Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 10.01.2014, Qupperneq 14
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 Reykjavík • Sími • 560 1010 Ert þú með verki? Stoðkerfislausnir Námskeiðið hentar þeim sem eru með einkenni frá stoðkerfi, vilja læra á sjálfan sig og finna sín mörk í hreyfingu. • 3x í viku: Mán., mið. og fös. kl. 15:00 Þjálfari Anna Borg, sjúkraþjálfari Hefst 13. janúar Verð 39.800 (19.900 pr. mán.) • 2x í viku: Þri. og fim. kl. 17:30 Þjálfari Arna Steinarsdóttir, sjúkraþjálfari Hefst 14. janúar Verð 33.800 (16.900 pr. mán.) Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is www.hei l suborg. i s Fann sjálfstraustið í gospelkór H ildur Berglind Arndal er sér-staklega róleg og yfirveguð í framkomu og gæti virst frekar feimin við fyrstu kynni. En það kemur fljótlega í ljós að í henni býr ótrú- legur kraftur og hugrekki. Hún er dugleg við að stíga út fyrir þægindarammann og vilji hennar til að sigrast á sínum eigin ótta hefur komið henni þangað sem hún vill vera, í leikhúsið. Uppgötvaði leiklistina í gegnum sönginn Hún sleit barnsskónum í Hafnarfirði þar sem hún æfði fótbolta og pældi ekkert í að verða leikkona þegar hún yrði stór. Hún var þessi rólega hlédræga týpa sem eng- inn bjóst við að færi í leiklist. En svo lá leið hennar í Fjölbraut í Garðabæ þar sem hún fann sjálfstraustið í gegnum sönginn. „Ég skráði mig í gospel kór í FG af því að mér fannst það svo fyndið, segir Hildur og fer að skellihlæja. Trúin var ekkert aðalatriðið, þetta hefði þess vegna geta verið Ásatrúar- kórinn. Þetta er mjög öflugur kór og ég hélt ég gæti ekkert sungið. Ég hafði farið í barnakór en ekki náð að syngja eins og engill, sem ég hélt að maður ætti að gera í kór, svo ég bara hætti. En í gospel kórn- um fattaði ég að ég gæti sungið altrödd, og fann þá bara „grúvið“. Að syngja með öðrum er ofboðslega gott og hollt, sama hverngi rödd maður er með. Þarna myndað- ist góður kjarni af krökkum sem svo fór í leikfélagið.“ Gott að fara út fyrir þægindarammann Fjölskylda Berglindar var frekar hissa á leiklistaráhuga hennar þó hún hafi alltaf verið þekkt fyrir að vilja feta nýjar leiðir. „Ég skráði mig í leikfélagið, eigin- lega bara til að ögra sjálfri mér. Ég hélt í alvöru að þetta væri eitthvað sem ég gæti aldrei gert, komið fram fyrir framan fullt af fólki, svo þetta var áhættupúkinn í mér sem hvatti mig áfram. Leikfélagið gaf mér svakalega mikið og þar fann ég frelsi til að tengjast fólki á nýjan hátt.“ Hildur Berglind segist vera frekar hlédræg þó hún hafi gaman af því að umgangast fólk.„Ég hef enga þörf fyrir að spjalla um daginn og veginn eða tala um sjálfa mig. Þá vil ég frekar bara sitja og hlusta eða hlaða batteríin ein í fjallgöngu. Það var kærkomið að uppgötva í gegnum leiklistina og tónlistina nýjar leiðir til samskipta og tjáningar. Ég er svona týpa sem spyr frekar margra spurninga, ég þarf alltaf að fá svör við öllu. Er í raun al- gjör rassálfur sem spyr allan daginn, akk- uru, akkuru. Leikhúsið er frábær staður til að skoða lífið og gera tilraunir til að skilja það í öllum sínum margbreytileika.“ Harmonikkuspil í Frakklandi Eftir Fjölbraut lá leið Hildar til Suður- Frakklands þar sem planið var að ná almennilegum tökum á frönskunni en það breyttist þegar til Cannes var komið þar sem hún ákvað að láta langþráðan draum um að læra á harmonikku rætast. „Ég fór í frönskuskólann, tók harmonikkuna með og var svo fyrir tilviljun boðið í teboð hjá skólastjóranum í Tónlistarskóla Cannes. Ég fékk að skrá mig í skólann daginn eftir, hætti þá á frönskunámskeiðinu, sem var reyndar bara leiðindapauf. Fékk svo vinnu á skrifstofu þar sem ég lærði frönsku á endanum og spilaði svo á nikkuna í frí- tíma. Ég hafði verið í píanónámi í Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar en alltaf langað að læra á nikkuna.“ Eftir Frakklandsævintýr- ið fór Hildur Berglind að taka þátt í Stúd- entaleikhúsinu og ákvað í kjölfarið að taka þátt í prufu fyrir Leiklistarskólann. „Það var líka hluti af áhættupúkanum í mér sem vill að ég geri hluti sem ég er hrædd við. Maður verður að takast á við hlutina og svo bara gerist það sem gerist. Hvernig sem það fer þá átti það að vera þannig.“ Hildur Berglind var valin í hlutverk Lindu í kvikmyndinni Gauragangi áður en hún byrjaði í Leiklistarskólanum svo hún hefur, þrátt fyrir ungan starfsaldur, spreytt sig í kvikmynd og á sviði. Hún segir áhuga sinn liggja bæði í bíói og leik- húsi, að leika sé bara aðalatriðið. Kynjafræðin heillar Sín fyrstu kref eftir útskrift steig Hildur Berglind svo í Húsi Bernhörðu Alba síðastliðið haust í leikstjórn Kristínar Jó- hannesdóttur. „Þetta var geggjað. Mjög gott að byrja á þessu hlutverki og for- vitnilegt að fá að vera í hópi svona öflugra leikkvenna sem eru auk þess allar svo sterkar konur. Það var líka frábært að fá að vinna með Kristínu. Hún er bara svo flott fyrirmynd fyrir allar konur í þessum bransa. Hún er hjartahlýr töffari og henn- ar hugrekki gaf mér rosalega mikið. Svo fannst mér virkilega gaman að taka þátt í Hildur Berglind Arndal stígur sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu sem Ófelía í Hamlet um helgina. Hún var alltaf frekar feimin sem barn og segist vera það enn. Að byrja í kór hjálpaði henni að finna sjálfstraustið og leiklistin hefur gefið henni frelsi til að tengjast fólki á nýjan hátt. svona femínísku verki og takast svo á við allar umræðurnar sem sköpuðust í kringum það. Sú umræða er holl og góð og stendur mér líka nærri. Ég tók þátt í jafningjafræðslu Hafnar- fjarðar sem unglingur og þar fjölluðum við meðal annars um fordóma og staðalímyndir kynjanna. Ég kíkti líka í kynja- fræði áður en ég byrjaði í Listahá- skólanum, á þeirri önn sem ég tók inntökuprófið. Flestir hafa upplifað á eigin skinni á einhvern hátt mismunun og óréttlæti vegna kynferðis, bæði stelpur og strákar og mér finnst áhugavert að skoða hvað veldur og hvað sé hægt að gera til að breyta því. Annars finnst mér þessi umræða oft fara á hálan ís, snúast í marga hringi um sjálfa sig og fara svo eitthvert út í móa. Mikilvægast er að láta verkin tala frekar en að tala bara endalaust. Það var þess vegna sem ég tók þátt í Stelpur rokka síðasta sumar sem eru rokksumarbúðir fyrir stelpur. Ég mæli með þessu fyrir allar stelpur því þetta er nákvæmlega það sem ég hefði viljað gera sem unglingur, en á þeim árum fann ég fyrir vaxandi þrýsting og kröf- ur varðandi útlitið og ákjósanlega hegðun fyrir stelpur.“ Skiljanlegur Hamlet Nú um helgina mun Hildur Berg- lind svo stíga á svið sem Ófelía í Borgarleikhúsinu þar sem hún hefur verið fastráðin til eins árs. „Það hefur verið gaman að upplifa svona allt aðra nálgun en ég hef áður tekist á við. Jón Páll [Eyj- ólfsson leikstjóri] er með mik- inn eldmóð og áhuga fyrir starfi sínu, það er frábært að vinna með þannig fólki. Hann gerir miklar kröfur til manns og vinnur alltaf með hjartanu. Mér finnst hans nálgun vera mjög fersk. Allur leik- hópurinn tekur þátt í sameigin- legri rannsókn á handritinu og lokatakmarkið er að þetta nokk- urhundruð ára gamla verk nái til nútíma áhorfandans, að Hamlet og hans saga sé skiljanleg. Hildur Berglind segist ekki eiga sér neitt eitt draumahlutverk eða langa til að vinna með einhverj- um sérstökum, hana langi bara til að prófa allt og vinna með fólki sem hefur ástríðu fyrir því sem það er að gera. Sérstakan áhuga hafi hún þó á þessari vinnuaðferð sem Jón Páll hefur notað við upp- setningu Hamlets. „Vinnuferlið var virkilega skemmtilegt. Maður bregst við þvi sem maður mætir á sviðinu, sama hvað gerist. Ef ég myndi óvart gubba á Ólaf Darra í miðri senu myndi hann taka það inn sem karakterinn Hamlet, “mistökin” væru tækifæri til að leiða senuna á nýja braut og við myndum leysa úr því á sviðinu. Það krefst hugrekkis að mæta á sviðið og gera senuna ekki endi- lega eins og hún var æfð, stundum tekst vel til og stundum ekki. En það er partur af leikhúsinu. Augnablikið getur verið geggjað eða glatað. “ Lifir fyrir daginn í dag Leiklistin er ekki bara starf Hild- ar Berglindar heldur líka hennar helsta áhugamál auk tónlistar- innar. „Ég reyni að sjá sem flest í leikhúsunum, helst þar sem bekkjarfélagar mínir spreyta sig, þeir verða alltaf uppáhalds. Mér finnst leikhúsárið í Borgarleik- húsinu óvenju gott í ár, ég er auð- vitað ekki alveg hlutlaus þar sem ég vinn þar, en það er án gríns ekkert sem er þar á fjölunum núna sem ég mæli ekki með. Allt sem er þar í gangi núna á erindi.“ Hún er þakklát fyrir samn- inginn við Borgarleikhúsið en sér samt alveg fyrir sér að vinna sjálfstætt í framtíðinni. „Það er að sjálfsögðu frábært að fá fastráðningu svona beint eftir út- skrift, mér finnst ég bara mjög heppin að fá að takast á við þessi flottu verkefni. Ég sé samt alveg fyrir mér að vera annarsstaðar, maður getur aldrei hengt sig á neitt í leiklistinni heldur verður maður að vera tilbúin að takast á við það sem verður á vegi manns. Atvinnuleysi er allavega ekki eitthvað sem ég hef áhyggjur af núna. Annars spái ég alls ekki mikið í framtíðina yfir höfðuð og reyni bara að lifa fyrir daginn í dag.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Leikhúsið er frábær staður til að skoða lífið og gera til- raunir til að skilja það í öllum sínum marg- breyti- leika. Hildur Berg- lind Arndal: „Áhættu- púkinn í mér hvatti mig áfram.“ Mynd/Hari 14 viðtal Helgin 10.-12. janúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.