Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Síða 62
Föstudagur 5. október 200762 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Nú er Egill Gillzenegger í heldur betur vondum málum en hann starfar sem kunnugt er sem einkaþjálfari í Sport- húsinu. Hingað til hefur Gillz verið sann- færður um að hann sé einn sá allra flottasti á landinu svo ekki sé talað um heitasti einkaþjálfar- inn í Sport- húsinu. Nú greinir hann hins vegar frá því inn á heimasíðunni sinni að nýr þjálfari sé tekinn þar til starfa sem sé með hár- greiðslu einsog Steven Seagal, hrikalega massaður með kyn- þokkafullan hreim og heiti auk þess Kojak. Gillz sem hingað til hefur dásamað eigin ágæti virðist hins vegar vera farinn að óttast að hann sé komin með keppinaut. n Geir Ólafsson kemur fram á minningartónleikum til heiðurs Lee Hazlewood í kvöld á Organ en eins og kunnugt er orðið hef- ur Geir unnið hörðum höndum að því að fá Nancy Sinatra til landsins en hún söng ófá lögin með Hazle- wood. Geir hefur jafnvel haft orð á því að um- boðsmað- ur Nancyar ætli að láta sjá sig á tón- leikunum í kvöld en það verður spennandi að sjá hvort umbinn mætir á svæðið og enn meira spennandi verður að sjá hvort Nancy fáist einhvern tímann til að spila á klakanum. n Miðbæjarbruninn líður mönnum seint úr minni en meðal þess sem varð eldinum að bráð var skemmtistaðurinn Pravda. Staðurinn hafði verið starfræktur í húsinu um nokk- urra ára skeið en eldtungurn- ar gleyptu hann í brunanum síðasta vetrardag 18. apríl síðast liðinn. Plötusnúrðurinn Áki Pain sem hélt stuðinu gangandi á staðnum í áraraðir ætlar að minnast hans með heljarinn- ar Pravda- partíi á Gauk á stöng um helgina og lofar skífu- skankur- inn knái gömlu góðu stemmning- unni sem einkenndi staðinn. Áki gerir jafnvel gott betur en það og lof- ar sögulegri stemningu. Hver er konan? „Ég er notandi í Hugarafli. Svo er ég dóttir, systir, vinkona og ýmislegt annað.“ Hver gerir þú? „Eins og er starfa ég í Hugarafli og vinn við að undirbúa Alþjóðlega geð- heilbrigðisdaginn, sem er tíunda okt- óber. Það er mitt verkefni þessa stund- ina.“ Hver eru þín áhugamál? „Það er ýmislegt. Til dæmis geð- heilbrigðismál, góðir vinir, tónlist og svo reyni ég að njóta lífsins.“ Á hvernig tónlist hlustar þú? „Ég hlusta á allt milli himins og jarðar en hef þó mest gaman af því að hlusta á gamla og góða rokktónlist. Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi? „Það er Reykjavík. Mér þykir svo vænt um Reykjavíkina mína.“ Hvað drífur þig áfram? „Þessa dagana er það eldmóður- inn fyrir því að bæta kjör geðsjúkra og gleði yfir því að hafa náð bata á mín- um geðsjúkdómi.“ Hvað er Hugarafl í stuttu máli? „Hugarafl er notendasamtök og það er félag sem hefur bjargað mínu lífi og margra annarra sem hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Við vinnum á jafnréttisgrundvelli, eyð- um fordómum og reynum að hafa áhrif í samfélaginu. Við reynum að bæta kjör þeirra sem eiga erfitt and- lega og reynum að gera þeim líf- ið betra, meðal annars með því að opna umræðuna.“ Hvernig hefur félagsskapurinn hjálpað þér? „Ég hef kynnst svo yndislegu fólki í þessu félagi. Fólki sem þekkir af eigin raun hvernig er að vera með geðsjúk- dóm. Það miðlar þekkingu sinni og hjálpast að við að láta hvert öðru líða betur. Það hefur hjálpað mér og gefið mér nýtt líf.“ Hvað finnst þér að betur mætti fara í umræðunni um geðsjúk- dóma? „Að hún sé opnari. Að notendur taki meiri þátt í því að fræða fólk um sjúkdómana. Ekki alltaf bara að leita ráða hjá sérfræðingum eða fólki sem hefur lært um geðsjúkdóma. Oft er betra að spyrja sjúklingana sjálfa. Það þarf að ræða þetta í víðara samhengi.“ Hvað gerir þú eftir 10. október? „Ég er farin að taka þátt í að undir- búa List án landamæra. Svo stefni ég að því að fara í skóla eftir áramót. Ég vil ljúka framhaldsskólanáminu. Sam- hliða því vil ég halda áfram að vinna að málum geðsjúkra og beita mér fyrir réttindum þeirra.“ Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xx +xx xx xx xx xx xx xxxx xx +8 1 xx xx xx +9 1 xx +8 4 xx xx +8 4 xx xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx +8 1 xx xx xx +7 7 xx +7 4 +5 7 xx xx xx +8 4 xx xx xx xx xx +8 4 +8 7 +6 4 xx +7 6 +6 7 xx -xx -xx MAÐUR DAGSINS Geðsjúkir fræði um Geðsjúkdóma Þórey Guðmundsdóttir er meðlimur í Hugarafli sem er félag fólks í bata sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Hún vinnur nú af krafti að undirbúningi alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins. Fallegur sunnudagur í vændum „Ég er ekki hissa á að fólk á höfuðborgarsvæð- inu sé orðið langþreytt á rigningartíðinni enda reyndist septembermánuður vera sá blautasti í reykjavík alveg frá 1887,“ segir einar sveinbjörnsson veðurfræðingur. „en þrátt fyrir að það rigndi nánast upp á hvern einasta dag kemur á móti að sæmilega hlýtt er í veðri, hiti oftast þetta 7 til 10 stig og stundum enn hlýrra fyrir norðan í sunnanáttinni. Nú um helgina er útlit fyrir dálitlar sviptingar enn og aftur. rigningu er spáð nánast um allt land á föstudag og seint þann dag snýst vindur til hvassrar Na- áttar. Á laugardag verður hvöss N-áttin allsráðandi með þó nokkurri rigningu og síðar slyddu og jafnvel snjókomu norðan- og norðaustanlands. sunnan- og suðvestantil rofar til. Á sunnudaginn dettur síðan allt í dúnalogn og það er meira að segja útlit fyrir bjart og fallegt veður um land allt og hita 5 til 8 stig um miðjan daginn. Þeir sem vilja njóta þessa sunnudags til útiveru af einhverju tagi eða vilja teyga að sér heilnæmt haustloftið ættu strax að gera ráðstafinir því langt gæti verið í þann næsta af sambærilegum veðurgæðum.“ Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur stjörnur vIkUNNAR Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi fær fjórar stjörnur fyrir að standa vörð um frístundakortin. Hann barðist ötullega fyrir því að frístundir barna í borginni yrðu niðurgreiddar og hefur nú gagnrýnt harðlega hækkanir íþrótta- og tómstundafélaga í kjölfar þess að kortin voru innleidd. öll börn eiga að fá tækifæri til þess að læra á píanó eða æfa handbolta, hvort sem fjölskylda þeirra er rík eða fátæk. Stjórn Byggðastofnunar fær þrjár stjörnur fyrir að leggja sitt af mörkum til að hægt sé að hefja á ný rækjuvinnslu í Miðfelli á Ísafirði. Vestfirðir hafa átt undir högg að sækja í atvinnumálum og fjöldi rækjuvinnsla hefur þurft að leggja upp laupana að undanförnu vegna verðfalls. Nú er rækjuverð hins vegar á uppleið og gerir fyrirtækið birnir út tvö skip til rækjuveiða þar sem aflinn verður unninn í Miðfelli, þökk sé byggðastofnun. vilhjálmur vilhjálmsson borgar- stjóri fær tvær stjörnur fyrir að sýna mannlegu hliðina og lýsa yfir áhuga á að syngja með bítlunum. Paul McCartney og ringo starr koma mögulega hingað til lands ásamt Yoko ono sem stendur fyrir því að friðarsúla muni rísa í Viðey. Vilhjálmur er mikill bítlaaðdáandi og sagðist ætla að óska eftir því að þeir tækju saman uppáhaldslagið sitt, I saw Her standing there. Blóðgjafar fá eina stjörnu fyrir að svara kalli blóðbankans og fjölmenna þangað. alls gáfu 200 einstaklingar blóð á miðvikudag í kjölfar þess að blóðbankinn lýsti yfir neyðarástandi. allir geta lent í því að þurfa á blóðgjöf að halda og því er eins gott að birgðir bankans séu nægar. Vel er tekið á móti blóðgjöf- um í bankanum og fá þeir kex og safa til að endurnýja orkubirgðirnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.