Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Qupperneq 42
föstudagur 5. október 200742 Helgarblað DV
Skrautlegt og
spennandi fyrir
börnin
búið til brosandi andlit úr morgunkorn-
inu með því að setja tvær bananasneið-
ar sem augu, rúsínur sem nef og
appelsínubát sem munn. Hollt og vekur
gleði hjá börnum.
Myndskreyttur matardiskur
börn eru stundum ekkert of hrifin af
grænmeti, en þá er um að gera að
framreiða það á þann hátt að þeim þyki
spennandi að borða matinn.
Myndskreytið matardiskinn með því að
nota brokkólí sem tré, gulrætur og
sellerí sem blóm og blómkál sem ský.
U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s
&Matur vín
Burt með bakteríurnar!
bakteríur fjölga sér í raka og á diskum og munum þar sem matarafgangar
leynast. Leggið því blauta uppþvottabursta við opinn glugga eftir að hafa skolað
þá úr sjóðandi heitu vatni. Notið aldrei uppþvottabursta til að þvo borð eða
skápa. til þess eru svampar og tuskur gagnlegri og til að sótthreinsa þær skulið
þið setja þær í örbylgjuofn á hæsta straum í eina mínútu.
Afgangar
Hversu oft setjum við ekki afganga í
ísskápinn, ákveðin í að borða hann sem
fyrst. svo gleymist hvað er í hvaða skál
eða poka og hvenær við settum matinn
inn. gott ráð til að hafa á hreinu hversu
gamlir afgangarnir eru er að setja
minnisblöð með segul á ísskápinn og
skrifa á þau hvaða dag hvaða tegund
fór inn í ísskápinn...
setjið miða sem auðvelt er að fjarlægja
á lok boxins sem inniheldur matar-
afganga. Notaðu sömu gerð boxa undir
afganga, aðrar tegundir undir
ferskmeti...
Bananabrauð
ekki henda ofþroskuðum bönunum!
bakaðu bananabrauð eða köku úr þeim:
1 egg
150 grömm sykur
2 þroskaðir bananar
250 gr hveiti
½ tsk. matarsódi
1 tsk. salt
Þeytið eggin vel og bætið sykrinum út í
smátt og smátt. Merjið bananana með
gaffli og bætið við eggjablönduna. setjið
hveiti, matarsóda og salt út í og hrærið
saman við með sleif. setjið í aflangt form
og bakið við 180°C hita í 45 mín. eða þar
til byrjar að losna frá hliðum formsins.
steikt gæsabriNga ásaMt
LaNgtíMaeLduðuM
(brasseruðuM) gæsarLegg í
kryddHjúp. boriN fraM Með
rauðrófukartöfLuMús og
sykurgLjáðu HvítkáLi.
Fyrir 4
Þessi uppskrift krefst smá undir-
búnings og ekki er verra að gera soð-
ið daginn áður í rólegheitum og vera
svo að dúlla sér við þetta næsta dag á
eftir. Eitthvað segir mér að þeir sem
hafa þolinmæði í að liggja í renn-
blautum skurði í marga klukkutíma
og bíða eftir gæsum hljóti að taka sér
góðan tíma í að elda þær líka, það er
að segja ef þeir verða heppnir. Finnst
mér þá mikilvægt að reyna að nýta
allan fuglinn en ekki bara bringurn-
ar. Synd að láta fullt af bragði enda í
ruslinu, ekki satt?
Tvær heilar grágæsir eru úrbein-
aðar, bringur og læri tekin af. Mikil-
vægt er að skipum, hjörtum og lifur
sé haldið eftir fyrir soðið.
Soð:
l bein og innmatur úr 2 gæsum
(hjörtu, lifur og fóarn)
l 2 gulrætur
l 5 skallotlaukar
l 1 grænt epli
l 3 hvítlauksgeirar
l 1/2 búnt ferskt blóðberg
l 5 rósmaríntoppar slitnir af stilk
l 2–3 lárviðarlauf
l ½ tsk. svört piparkorn
l 1 dl púrtvín
l 2 1/2 lítrar vatn
Aðferð: Bein brúnuð í ofni við
170°C. Grænmeti skorið gróft og
svitað í stórum potti ásamt inn-
mat. Steikarskóf leyst upp með víni.
Kryddjurtum og beinum bætt í. Vín-
ið soðið niður um helming og vatn-
inu bætt út í. Látið malla við væg-
an hita í ca. 3 klukkutíma og hrati
fleytt ofan af með reglulegu millibili.
Sigtað og kælt. Athugið að mikilvægt
er að skera fóarnið í sundur og skola
úr því allan sand.
Rauðrófu/kartöflumús
l 3 rauðrófur
l 2 bökunarkartöflur
l 200 ml rjómi
l saltað eftir smekk
Aðferð: Rauðrófur skrældar og
skornar í bita, soðnar í rjómanum og
settar í matvinnsluvél ásamt rjóma.
Maukið er síðan pressað í gegnum
sigti og sett í pott. Kartöflur skrældar
og soðnar. Þær eru síðan pressaðar
í gegnum sigtið og blandaðar rauð-
rófumaukinu. Smakkað til með salti.
Gæsaleggir
l 4 leggir
l 3 rósmaríntoppar
l 2-3 hvítlauksgeirar
l 5 dl gæsasoð
Aðferð: Leggirnir hreinsaðir,
kryddaðir með salti og svörtum pip-
ar og brúnaðir á pönnu, settir í eld-
fast mót ásamt kryddjurtum og soði.
Bakað í ofni við 100°C í 3 klukkutíma.
Leggirnir teknir upp og kældir. Af-
gangssoðið er geymt.
Kryddhjúpur
l 1 dl ljóst brauðrasp
l ½ búnt steinselja
l 2 rósmaríntoppar
Sett í matvinnsluvél og unnið þar
til útkoman verður fagurgræn, leggj-
unum er síðan dýft í hveiti, egg og
loks raspinn. Þeir eiga að vera vel
hjúpaðir. Leggirnir eru síðan djúp-
steiktir rétt áður en rétturinn er bor-
inn fram.
Sykurgljáð hvítkál
l 1 meðalstór haus af íslensku
hvítkáli
l 1 dl af cider-ediki (má vera hvítvíns)
l 3 msk. af sykri
l 50 gr smjör
Hvítkálið skorið mjög fínt og sett í
pott ásamt ediki og sykri, soðið nið-
ur þar til sykurinn byrjar að brúnast
og þá er smjörinu bætt í og klípu af
salti.
Gæsabringur
Bringurnar er brúnaðar á vel
heitri pönnu, best er að nota hreins-
að smjör, annars bara ólífuolíu. Þær
eru síðan bakaðar í ofninum við
100°C þar til kjarnhiti er 60°C og síð-
an látnar hvíla smá stund áður en
þær eru skornar niður á diskinn.
Sósan
l 4 skallotlaukar. saxaðir
l 2 hvítlauksgeirar. saxaðir
l ½ dl púrtvín
l 1 lítri gæsasoð
l 1 dl af rjóma
Aðferð: Laukur svitaður á pönnu,
víninu bætt í og það soðið niður um
helming. Þar næst er gæsasoðinu
hellt út í og soðið niður um helming,
sósan sigtuð og bætt með rjóma, má
þykkja með maizena eða smjörbollu
eftir því sem hentar best, smökkuð til
með salti.
Björn Ingi lærði hjá Sigga Hall á Óðinsvéum og útskrifaðist
sem matreiðslumaður árið 2004. Síðan hefur Björn Ingi
starfað á Fiðlaranum á þakinu á Akureyri, Lækjarbrekku og frá
árinu 2005 hefur hann gegnt stöðu yfirmatreiðslumanns á
Hótel Flúðum.
Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Hótel Flúðum Meistarinn
Steikt gæSabringa
áSamt langtímaelduðum gæSalegg
M
YN
D
IR
: H
Ö
RÐ
U
R
ÁS
BJ
Ö
RN
SS
O
N