mathem- atics“ á útlensku – en mannlegu samskiptin og hlýjan eru í öndvegi hér í öllum skólum og þá er allt annað svo auðvelt. Hér er lögð mikil áhersla á mannrækt. Við erum svo aftarlega á merinni í skólakerfinu á Íslandi þegar kemur að því að leggja rækt við sálina og sýna með- bræðrum okkar kærleika. Þess vegna þarf full- orðið fólk á Íslandi virkilega á því að halda að dvelja endalaust á jákvæðni- og sjálfsstyrking- arnámskeiðum. Það vantar alveg manngæsku í íslenska skólakerfið. Ég verð alltaf jafn hissa á því hvað við erum komin stutt og maður er minntur rækilega á það þegar maður kemur í aðra heimsálfu og kynnist skólakerfinu þar.“ Börn verðlaunuð fyrir hjartahlýju „Hér er börnin látin skrifa undir það hvort þau samþykkja að vera jákvæð, góð og hlýleg hvert við annað; ekki stríða, ekki segja ljóta hluti og bera virðingu fyrir samnemendum og kennurunum – sem skrifa líka undir sams kon- ar samninga og allir leggjast á eitt að gera skóla- umhverfið að eftirsóknarverðu starfsumhverfi fyrir alla. Það fer til dæmis heill fundur í það að ræða við börnin hvort þau séu tilbúin til að lifa lífinu á þennan hátt og brýnt fyrir þeim að það sé tekið á hverju einasta máli sem upp kemur og unnið úr því af heiðarleika og réttsýni. Það er líka brýnt fyrir börnunum að ef þau verði fyrir áreiti eigi þau að segja strax frá því og ef þeim finnist undirtektirnar dræmar hjá þeim sem þau tala við eigi þau hiklaust að snúa sér eitthvert annað og hætta ekki fyrr en þau nái eyrum einhvers fullorðins sem virkilega geng- ur í málið og hjálpar til við að leysa úr vandan- um. Þetta er frábært. Litla vinkona mín, Bríet, dóttir Steinunnar Ólínu, sem er tólf ára, hún er búin að fá mörg verðlaun fyrir að vera hlýleg og hjálpsöm manneskja. Hún hefur reynslu núna af þremur skólum og alls staðar er metið við hana hvað hún er góð manneskja og hún verðlaunuð fyrir það. Ekki minnist ég þess að neitt af þeim yndislegu, góðu og hjartahlýju börnum sem ég þekki á Íslandi hafi nokkurn tíma verið verðlaunuð fyrir manngæsku. Þau fá mörg hver verðlaun fyrir stærðfræðikunn- áttu og lestrargetu en að það sé metið að þau hafi félagsfærni og sýni mannkærleika – það er af og frá. Er það kannski skýringin á því hvað íslensk börn mælast vansæl og full af vanmeta- kennd ár eftir ár, samkvæmt fjölmörgum al- þjóðlegum könnunum sem gerðar eru reglu- lega á grunnskólabörnum?“ Ekki hægt að kenna húmor Meistararitgerðin þín fjallar um húmor í stjórnun. Er hægt að kenna fólki að vera fynd- ið? „Húmor er kannski ekki endilega fyndni og það er ekki hægt að mæla húmor hjá fólki, dæma það húmorslaust eða reyna að gróður- setja húmorsfræ í einstaklinga, en það er hægt að benda fólki á hvernig hægt er að nýta húm- or til að auðvelda samskipti, gera andrúms- loft betra og efla starfsanda og bæta vinnu- umhverfi. Húmor er fyrirbæri sem erfitt er að festa hendur á. Það er ekki hægt að segja við fólk: „Þú ert því miður bara ekki með nógu góða kímnigáfu – undirmönnum þínum finnst þú svo leiðinlegur – þú verður að reyna að laga það.“ Það er hægt að þjálfa sig í að koma auga á hið kímilega og að beita húmor en það krefst ákveðinnar einlægni og það er hægt að opna augu fólks fyrir því að það borgar sig marg- falt að gefa af sér, það skilar sér alltaf í gjöfulli mannlegum samskiptum. Þeir sem ná lengst í þessum heimi eru oftast þeir sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og þora að „blotta“ sig. Ég hef fylgst með stjórnendum nokkurra fyrirtækja sem virkilega hafa lagt áherslu á að byrja hvern vinnudag á því að hrista starfsmenn saman með því að slá á létta strengi og smita út frá sér jákvæðni áður en tekist er á við erfið verkefni dagsins. Nú er ég að vinna að fyrirlestri um húmor í stjórnun og ætla að koma heim um næstu mánaðamót í stutta heimsókn og prufukeyra þann fyrirlestur.“ Danir fremstir í flokki Í ljósi þess að Edda dvelur í Bandaríkjunum við gerð meistararitgerðarinnar kemur næsta fullyrðing hennar svolítið á óvart. „Það er magnað að Danir standa einna fremst í því að rannsaka hvaða áhrif það hef- ur á fyrirtæki, virkni þess, framfarir, starfs- ánægju og svo framvegis, ef yfirmenn beita húmor. Þetta hefur undraverð áhrif á allt sem lýtur að samskiptum í viðkomandi fyrirtækj- um. Það sem hefur verið skrifað af bókum og greinum um þetta málefni kemur mikið til frá Danmörku. Ég hélt til dæmis að Ameríkanar væru mjög framarlega í þessu, en svo er ekki. Hérna eru þeir með töluvert af námskeiðum sem heita Humor in the workplace, eða eitt- hvað álíka, en þeir aðilar í Ameríku og Evrópu sem hafa skrifað mest um stjórnun og stjórn- unarhætti, hafa lítið fjallað um gildi húmors á vinnustöðum.“ Í dúkkulísubók Meðan við tölum saman er Edda búin að búa um rúmið sitt og ég bið hana að draga fyrir mig upp mynd af því sem hún sér út um glugg- ana. „Hér blasa við mér pálmatré hvert sem ég lít, undurfalleg hús og garðar. Það er nautn að horfa á húsin hérna, ekki kvalræði eins og í sumum hverfum heima þar sem það er bein- línis meiðandi að horfa á arkitektúrinn. La Jolla-hverfið er strandbær og er sambland af öllu því sem hefur heillað mig mest. Þetta er pínulítið eins og að vera í grísku sjávarþorpi og svolítið eins og að vera staddur í Murder she wrote-þáttunum eða Hercule Poirot-strand- bæjunum á Englandi og svo blandast það saman við Hampstead Heath-hverfið í Lond- on, sem er uppáhaldshverfið mitt í þeirri borg. La Jolla býr yfir því fallegasta af öllum þessum stöðum. Svo skemmir ekki fyrir að hér fer hit- inn aldrei niður fyrir 25 gráður allan veturinn, þannig að hér verður jólaklæðnaðurinn í ár stuttbuxur! Mér fannst fyrstu dagana ég vera stödd í kvikmyndinni The Truman Show. Ég bjóst hálfpartinn við því að það kæmi einhver og pikkaði í mig og segði: Þetta er raunveru- leikasjónvarp, Edda mín. Þetta er ekki svona í alvöru. Líttu bara á bak við sviðsmyndina, þar er allt í steik! Þetta er svolítið eins og að vera staddur í dúkkulísubók.“ Strandlíf um helgar Í fimm mínútna fjarlægð frá heimili Eddu er strönd. Hún segir vissulega þurfa mikinn sjálf- saga í að verja ekki dögunum í að busla í sjón- um. „Fyrstu dagana var ég eins og vitleysing- ur í sumarfríi!“ segir hún skellihlæjandi. „Það væri auðvitað freistandi að slá þessu öllu upp í kæruleysi og liggja bara á ströndinni alla daga eða hanga á kaffihúsum, en við Fríða styðjum hvor aðra í náminu. Við erum búnar að finna dásamlegt lítið bókasafn í næsta nágrenni sem við tyllum okkur stundum inn á og við förum ekki á ströndina nema um helgar. Þá er fjöl- skylduferð... Hér er yndislegt að vera en ég hlakka líka til að koma heim með alla þá vitn- eskju sem ég er að viða að mér hér og fara á fullt í leiklistina og fyrirlestra- og námskeiða- hald.“ Þar sem enginn þekkir mann... Það er ekki vert að tefja hana lengur. Ég held að hún sé búin að búa um rúmið sitt mörgum sinnum meðan við tölum. Það fer að styttast í að skóladegi Róberts Ólívers ljúki og Edda á eft- ir að vinna heilmikið fram að þeim tíma. „Hér eru börn miklu lengur börn en heima. Hér er ekkert um það að ræða að unglingar séu að hangsa – eða eins og sonur minn seg- ir „chilla“ eftir skóla. Þeir eru sóttir af foreldr- um sínum og farið með þá heim að læra. Ungl- ingar hér eiga erfiðara með að pukrast við að reykja og drekka án þess að foreldrar viti. Þau eru í fanginu á foreldrum sínum mun lengur en heima á Íslandi og eru þar af leiðandi undir smásjá alla daga.“ En hvernig er að vera óþekkt Edda Björg- vins? „Það er skemmtileg lífsreynsla að vera „no name“,“ segir hún og skellihlær. „Þá fyrst upp- götvar maður hvað þeir sem maður umgengst eru í rauninni elskulegir. Hér í Bandaríkjun- um er lagt mikið upp úr hjálpsemi og þjónustu og flestir eru sérlega vingjarnlegir. Það er öll- um hollt að öðlast þá lífsreynslu að vera svolít- ið „Palli var einn í heiminum“ þar sem enginn þekkir mann. Bara það að fara frá stórfjöl- skyldunni og stóra vinahópnum gerir mann sjálfkrafa að „no name“. Þessi reynsla hefur sýnt mér hversu mikilvægt það er að taka vel á móti útlendingum og það þurfum við Íslend- ingar virkilega að gera gagnvart öllu því fólki sem kýs að búa í landinu okkar. Íslendingar mega eiga það að þeir eru mjög heilbrigð- ir í framkomu við fólk sem er almannaeign, hvort sem það eru heimsfrægir útlending- ar eða þekktir Íslendingar, það er komið eins fram við alla, tilgerðarlaust. Heima eru eigin- lega allir frægir og tengslanetið er afar sterkt. Það er ábyggilega hvergi eins gott að vera al- mannaeign og heima á Íslandi.“ annakristine@dv.is „Ég er eins og litla frænka mín sem sagðist vera fædd skáti og hún þyrfti ekkert að fara í búning til þess, eða læra skáta- hnútana! Ég ákvað sem sagt í fyrra að ég vildi fara að ráðsk- ast meira með umhverfið. Ég vissi að staða leikhússtjóra Borgarleikhússins myndi losna fljótlega, svo ég ákvað að ná mér í meistaragráðu í stjórnun mennta- og menningarstofn- ana og sækja síðan um leikhússtjórastöðuna.“ Alltaf glöð Edda hefur getið sér gott orð sem gamanleikkona á Íslandi. Nú vinnur hún að meistararitgerð í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.