Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Side 40
Ættfræði DV ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Í fréttum var þetta helst... 1.-9. október 1977 Dagrenning þúsunda Laugardaginn 1. október 1977 kl. 14:00 var haldinn stofnfundur SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Fundurinn var haldinn í Háskólabíói sem fylltist út úr dyrum af þessu tilefni. Framhalds- stofnfundur var haldinn á Hótel Sögu sunnudaginn 9. október þar sem samþykkt voru lög samtakanna og kosin stjórn. Aftur fylltu fundargestir fundarsalinn og stofnun samtakanna fékk töluverða umfjöllun í fjölmiðl- um. Í kjölfarið fylgdi almenn hugar- farsbreyting og þjóðarvakning gegn áfengisbölinu. Vakning sem síðan þá hefur hjálpað þúsundum Íslendinga til að snúa frá þrælahaldi Bakkusar og verða aftur virkir samfélagsþegnar og hamingjusamir einstaklingar. Þeir drukku sem gátu Ofdrykkja hefur lengi verið þjóð- arböl hér á landi. Líklega hafa dreif- býli og fátækt verið þau einkenni þjóðlífsins sem öðru fremur héldu aftur af ofdrykkju almennings. En þær stéttir sem fyrr á öldum höfðu aðstæður til að neyta áfengis að eig- in vild fóru oft illa út úr viðskiptum sínum við Bakkus. Um það vitna fjöl- margar sorglegar sögur af afglöpum og kynferðisofbeldi presta og sýslu- manna. Reyndar voru ýmsir áhrifa- mestu embættismenn þjóðarinnar á 19. öld andsnúnir þéttbýlismyndun hér á landi, fyrst og fremst af ótta við óreglu og ónytjungshátt. Bindindi og bannárin Um miðja 19. öld fór að bera á bindindishugmyndum og félögum, fyrst meðal íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn og síðan meðal almennings hér á landi. Upp úr aldamótunum 1900 var bindindishreyfingin orðin svo öflug hér á landi að aðflutnings- og sölubann á áfengi var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í uppkastskosningunum frægu 1908. Ásamt Bandaríkjamönnum og Finnum voru Íslendingar ein af örfáum vestrænum þjóðum sem lögfestu áfengisbann. Það kom til framkvæmda 1915, en því var aflétt af svokölluðum Spánarvínum 1923, af sterkum drykkjum 1935 og af bjór árið 1989. Bannið hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir og um það náðist aldrei nógu almenn sátt. Komu rónarnir óorði á brennivínið? Áður en SÁÁ komu til sögunnar var sú skoðun furðu almenn að ofdrykkjumenn væru þeir einir sem við kölluðum róna, sem ættu hvergi höfði sínu að halla en sætu pissublautir uppi á Arnarhóli. Í skjóli þessarar goðsagnar héldu hundruð heimilisfeðra sem og húsmæðra fjölskyldum sínum í herkví með ofdrykkju sinni, drógu stórlega úr afkomuöryggi fjölskyldunnar, deildu og drottnuðu, drógu fram ýmis neikvæð meðvirknisáhrif og stuðluðu að almennum kvíða og stöðugum áhyggjum ástvina sinna. Auðvitað höfðu flestir einhverjar hugmyndir um vandamál sem tengdust þeirri staðreynd að „Sigga á móti þótti sopinn góður“ en vandinn var enn inni í skápnum. Hugarfarsbreyting með SÁÁ Það eru engar ýkjur að með stofnun SÁÁ gjörbreyttust viðhorf þjóðarinnar gagnvart ofdrykkju og áfengisböli. Forvígismenn SÁÁ höfðu meðal annars eftirfarandi boðskap að flytja þjóðinni fyrir þrjátíu árum: Áfengisbölið er miklu alvarlegra og almennara en við viljum viðurkenna. Rónarnir á Arnarhólnum eru einungis toppurinn á ísjakanum og saga þeirra er ekki skemmtisaga heldur sorgarsaga. Bakkus fer ekki í manngreinarálit heldur lætur til skarar skríða í öllum stéttum samfélagsins. Fórnarlömb ofdrykkju eru ekki einungis ofdrykkjumennirnir heldur öll fjölskylda þeirra. Áfengissýki er því fjölskylduveiki. Sá sem viðurkennir að hafa misst stjórn á drykkju sinni og leitar sér aðstoðar er ekki að lýsa því þar með yfir að hann sé aumingi, heldur að sýna ábyrgð og manndóm. Séra Jón fer í meðferð Það er enginn vafi á því að þjóðin tók almennt mark á þessum boðskap og hefur gert það síðastliðin þrjátíu ár. Ekki síst vegna þess að margir þeirra sem boðuðu breytt viðhorf höfðu sýnt boðskapinn í verki með því að fara sjálfir í meðferð. Fyrst pískruðu menn um slíkar meðferðir frammámanna í samfélaginu í hneykslunartón. En fljótlega breyttust hneykslunarsögurnar í hversdagslegar sjúkrasögur, því eins og Megas segir: „Sárast þeim svíður reiðin, sem ekki er sýnd, – en aðeins gefin veiðin.“ Aðdragandinn En hver var aðdragandinn að stofnun SÁÁ og hverjir fóru þar fremstir? Því svarar Hendrik Bernd- sen sem flestir þekkja sem Binna á Blómaverkstæði Binna: „Hilmar heitinn Helgason, fram- kvæmdastjóri og fyrsti formaður SÁÁ, var sá einstaklingur sem öðr- um fremur verður að teljast upp- hafsmaður að þeirri hreyfingu sem kennd er við SÁÁ. Meðferðir Ís- lendinga á Freeport á Long Island í New York frá því um miðjan átt- unda áratuginn eru aðdragandinn að stofnun SÁÁ. Hilmar var fyrstur þeirra Íslendinga sem þangað fóru og hann komst í kynni við Önnu Guðmundsdóttur í New York, sem varð tengiliður Íslendinga við Free- port. Hilmar fylgdi mér síðan á Freeport árið 1975 og í kjölfarið fylgdi fjöldi Íslendinga, oft ýmsir þekktir áhrifamenn og -konur í samfélaginu. Þessir einstaklingar stofnuðu síðan Freeport-klúbbinn og margir meðlimir hans urðu síðan stofnendur og miklir stuðningsmenn SÁÁ. Á þeim tveimur til þremur árum sem Íslendingar fóru á Freeport vorum við Freeportarar orðnir um þrjú hundruð talsins. Þessir einstaklingar héldu hópinn af skiljanlegum ástæðum og í þessum hópi varð hugmyndin um SÁÁ til. Við vildum leyfa fleirum að njóta þess sem við höfðum orðið aðnjótandi og flytja þessa starfsemi hingað heim. Í þeirri viðleitni fór Hilmar fremstur meðal jafningja. Annar einstaklingur, sem hér ber að geta, er Björgólfur Guðmundsson sem hefur verið einn af forvígismönnum og máttarstólpum samtakanna frá upphafi.“ Þannig að Freeport er forsagan að SÁÁ? „Já, og að ýmsu fleiru. Þar má nefna stofnun AA-klúbba hér á landi sem urðu fljótlega mjög fjölmennir og virk- ir. Auk þess má nefna gistiheimilið sem Lilli Berents rak fyrir útigangsmenn í Reykjavík. Lilli hafði haft þann vafa- sama titil að vera nefndur „konungur rónanna“ en það segir allt sem segja þarf um líferni hans áður en hann fór á Freeport. Eftir að Lilli kom heim stofnuð- um við Líknarfélagið Skjöld. Við feng- um Birgi Ísleif, þá borgarstjóra, til að festa kaup á húsi við Rárnargötu þar sem Skjöldur starfrækti athvarf fyr- ir útigangsmenn. Á skömmum tíma voru húsin við Ránargötu orðin þrjú, hlið við hlið, sem Lilli starfrækti með myndarbrag þar til hann lést. Ég man að umskipti Lilla þóttu svo mikið kraftaverk að Gunnar Möller, þáver- andi sjúkrasamlagsstjóri, lét hafa eft- ir sér að samlagið borgaði uppihald þeirra Íslendinga sem færu á Freeport á meðan Lilli væri edrú. Lilli stóðst prófið með glæsibrag.“ Hugsjón með sprengikraft En SÁÁ-samtökin hafa varla verið fjársterk í upphafi? „Nei, en við áttum okkur hugsjón sem ekki verður metin til fjár og sem bjó yfir sprengikrafti. Fyrsta meðferðarheimili SÁÁ var sumarhús í eigu Sjálfsbjargar uppi í Reykjadal í Mosfellssveit sem félagið nýtti á sumrin en við fengum þar inni yfir veturinn. Um vorið fengum við aðstöðu í Langholtsskóla og fluttum alla starfsemina þangað á meðan sjúklingarnir sátu fyrirlestra. Svona gekk þetta nú fyrir sig fyrstu misserin. Síðan fengum við afnot af Silungapolli því til stóð að rífa það hús. Og þar vorum við þar til stóri draumurinn rættist, Vogur var tilbúinn og við gátum flutt starfsemina þangað í árslok 1983.“ Hefðir þú trúað því fyrir þrjátíu árum að nú væru um tuttugu þúsund Íslendingar búnir að fara í meðferð hjá SÁÁ? „Já, hvers vegna ekki? Þetta var draumur okkar þá: Að gera Ísland að því landi í veröldinni þar sem harðast er barist gegn böli áfengis og annarra fíkniefna. Líklega höfum við náð því marki þó auðvitað megi alltaf gera betur.“ Merkir Íslendingar: Stefán Íslandi f. 6. október 1907, d. 1. janúar 1994 Á morgun eru hundrað ár frá fæð- ingu Stefáns Íslandi sem alla síðustu öld var dáðaðsti og víðfrægasti íslenski óperusöngvarinn og heldur jafnvel enn þeirri sæmdarstöðu. Hann fædd- ist í Krossanesi í Vallhólma í Skaga- firði, flutti fjögurra ára með foreldrum sínum að Vallanesi og síðan til Sauðár- króks, en var á tíunda ári er faðir hans lést af slysförum. Stefán fór þá í fóstur til Gunnars Gunnarssonar, b. í Syðra- Vallholti, og konu hans, Ingibjargar Ólafsdóttur. Eftir fermingu réðst Stef- án í vinnumennsku en árið 1926 hélt hann til Akureyrar og síðan til Reykja- víkur þar sem Eldeyjar-Hjalti var hon- um innan handar. Það var Páll Ísólfsson sem kom Stefáni í söngnám hjá Sigurði Birkis. Stefán fór utan til söngnáms 1930, var í söngnámi hjá Ernesto Caronna í Míl- anó 1930-1933 og kom fyrst fram sem tenór í hlutverki Cavaradossi í óper- unni Tosca í Flórens 1933. Stefán söng síðan víða um heim. Hann hélt fyrsta konsert sinn erlendis í Tívolí í Kaup- mannahöfn 1935 og söng í óperunni Madam Butterfly í Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn 1938 en þangað var hann ráðinn 1940. Stefán varð síðan konunglegur hirðsöngvari 1949. Hann söng hlutverk hertogans af Mantua í Rigoletto í fyrstu óperuupp- færslu í Þjóðleikhúsinu 1951. Meðal annarra hlutverka Stefáns má nefna Rudolph í Boheme, Faust í Faust, Tur- iddu í Cavalleria Rusticana, Lenski í Eugen Onegin, Cavaradossi í Tosca, Werther í Werther, Pinkerton í Madam Butterfly og Don Carlos í Don Carlos. Stefán var söngkennari við Kgl. óp- eruna í Kaupmannahöfn frá 1959 og prófdómari við Kgl. Dansk Musikk- onsevatorium í Kaupmannahöfn frá 1961. Hann flutti heim til Íslands 1966 og var þar kennari við Tónlistarskól- ann í Reykjavík í nokkur ár. Stefán var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Else Brems, konungleg hirð- söngkona, en þau skildu. Seinni kona hans var Kristjana Sigurðardóttir en þau slitu einnig samvistum. Með fyrri konu sinni eignaðist Stef- án son sem varð óperusöngvari en lést ungur. Þá eignaðist hann dóttur með Guðrúnu Einarsdóttur hjúkrun- arkonu Foreldrar Stefáns voru Guðmund- ur Jónsson frá Nesi í Fljótum og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir. Stefán átti tvær systur, Sæunni og Maríu, en María var amma Eyþórs Stefánsson- ar tónskálds. Indriði G. Þorsteinsson skrifaði ævisögu Stefáns Íslandi. Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk�dv.is Áður en SÁÁ komu til sög- unnar var sú skoðun furðu almenn að ofdrykkju- menn væru þeir einir sem við kölluðum róna, sem ættu hvergi höfði sínu að halla en sætu pissublautir uppi á Arnarhóli. Í skjóli þessarar goðsagnar héldu hundruð heimilisfeðra sem og húsmæðra fjöl- skyldum sínum í herkví með ofdrykkju sinni... föstudaGur 5. oKtóber 200740 Björgólfur Guðmundsson og Þóra Hallgrímsson og Pétur Sigurgeirsson biskup og Sólveig Ásgeirsdóttir Á Hilmar Helgason fyrsti formaður sÁÁ, í pontu á stofnfundi sÁÁ fyrir þrjátíu árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.