Fréttatíminn - 10.01.2014, Qupperneq 2
TENNIS
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að
panta fastan tíma í tennis.
Eigum nokkra tíma lausa.
Skemmtilegu byrjendanámskeiðin
fyrir fullorðna eru að hefjast.
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
Metþátttaka í Eddu
Borgin hefur
mótað sér
þá stefnu að
hafa grænar
áherslur.
S kúli Helgason býður sig fram til þriðja sætis í flokksvali Samfylk-ingarinnar fyrir borgarstjórnar-
kosningar næsta vor. Hann var þingmaður
Samfylkingarinnar kjörtímabilið 2009
til 2013 en hefur undanfarið starfað sem
verkefnastjóri fyrir Samtök sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu við mótun sameigin-
legrar sóknaráætlunar í menntamálum.
Skúli setur mennta- og græn atvinnu-
mál á oddinn og segir borgina hafa
möguleika á að taka forystu í þessum
málaflokkum og því sé spennandi að taka
skrefið úr landsmálum í borgarmálin.
„Borgin hefur mótað sér þá stefnu að hafa
grænar áherslur. Á Alþingi var ég formað-
ur nefndar um mótun stefnu um grænt
hagkerfi sem var samþykkt einróma á
alþingi árið 2012. Borgin hefur möguleika
á að taka við forystuhlutverkinu þarna og
jafnvel í samvinnu við höfuðborgarsvæðið
allt.“
Oddný Sturludóttir býður sig ekki fram
til áframhaldandi setu í borgarstjórn og
segir Skúli áhyggjur hafa verið af því að
rof yrði því í menntamálum þar sem hún
hefur verið í forystu í þeim málaflokki.
„Margt hefur verið mjög vel gert í þessum
málaflokki, ekki síst áherslan á aukna
samþættingu leikskóla, grunnskóla og frí-
stundastarfs og ég bind líka miklar vonir
við nýja læsisstefnu leikskólanna. Það eru
líka stórar áskoranir sem við þurfum að
takast á við, eins og lakari árangur nem-
enda í lestri og náttúrufræði samkvæmt
PISA og hátt hlutfall drengja, allt upp í
efstu bekki grunnskólans sem ekki lesa
sér til gagns.“
Hann segir þarft að styrkja grunninn
og vill setja markið hátt – að öll börn geti
lesið sér til gagns á fyrstu árum grunn-
skólans. „Ég vil líka beita mér fyrir því að
tryggja jöfn tækifæri barna í öllum hverf-
um borgarinnar. Það er verulegur munur
á milli hverfa á frammistöðu barna í lykil-
greinum eins og lestri og í anda sannrar
jafnaðarstefnu vil ég beita mér fyrir því að
tryggja að öll börn fái þann stuðning sem
þau þurfa til að öðlast grundvallarfærni.
Við verðum að lyfta þeim upp sem standa
höllum fæti – það skiptir sköpum fyrir vel-
ferð þessara barna og samfélagsins alls í
framtíðinni.“
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Heimild til
úttektar
framlengd
Búið er að framlengja
heimild til úttektar á
uppsöfnuðum séreigna-
sparnaði til loka árs 2014
en það var samþykkt
á Alþingi í desember.
Hámarksúttekt er
nú 9 milljónir króna
að frádreginni þeirri
upphæð sem fólk hefur
þegar fengið en það
er 2.750 þúsund króna
hækkun frá fyrri heimild.
Mánaðarlegar greiðslur
mega hæst fara í 600
þúsund í allt að 15 mán-
uði. Fyrir þá sem sækja
um 9 milljóna úttekt nú
en hafa ekki nýtt þess
heimild áður nemur
mánaðarleg útgreiðsla,
eftir skatt, samtals 360
þúsund krónum næstu
15 mánuði miðað við að
staðgreiðsluhlutfall sé
40%.
Íslendingar
ánægðir með
lífið
Tæp 70% Íslendinga
eru ánægð með lífið en
þegar allur heimurinn
er skoðaður eru 60%
ánægð með lífið, sam-
kvæmt Þjóðarpúlsi
Gallup. Þó niðurstöður
bendi til þess að Ís-
lendingar séu almennt
ánægðir eru þeir ekki
jafn bjartsýnir gagn-
vart nýju ári og aðrir
jarðarbúar en 48% allra
í heiminum eru bjartsýn
gagnvart árinu sem
er að ganga í garð en
aðeins 21% Íslendinga.
Við virðumst einnig vera
nokkuð svartsýn gagn-
vart efnahagshorfum
en 42% Íslendinga telja
að árið 2014 verði ár
efnahagsörðugleika.
Aldrei hafa fleiri verk
verið send inn í Edduna,
íslensku sjónvarps- og
kvikmyndaverð-
launin en í ár.
Framleiðend-
ur kvikmynda
og sjónvarps-
verka hafa
sent 108 verk
inn. Í fyrra
voru 102 verk send inn. Af innsendum verkum eru sjón-
varpsverk alls 76 talsins en í fyrra voru þau 64. Alls voru
7 kvikmyndir sendar inn í Edduna í ár sem er sami fjöldi
og í fyrra. Aðeins fimm verk falla í flokkinn barna- og
unglingaefni í ár sem er fækkun úr átta verkum í
fyrra. Tilkynnt verður um tilnefningar Edduverð-
launanna 30. janúar og í kjölfarið hefst kosning
akademíumeðlima á milli tilnefndra verka. Úrslit
verða svo tilkynnt á Eddu-hátíðinni laugardaginn
22. febrúar í Silfurbergi Hörpu.
Sara Dögg Ásgeirsdóttir
hlaut Edduverðlaunin
í fyrra fyrir bestan
leik kvenna í aðal-
hlutverki.
Hagstæð
vöruskipti
Vöruskipti í nýliðnum
desember voru hagstæð
um 4,8 milljarða króna,
samkvæmt bráðabirgða-
tölum Hagstofu Íslands.
Útflutningur nam 43,6
milljörðum króna en
vörur voru fluttar inn
fyrir 38,8 milljarða króna.
BorgarStjórnarkoSningar FlokkSval SamFylkingarinnar
Skúli Helgason í borgarmálin
Skúli Helgason, fyrrum alþingismaður og núverandi fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í
Reykjavík norður, gefur kost á sér í þriðja sæti í flokksvali fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Hann
segir það spennandi áskorun að fara úr landsmálunum í borgarmálin og setur mennta- og græn
atvinnumál á oddinn og vill tryggja jöfn tækifæri barna í öllum hverfum borgarinnar til menntunar.
Skúli Helgason setur menntamál og græn atvinnumál í öndvegi og segir fólk hafa óttast ákveðið rof í menntamálum með brott-
hvarfi Oddnýjar Sturludóttur.
Menningarsjóður Hlaðvarpans
veitti í gær 400.000 króna styrk
til Gettu Betur æfingabúða fyrir
stelpur. Að sögn Hrafnkötlu Ein-
arsdóttur vonast þær stofnend-
urnir til að æfingabúðirnar hvetji
stelpur til þátttöku og að kynja-
kvótar verði óþarfir eftir nokkur
ár, bæði í Gettu betur og annars
staðar. Haldin verður kynning
á æfingabúðunum í ágúst. „Þær
stelpur sem mæta í búðirnar geta
þá mætt í prófin sem haldin eru
hjá skólunum í haust. Vonandi
skilar þetta því að strax á næsta
ári verði fleiri stelpur í Gettu
betur,“ segir hún.
Auk Hrafnkötlu standa þær
Anna Pála Sverrisdóttir, Auður
Tinna Aðalbjarnardóttir, Elín
Elísabet Einarsdóttir, Hildur Sig-
urgrímsdóttir, María Helga Guð-
mundsdóttir og Sigrún Anton-
sdóttir að æfingabúðunum en þær
hafa allar keppt í Gettu betur.
Að þessu sinni úthlutaði Menn-
ingarsjóður Hlaðvarpans tæplega
7 milljónum króna til menn-
ingarmála kvenna. Veittir voru
17 styrkir en alls bárust rúmlega
eitt hundrað umsóknir. Styrkur
einnig var veittur til gerðar á
heimildamynd um hljómsveitina
Dúkkulísur. Þá fékk Erla Hulda
Halldórsdóttir styrk til rann-
sóknar á bréfaskriftum Sigríðar
Pálsdóttur, Femínistafélag Ís-
lands fékk styrk til verkefnis um
vernd tjáningarfrelsis og vernd
gegn þöggun, Katrín Gunnars-
dóttir fékk styrk fyrir sólódans-
verkið Macho men og Hrafnhild-
ur Schram til ritunar á bók um
Nínu Sæmundson, fyrsta íslenska
kven-myndhöggvarann. -dhe
Styrkur menningarSjóður HlaðvarpanS
Æfingabúðir fyrir Gettu betur stelpur
Allir sjö stofnendur æfingabúðanna hafa keppt í í Gettu betur. Auður
Tinna Aðalbjarnardóttir og Anna Pála Sverrisdóttir eru tvær þeirra.
2 fréttir Helgin 10.-12. janúar 2014