Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Side 46
Föstudagur 5. október 200746 Helgarblað DV
Sakamál
Árið 2006 sendi átján ára Dani í Óðinsvéum í
Danmörku rafrænan póst til aðalskrifstofu Vinstri
flokksins í Danmörku. Orsendingin var svohljóð-
andi: „Fogh er dauður innan níu daga frá degin-
um í dag. Nei við stríði Árósa.“ Ungi maðurinn
var handtekinn sólarhring síðar eftir að lögregl-
an hafði rakið orðsendinguna. Eftir að búið var
að meta aðstæður hans og vegna þess að hann
hafði þá þegar verið tíu daga í varðhaldi, var
hann dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar
fangelsisvistar. Taldi sendandinn sig sleppa með
skrekkinn og var hinn sáttasti. En það átti eftir að
breytast og ekki til hins betra.
Eystri-Landsréttur ósammála
Þegar staðfesta átti skilorðsdóminn í Eystri-
Landsrétti kom babb í bátinn. Þar á bæ voru
menn engan veginn sammála og fimm af sex
dómurum töldu að hótunin væri „árás á hið
lýðræðislega samfélagsform“ og mæltu með
strangari refsingu. Það varð niðurstaða rétt-
arins að sakborningur skyldi dæmdur til sex-
tíu daga fangelsisvistar, óskilorðsbundið. Það
er því óhætt að segja að þetta hafi verið unga
manninum dýrt spaug, ekki síst í ljósi þess vitn-
isburðar sem hann gaf. Þar kom meðal annars
fram að hann hefði verið að athuga með póst
sinn í tölvu í Ungdómshúsinu í Óðinsvéum og
honum leiddist ógurlega. Og orðsendinguna
sendi hann af einskærum leiðindum!
Eystri-Landsréttur í Danmörku tekur hart á hótunum gegn opinberum starfsmönnum:
Tveir mánuðir í grjótinu
Albert Hamilton Fish er af mörg-
um talinn truflaðasti morðingi í sögu
Bandaríkjanna. Morð voru ekki eina
ástríða hans, því hann fékk einnig
útrás í mannáti, sjálfspyntingu og
barnagirnd. Fish fæddist árið 1870 í
Washington í Bandaríkjunum. Eftir
að faðir hans lést var Fish vistaður
á munaðarleysingjahæli, þá fimm
ára að aldri. Á hælinu varð hann
fyrir og varð vitni að kynferðislegri
niðurlægingu og hrottalegum bar-
smíðum. Dvaldi hann á hælinu í tvö
ár, en var þá sendur til móður sinn-
ar á ný, en áhrif vistunarinnar voru
varanleg og hann sagði síðar að hún
hefði eyðilagt geð hans. Eftir að hafa
útskrifast úr framhaldsskóla fékkst
hann við ýmis störf og ferðaðist um
landið. Ferðalög hans gáfu honum
kærkomið tækifæri til að fremja þau
ódæði sem hugur hans stóð til. Árið
1910 framdi hann sitt fyrsta morð
og pyntaði fórnarlamb sitt og af-
skræmdi líkama þess.
Einbeitti sér að börnum
Eftir fyrsta morðið urðu börn
uppáhaldsfórnarlömb hans, þau
voru að hans mati varnarlaus og
auðveld skotmörk. Sérstaklega voru
drengir í uppáhaldi hjá honum. Á
þriðja áratug síðustu aldar flakkaði
Albert Fish milli ríkja og í slóð hans
voru ótal lík og barnshvörf. Fórnar-
lömb hans upplifðu öll pyntingar og
limlestingar áður en þau voru myrt
með því sem Fish kallaði „áhöld
helvítis“, en það voru kjötöxi, slátr-
arahnífur og sög.
En sársauki annarra nægði Al-
bert Fish ekki til svölunar. Hann
stakk nálum svo djúpt í sinn eigin
líkama að þær festust. Einnig kunni
hann vel að meta að vera barinn
með gaddaspöðum.
Handtaka og
geðsjúkrahúsvist
Á ferli sínum var Albert Fish
handtekinn þó nokkrum sinnum.
Kærurnar gátu hljóðað upp á allt frá
því að senda dónaleg bréf til þess að
vera geðveikur. Hann átti það til að
standa og öskra upp í himininn að
hann væri Kristur. Hann sagði öllum
sem heyra vildu að Guð segði hon-
um að drepa. Þrátt fyrir að vera vist-
aður nokkrum sinnum á geðveikra-
hælum var honum alltaf sleppt því
læknar töldu hann heilan á geði
þótt hann væri svolítið skrítinn.
Eitt fórnarlambanna
Árið 1928 knúði hann dyra hjá
Edward Budd á Manhattan í New
York, því hann girntist Grace, dótt-
ur Budd-hjónanna. Hann kynnti
sig sem Frank Howard og komst í
náðina hjá fjölskyldunni með því
að bjóða sonum Budd-hjónanna
vinnu. Eftir að hafa áunnið sér
traust fjölskyldunnar bað hann leyf-
is að fara með Grace í afmælisboð.
Það var auðsótt mál, en varla þarf
að taka fram að Grace komst aldrei
í neitt afmælisboð, enda um full-
kominn uppspuna að ræða.
Fish fór með Grace í yfirgefið hús
í Westchester þar sem hann kyrkti
hana og snæddi. Sex árum síðar
barst Budd-fjölskyldunni bréf, þar
sem Fish lýsti í smáatriðum afdrif-
um dóttur þeirra, þar sagði hann
meðal annars að hún hefði dugað í
níu daga.
Rafmagnsstóllinn
Lögreglunni tókst að hafa upp á
Fish, vegna póststimpilsins á bréf-
inu til Budd-hjónanna. Hann var
handtekinn, það var réttað yfir hon-
um og hann dæmdur. Við réttar-
höldin hélt Fish því fram að hann
væri geðveikur, en kviðdómurinn
lagði ekki trúnað á þá fullyrðingu
og dæmdi hann til dauða. Hann var
tekinn af lífi í Sing Sing-fangelsinu
16. janúar árið 1936 og endaði æv-
ina í rafmagnsstólnum. Sagan seg-
ir að þurft hafi tvær fullar hleðslur
rafmagns til að klára verkið. Rönt-
genmynd sem tekin var eftir aftök-
una leiddi í ljós tuttugu og níu nálar
í líkama hans.
Hann gekk undir ýmsum nöfn-
um á ferlinum; Vampíran frá Brook-
lyn, Varúlfurinn frá Wysteríu og
Grái maðurinn. Hann gortaði af því
að hafa hundrað líf á samviskunni,
var grunaður í fimm málum, en ját-
aði aðeins á sig þrjú morð. Erfitt var
að henda reiður á Albert Hamilton
Fish, því hann var óforbetranlegur
lygari fram á síðustu stundu.
Apaköttur,
apaspil
Lögreglan í Suður-Afríku
stendur ráðþrota vegna
innbrotafaraldurs, en á
hverjum degi er tilkynnt um
ný og ný innbrot. Erfitt gæti
reynst að hafa hendur í hári
sökudólganna því um er að
ræða bavíanagengi sem byggir
tilveru sína á matföngum úr
húsum fórnarlambanna. Íbúar
eru afar reiðir því bavíanarnir
hreinsa eldhús og kæliskápa af
öllu matarkyns sem þá langar
í. Sumir hafa brugðið á það ráð
að setja rimla fyrir glugga, en
allt kemur fyrir ekki og einhvern
veginn komast sökudólgarnir
inn. Anders Fogh Rasmussen alvarlegt mál að senda
honum hótanir.
Fórnarlömbin eru hænur
Morðingi gengur laus í Ølby í Danmörku. Þar er ekki um neinn
venjulegan morðingja að ræða því fórnarlömbin eru hænur.
Aldraður bóndi telur sig vita hver ódæðismaðurinn er en hefur
ekki trú á að lögreglunni takist að góma hann. Að hans mati er
nauðsynlegt að standa hænsnamorðingjann að verki, en hann
snýr hænurnar úr hálsliðnum.
Hlekkir
ástarinnar
Það þurfti tuttugu
slökkviliðsmenn til að frelsa
hina bresku Zoe Comaish úr
hlekkjum ástarinnar. Ástarleikur
hennar og kærasta hennar
Stuarts Fisher fór úr böndunum,
þannig séð, því kærastinn gat
ekki losað handjárnin af Zoe
og var hún hlekkjuð við rúmið
í tvo tíma. Þau leituðu aðstoðar
lögreglu, en þrír lögregluþjónar
gáfust upp á að losa af henni
handjárnin, þó þeim hefði tekist
að losa hana af rúminu. Parið
þurfti að fara á nærliggjandi
slökkviliðsstöð þar sem
skælbrosandi slökkviliðsmenn
losuðu Zoe úr viðjum ástarinnar.
Fékk meira
en borgað
var fyrir
Shannon Whisnant frá
Norður-Karólínu í Bandaríkj-
unum, fékk á uppboði meira en
hann borgaði fyrir. Hann taldi
sig himin höndum hafa tekið
þegar hann var með hæsta boð
í forláta steikarofn og sá fyrir
sér þær kræsingar sem í hon-
um skyldu eldaðar. Eitthvað
dofnuðu þær sýnir hans eftir
að hann kom heim, því þegar
hann kíkti inn í ofninn blasti við
honum uppþornaður manns-
fótur. Sagan segir að fyrrver-
andi eigandi ofnsins hafi misst
fótinn í flugslysi og geymt hann
af trúarástæðum. Ofninn hafði
viðkomandi síðan geymt í leigu-
geymslu, en þegar hann greiddi
ekki leiguna var ofninn settur á
uppboð... og fóturinn með.
Albert Hamilton Fish er af mörgum talinn fyrirmyndin að Hannibal Lecter úr mynd-
inni Lömbin þagna. Hvað sem til er í því leikur enginn vafi á því að Fish var einn af
óhugnanlegustu morðingjum sögunnar.
Grái maðurinn
Albert Fish
gjarnan
kallaður grái
maðurinn.
Áhöld slátrara eitthvað í
líkingu við þau sem albert
notaði við iðju sína.