Fréttatíminn - 10.01.2014, Side 8
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
J
Jólatrén sem skreyttu heimilin yfir hátíð-
arnar hafa nú verið flutt á endurvinnslu-
stöðvar. Þau nýtast meðal annars sem
trjákurl. Sala jólatrjáa úr skógum landsins
hefur aukist ár frá ári. Með aukinni skóg-
rækt er verið að byggja upp auðlind í landi
sem áður var nánast skóglaust. Notagildi
skóga er margvíslegt. Þeir veita skjól – og
er trjávöxtur í þéttbýli glöggt dæmi þar
um. En skógurinn er ekki bara til skrauts í
þéttbýli eða til að klæða land.
Skógrækt er ung atvinnugrein
hérlendis en fram kemur í
nýju riti sem ber heitið Skóg-
arauðlindin, ræktun, umhirða
og nýting, að aðstæður víða
hér á landi standast saman-
burð við skógrækt í nágranna-
löndum okkar.
Fyrir liggur, og kann að
koma á óvart, að tugþúsundir
tonna af nýjum viði verða
árlega til í skógum lands-
ins. Skógarnir gefa einnig margt annað en
timbur, eins og fram kemur í ritinu, matvæli
eins og ber og sveppi, lyf, efni til handverks
og skrauts, fyrrnefnt skjól og bætt and-
rúmsloft. Viður úr íslenskum skógum fer að
mestu leyti í iðnað, spónaframleiðslu, sem
kolefnisgjafi í járnblendi en einnig í kurl í
stíga og beð og í flettivið og arinvið.
Þessi unga atvinnugrein er í mótun. Í for-
mála Skógarauðlindarinnar segir að með
aukinni skógrækt sé hægt að byggja upp
auðlind sem hafi burði til að standa jafnt
undir mikilli innlendri hráefnisuppsprettu
sem og fjölgun starfa í atvinnugreinum sem
henni fylgja, atvinnugrein sem jafnframt
feli í sér eina virkustu aðgerð sem völ er á
til kolefnisbindingar, jarðvegsverndunar og
vatnsmiðlunar. Aukin skógrækt hljóti því
að vera verkefni sem þjóðarhagsmunir og
almenn náttúruvernd kalli eftir.
Undir það skal tekið. Augljóst er öllum
sem ferðast um landið hve skógræktarsvæði
hafa á tiltölulega skömmum tíma tekið vel
við sér og breytt ásýnd lands. Miklar breyt-
ingar urðu í skógrækt í lok níunda áratugar
liðinnar aldar. Verkefni hófust víða um land,
meðal annars Landgræðsluskógaverkefnið
og Héraðsskógar. Þá varð vakning í ræktun
birkiskóga sem er varanleg landgræðsluað-
gerð.
Skógrækt tekur tíma og skilar ekki ávinn-
ingi fyrr en að talsverðum tíma liðnum.
Enn er skógrækt á jörðum skógarbænda
stunduð með öðrum búskap og tekjur af
rekstri skógarins eru í fyrstu oftast í formi
opinberra styrkja, það er að segja laun fyrir
tímabundin störf við að koma upp skógi.
Eftir því sem skógurinn vex er hins vegar
stefnt að því að reksturinn verði sjálfbær
og skili eigendum arði. Aukning í skógrækt
kallar á samræmingu við aðra landnotkun
en skipulag skógræktar takmarkast af
ýmsu, meðal annars náttúruvernd, nátt-
úruminjum og fornminjum. Þá heyrir hún
undir skipulag sveitarfélaga. Skógarbænd-
ur gera sér grein fyrir því að skógræktin
breytir ásýnd lands og notkun. Því er brýnt
að vandað sé til verka þegar ný skógræktar-
svæði eru skipulögð og tillit tekið til sem
flestra sjónarmiða.
Skógræktarmenn segja að allt sé til
staðar til þess að uppfylla innanlandsþörf
fyrir timbur; áhugi landeigenda, landrými,
hagstætt veðurfar, landgæði og þekking.
Vaxtarhraði á bestu skógræktarsvæðunum
sé sambærilegur við vöxt timburskóga á
Norðurlöndunum þar sem skógariðnaðar
er mikilvæg atvinnugrein. Stefnt er að því,
samkvæmt lögum, að í hverju landshluta-
verkefni verði skógrækt á að minnsta kosti
5% af flatarmáli láglendis neðan 400 metra
yfir sjávarmáli. Langt er í land með að það
markmið náist þótt breyting hafi orðið á
frá byrjun 20. aldar þegar gisið og lágvaxið
birkikjarr þakti aðeins um 1% landsins.
Aukin skógrækt stuðlar ekki aðeins að
atvinnusköpun og gjaldeyrissparnaði held-
ur fylgja skógunum útivistarmöguleikar,
skjól fyrir menn, skepnur og ræktun, auk
jarðvegsbindingar. Þá hefur kolefnisbinding
með skógrækt mikla þýðingu þegar kemur
að okkur Íslendingum að uppfylla alþjóð-
legar skuldbindingar um losun og bindingu
kolefnis. Viðarvöxtur og kolefnisbinding
í gróðursettum skógum er síst minni hér
á landi, segir í Skógarauðlindinni, en í ná-
grannalöndunum.
Skógrækt – viðarnýting, kolefnisbinding, skjól og útivist
Margþætt áhrif ungrar atvinnugreinar
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Árangur áfram – ekkert stopp
Hann bauð mér í heimsókn heim til sín í
sveitina í október og losnaði
ekkert við mig aftur.
Framsóknarkonan unga
Jóhanna María Sig-
mundsdóttir er komin með
kærasta sem hefur heldur
betur fengið að kynnast
staðfestu framsóknarfólks.
Guð og lukkan
Það er að mínu áliti mikil gæfa að
kristin trú hefur verið ráðandi þáttur í
lífi okkar Íslendinga nánast frá upphafi
byggðar hér á landi.
Þingmaðurinn Brynjar Níelsson flutti
hugvekju í Seltjarnarneskirkju á nýárs-
dag og var á borgaralegu nótunum.
Ókei þá
Á nýju ári skulum við strengja þess
heit að bera virðingu fyrir fólki og
skoðunum þess.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands,
stökk á sáttavagn forseta og forsætis-
ráðherra í nýárspredikun sinni í Dóm-
kirkjunni.
Allt í hakki
Gaf ég þér ekki skjölin fyrir löngu og þú
lést Þór Saari fara yfir þau?
Sigurður Ingi Þórðarson, best þekktur
sem Siggi hakkari, sendi Birgittu Jóns-
dóttur pírata tóninn í opnum skila-
boðum á Twitter.
Rauða spjaldið á þær!
Ég veit ekki hvort maður á að segja það
en það er best að segja það, ég held
að þetta sé stór hluti af femínistum að
stíga fram og eru ósáttir.
Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson
tók sénsinn í samtali við knattspyrnu-
vefinn 433.is þar sem hann skammaðist
yfir látunum í kringum val íþróttafrétta-
manna á íþróttamanni ársins.
Algjör sveppur!
Flúðasveppir tóku þá
ákvörðun í gær að lýsa
því yfir að hækka ekki
hjá sér. Og það var mjög
áhugaverður fundur sem
ég var á í morgun þar sem
fundarmenn ræddu hvort ekki
yrði sveppasúpa í matinn hjá þeim á
næstu dögum. Þetta eru bara tækifæri
sem fyrirtæki verða að líta til.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR,
bendir á jákvæðar hliðar þess að fyrir-
tæki haldi aftur af verðhækkunum.
Frá Baugi í ruslið
Ég vil ekkert tjá mig um sorpblaða-
mennsku 365 miðla Jóns Ásgeirs.
Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri
Mýflugs, vildi ekki ræða öryggismál
fyrirtækisins í samtali við Akureyri
vikublað. Vægast sagt óhress með
fréttaflutning Vísis.is og Stöðvar 2 af
málefnum flugfélagsins.
Snúðarnir í Guantanamo
Það er andlega pynting, eða í það
minnsta ómannúðleg meðferð á
sökuðum manni, að halda honum svo
árum skipti föngnum í réttarstöðu
sakbornings meðan stjórnvöld reyna að
hanna á hann refsiverða háttsemi og á
sama tíma sígjammandi um sök hans
og refsingu í fjölmiðlum.
Sigurður G. Guðjónsson, verjandi
Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi
bankastjóra Landsbankans, sagði
ofsóknir á hendur skjólstæðingi sínum
jaðra við pyntingar.
Vikan sem Var
Skógræktarmenn segja að allt sé til staðar til þess að upp-
fylla innanlandsþörf fyrir timbur; áhugi landeigenda, land-
rými, hagstætt veðurfar, landgæði og þekking.
Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipatrópíumbrómíð.
Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og
lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á
sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum
þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun
xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér.
Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta
kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina.
Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið
ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d.
hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með
nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú
ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm,
skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahet-
tum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á
lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður
en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis
Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Nýtt lyf sem verkar bæði gegn
nefstíflu og nefrennsli
Andaðu með nefinu
Nýtt!
8 viðhorf Helgin 10.-12. janúar 2014