Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Page 59
Aftur í Fast and the Furious Félagarnir Vin Diesel og Paul Walker sem léku aðalhlutverkin í fyrstu Fast and the Furious-myndinni eiga nú í samningaviðræðum við Universal- kvikmyndafyrirtækið um að leika í fjórðu myndinni í röðinni. Walker lék einnig í mynd númer tvö en Diesel hefur ekki leikið í fleiri myndum fyrir utan að bregða fyrir í þriðju myndinni. Tökur á myndinni eiga að hefjast í vor og fara fram í Los Angeles, Mexíkó og Dóminíska lýðveldinu. Justin Lin, Neal Moritz og Chris Morgan sem gerðu þriðju myndina snúa aftur í hlutverk leikstjóra, framleiðanda og handritshöfundar. Föstudagur 5. október 2007DV Bíó 59 Styrkir gamla skólann Fyrrverandi glímukappinn og leikarinn Dwayne „The Rock“ Johnson gerði sér lítið fyrir á dögunum og gaf gamla skólanum sínum eina milljón dala í styrk. Um er að ræða háskólann í Miami en peningarnir fara í að bæta ruðnings- og íþróttaaðstöðu skólans. Dwayne lék sjálfur ruðning eða amerískan fótbolta með liði skólans fyrir rúmum áratug og er með framlaginu sá fyrrverandi nemi skólans sem hefur styrkt hann mest. Þá verður klefi ruðningsliðsins, sem heitir The Miami Hurricanes, nefndur í höfuðið á kappanum. Endurgerir The Party Breski grínarinn Sacha Baron Cohen mun leika Hrundri V í endurgerðinni af myndinni The Party frá árinu 1968. Það var meistari Peter Sellers sem sló ógleymanlega í gegn í hlutverki Hrundri í fyrstu myndinni og því ljóst að það verða erfið fótspor fyrir Cohen að feta. Myndin fjallar um Indverj- ann Hrundri sem er gestur í glæsilegu Hollywood-samkvæmi og tekst á einhvern ótrúlegan hátt að gjörsamlega eyðileggja allt. FRUMSÝNINGAR HELGARINNAR Stardust stjörnum prýdd ævintýramynd sem var tekin upp að hluta til hér á landi. ungur maður lofar sinni heittelskuðu að ná í stjörnu sem féll til jarðar. Hann ratar inn í töfraheim og áttar sig á því að hann er ekki sá eini sem er á eftir stjörnunni. IMDb: 8,1/10 Rottentomatoes: 74% Metacritic: 66/100 The 11th Hour Heimildarmynd sem er framleidd af Leonardo diCaprio. Hann er einnig sögumaður myndarinnar en hún fjallar um skaðleg áhrif mannverunn- ar á jörðina og lífríki hennar. Í myndinni er talað við ótal vísinda- menn og möguleikarnir ræddir hvað sé hægt að gera til að draga úr mengun og skaða. IMDb: 6,6/10 Rottentomatoes: 67% Metacritic: 63/100 Halloween rokkhundurinn og hroll- verkjuleikstjórinn rob Zombie er hér með sína eigin túlkun á hinni klassísku hryllingsmynd Halloween frá árinu 1978. Hann túlkar söguna á sinn eigin hátt og gerir hlutina upp á nýtt. IMDb: 6,1/10 Rottentomatoes: 25% Metacritic: 47/100 fyrstu þremur Halloween-mynd- unum en eftir það var rétturinn á Halloween-sögunni og helstu per- sónu hennar, Michael Myers, seld- ur. Í kjölfarið komu kvikmyndirnar Halloween 4: The Return of Mi- chael Myers og Halloween 5: The Revenge of Michael Myers. Báðar þóttu með afbrigðum slakar en í myndunum eltist Michael við unga frænku sína, dóttur Laurie, sem leikin er af Jamie Lee. Dimension Films tekur við Árið 1995 keypti kvikmyndafyr- irtækið Dimension Films réttinn á Halloween. Dimension var þá und- ir kvikmyndarisanum Miramax og var ákveðið að setja meira púður í næstu Halloween-mynd. Myndin sem gerð var heitir Halloween: The Curse of Michael Myers, sem fjall- aði að miklu leyti um uppruna My- ers og sögu hans. Árið 1998 ákvaðu svo Dimension-menn að gera aðra Hallo- ween-mynd, á 20 ára afmæli kvik- myndarinnar en það er myndin H20. Fjórum árum seinna gerðu þeir svo Halloween: Resurrect- ion. Báðar þær myndir voru fram- leiddar í sama stíl og þær hryll- ingsmyndir sem Dimension hafði framleitt nokkrum árum áður, en þar ber helst að nefna kvikmynd- ina Scream. H20 sló í gegn víða um heim og halaði inn rúmlega 120 milljónum Bandaríkjadala úti um allan heim, en myndin kostaði aðeins 17 milljónir dollara í fram- leiðslu. Halloween Ressurrection gekk ekki jafnvel, en tekjur af henni voru rúmar 37 milljónir dollara og kostaði myndin um 33 milljónir í framleiðslu. Fimm árum síðar og allt að verða vitlaust Kvikmyndin sem frumsýnd er í kvöld er leikstýrt af engum öðr- um en rokkaranum Rob Zombie, sem hefur áður gert myndir á borð við House of 1000 Corpses og The Devils Reject. Það var framleið- andinn Bob Weinstein sem bauð Rob Zombie að endurgera Halloween. Rob er mikill að- dáandi bæði myndanna og leikstjórans John Carpent- er. Rob vildi því fá blessun Carpenters, áður en ráð- ist yrði í upptökur á mynd- inni. Blessunina fékk hann og einnig þau heillaráð að hann skildi gera sína eigin Halloween mynd og ekki vera of upptekin af því að fylgja þeirri fyrstu eftir. Rob tók ráðum Carpenters og segja þeir sem séð hafa myndina hana eiga lítið skylt við þá fyrri. Rob mannar allar stöður Rob er ekki aðeins leikstjóri myndarinnar, heldur er hann einnig handritshöfundur hennar, framleiðandi og hefur yfirumsjón með tónlistinni. Rob sagði í viðtali skömmu áður en myndin kom út að hans helsa markmið í myndinni væri að finna persónuna Michael Myers upp, upp á nýtt, en Rob tel- ur Michael vera goðsagnakennda persónu í hryllingmyndageiran- um í sama flokki og Freddy Kru- eger, Jason Voorhees og Pinhead. Í myndinni er kafað djúpt í fortíð Michaels. Áhorfendur fá að vita allt um grímuna sem hann ber og afhverju hann hann ber hana, auk annarra smáatriða. Arðbærasta Halloween myndin hingað til Halloween var frumsýnd þann 31.ágúst. Hún halaði inn 31millj- ónum dollara á fyrstu helgi sinni og 58 milljónum í heildina. Það ger- ir hana að arðbærustu Halloween myndinni hingað til. Framleið- andinn Bob Weinstein segir held- ur ólíklegt að hann muni framleiða aðra Halloween mynd. „Ég segi aldrei, aldrei en það yrði að vera afar sérstakt verkefni, ólíkt hinum.“ Halloween er frumsýnd í kvöld og er sýnd í Smárabíói, Háskólabíói og Regnboganum. John Carpenter Leikstýrði fyrstu þremur myndunum og sagði rob Zombie að gera eigin útgáfu af Halloween og sleppa því að fylgja fyrstu myndinni. Michael Myers Í nýju myndinni er saga morðingjans Michaels Myers rakin. Jamie Lee Curtis Hefur leikið í 3 Halloween- myndum, þar á meðal tveimur fyrstu myndunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.